Síða 1 af 1

Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Fös 08. Okt 2010 22:29
af GuðjónR
Jæja, þið sem eruð með media center tölvur eða notið tölvurnar til að spila *.mkv fæla hvaða stillingar eruð þið með í Media Player Classic?
Ég gef mér að þið séuð að nota það forrit, allaveganna er það talið af flestim best fyrir HD efnið.
Spurning hvaða Codec þið notið og hvernig þið stillið.

Ég hendi inn snapshot af þeim stillingum sem ég er með...það væri flott ef þið mynduð nenna því líka.
Spurning hvort maður geti stillt þetta betur.

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 01:41
af Hvati
Það er best að sækja ffdshow og AC3filter, fara í external filter og bæta þeim þar við (ffdshow video decoder fyrir SD og ffdshow DXVA video decoder fyrir x264) og haka í prefer. En ef þú vilt besta HD video codecinn, þá er það CoreAVC sem er þó ekki freeware (nema þú viljir nota ónefndar torrent síður...). Annars er líka hægt að nota ffdshow DXVA sem notar skjákortið betur en venjulegt ffdshow.
Btw, þá er betra að velja EVR Custom Res, Resizer: Bilinear (PS 2.0) og stilla EVR buffers á lægsta mögulegt.

Getur fengið nýjustu útgáfur af MPC-HC og Ffdshow á http://xhmikosr.1f0.de/

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 13:37
af GuðjónR
Takk fyrir þessar upplýsingar. Loksins fékk maður almenninlegar leiðbeiningar :)
Sótti nýjustu útgáfuna af MPC. Takk fyrir linkinn.
Er búinn að vera að fikta í þessu í morgun.
Prófaði coreAVC veit eiginlega ekki hvort ég sé einhvern mun. Enda í 60 cm fjarlægð frá 42" sjónvarpi, ekki alveg að marka.
Ef mig langar að prófa ffdshow hvaða fæl er best að downloda af síðunni?

Sendi snapshot af stillingunum sem ég var að prófa áðan, þú mátt leiðrétta mig ef ég er að gera einhverja vitleysu :dead

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 13:50
af Hvati
það er best að nota ffdshow_rev3611_20101006_xhmikosr.exe
Það sést ekki mikill munur á gæðum með CoreAVC en ég hef séð stóran mun á CPU notkun
þú getur líka nálgast AC3filter hér: http://ac3filter.net/projects/ac3filter/releases
Mundu bara að stilla fjölda hátalara í AC3filter undir output format. Það er einnig mjög þæginleg stilling undir Mixer sem er Voice control og Expand stereo, þæginlegt ef þú ert með 5.1 kerfi þ.e.a.s.

Þetta eru mínar stillingar í CoreAVC
Mynd

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 19:34
af GuðjónR
Ég prófaði þínar stillingar, mér fannst tölvan lagga aðeins þannig.
Svona er þetta hjá mér (sjá mynd), reyndar virðist álagið á CPU vera miklu meira með CoreAVC en með default MPC codecnum.
34-50% load með 1080 efni í stað 20-35% load.
Ég dl og installeraði ffdshow en það birtist ekki í valmyndinni um external codecs...líklega er ég að gera eitthvað rangt.

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 20:34
af gardar
CoreAVC er þekkt fyrir það að fara vægt á örgjörvann og mælt með því fyrir menn með litla örgjörva fram yfir annað, svo að eitthvað ertu að gera vitlaust GuðjónR :)

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 20:47
af GuðjónR
gardar skrifaði:og mælt með því fyrir menn með litla örgjörva

Ertu að gefa eitthvað í skyn? :D

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 20:52
af gardar
:-"









:lol:

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 21:49
af Hvati
ef þú ert með ATI skjákort þá ættiru að afhaka Prefer CUDA acceleration

Re: Media Player Classic stillingar fyrir *.mkv fæla

Sent: Lau 09. Okt 2010 22:29
af GuðjónR
Hvati skrifaði:ef þú ert með ATI skjákort þá ættiru að afhaka Prefer CUDA acceleration

Er með NVIDIA GeForce 9400M innbyggt skjákort á þessu móbói.
Sem er Media Center tölvan :)