Síða 1 af 1

Vandræði með internet

Sent: Mán 04. Okt 2010 00:19
af Bouldie
Var að kaupa mér PS3 og ætlaði að reyna að tengjast internetinu. Er á stúdentagörðum svo ég tengdi bara með kapli úr innstunguni í veggnum í tölvuna, það sem kemur upp þegar ég er að reyna að tengjast netinu er bara "cannot obtain ip address"

Getur einhver hjálpað mér með þetta?

Re: Vandræði með internet

Sent: Mán 04. Okt 2010 00:49
af gardar
Hvað gerist ef þú stillir ip töluna handvirkt inn?

Re: Vandræði með internet

Sent: Mán 04. Okt 2010 00:59
af Olafst
Þarftu ekki að skrá mac adressuna hjá rhi?
minnir að enginn fái netaðgang á HÍ netinu án þess að gera það.

Annars geturu lesið þér til á http://www.rhi.hi.is/category/nettengingar/

Re: Vandræði með internet

Sent: Mán 04. Okt 2010 01:30
af Bouldie
Ég prófaði að setja ip adressuna handvirkt en það kom það bara sama...breytti ekki dns tölunni, atti ég að gera það?

Ég er skráður á þessa tengingu, nota hana fyrir fartölvuna mína

Re: Vandræði með internet

Sent: Mán 04. Okt 2010 01:37
af depill
Nú er kominn tími fyrir router.

Bara eitt tæki á stúdentagörðunum má vera skráð, svo ef þú vilt ekki sífellt vera svissa mac addressunni milli fartölvunnar og ps3 er málið að kaupa sér nat-capable router og svo tengja fartölvuna og ps3 við hann. Gætir jafnvel splæst grimmt :P og fengið þér wifi...

Re: Vandræði með internet

Sent: Mán 04. Okt 2010 02:18
af Bouldie
depill skrifaði:Nú er kominn tími fyrir router.

Bara eitt tæki á stúdentagörðunum má vera skráð, svo ef þú vilt ekki sífellt vera svissa mac addressunni milli fartölvunnar og ps3 er málið að kaupa sér nat-capable router og svo tengja fartölvuna og ps3 við hann. Gætir jafnvel splæst grimmt :P og fengið þér wifi...


Okei þá geri ég það :)

Hvar get ég gert bestu kaupin í þessum router málum? Þá bæði ekki wifi og wifi, sé til hvort ég myndi kaupa

Re: Vandræði með internet

Sent: Mán 04. Okt 2010 08:00
af depill
http://www.computer.is/vorur/6668/

Mér finnst þetta bara svo gott verð miðað við hvða þú ert að fá. Ég er með einn svona sem ég nota sem AP, þetta er öruggleg ekki öflugasti router en sleppur.

Hann er með WiFi, innbyggðum prentþjón ( getur tengt prentarann við hann og prentað hvaðan sem er þannig séð ), einu uplink porti og eins porta sviss ( ef þú ert bara með eitt tæki sem þarf að vera tengt með kapli ( eins og ps3 ) og svo bara fartölvur held ég að þetta sé alveg málið ).

Verðið er mjög fínt: 6.900 kr

Re: Vandræði með internet

Sent: Mán 04. Okt 2010 10:14
af Bouldie
depill skrifaði:http://www.computer.is/vorur/6668/

Mér finnst þetta bara svo gott verð miðað við hvða þú ert að fá. Ég er með einn svona sem ég nota sem AP, þetta er öruggleg ekki öflugasti router en sleppur.

Hann er með WiFi, innbyggðum prentþjón ( getur tengt prentarann við hann og prentað hvaðan sem er þannig séð ), einu uplink porti og eins porta sviss ( ef þú ert bara með eitt tæki sem þarf að vera tengt með kapli ( eins og ps3 ) og svo bara fartölvur held ég að þetta sé alveg málið ).

Verðið er mjög fínt: 6.900 kr


Takk fyrir þetta, myndi þessi semsagt alveg ráða auðveldlega við online play á ps3 sem og fartölvunotkun hjá mér?