Síða 1 af 1

Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Lau 25. Sep 2010 11:25
af Dagur
Ég er með eitt af þessum óþolandi lyklaborðum sem eru ekki með takkann við hliðina á vinstri shift sem gerir mann kleift að skrifa <, > og | og var að velta fyrir mér hvernig ég get skrifað út pípu á því. Á mörgum fartölvum er hægt að nota Fn takkann til þess, en ég er ekki með svoleiðis, bara þráðlaust lyklaborð sem að búð hérna í bænum seldi mér án þess að vara mig við.

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Lau 25. Sep 2010 16:31
af Saber
Alt+0124

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Lau 25. Sep 2010 18:41
af coldcut
Tek það fram að ég veit ekkert hvort að þetta virkar hjá þér en hjá mér geri ég <|> á takkanum fyrir neðan Escape ;)

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Lau 25. Sep 2010 21:23
af Black
Feel your pain með með svona usa lyklaborð layout,var með um daginn g15 með svona layouti, lausninn á því vandam´li var að ég skipti bara um takka á því :D átti annað með dk layouti og setti bara á það takkana :besserwisser

hverning lyklaborð er þetta ? :D

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Lau 25. Sep 2010 21:34
af Daz
Black skrifaði:Feel your pain með með svona usa lyklaborð layout,var með um daginn g15 með svona layouti, lausninn á því vandam´li var að ég skipti bara um takka á því :D átti annað með dk layouti og setti bara á það takkana :besserwisser

hverning lyklaborð er þetta ? :D


Lausnin hlýtur að hafa verið að skipta um keyboard-layout, en ekki sjálfa takkana á leyklaborðinu??

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Lau 25. Sep 2010 21:36
af Black
Daz skrifaði:
Black skrifaði:Feel your pain með með svona usa lyklaborð layout,var með um daginn g15 með svona layouti, lausninn á því vandam´li var að ég skipti bara um takka á því :D átti annað með dk layouti og setti bara á það takkana :besserwisser

hverning lyklaborð er þetta ? :D


Lausnin hlýtur að hafa verið að skipta um keyboard-layout, en ekki sjálfa takkana á leyklaborðinu??


yes that

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Lau 25. Sep 2010 21:59
af intenz
Svona er að kaupa tölvur í Tölvutek. USA lyklaborðs drasl.

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Sun 26. Sep 2010 03:20
af dori
Ég hef einu sinni keypt fartölvu með ANSI lyklaborði. Hef aldrei séð jafn mikið eftir kaupum á ævinni. Síðan þá hef ég, með allar tölvur sem ég hef átt þátt í að velja, sveigt hjá búðum sem bjóða bara uppá þetta. Svo er annar leyndur "galli" með netkortin í þessum bandarísku vélum, þau styðja ekki allar rásir sem eru notaðar hérna svo maður kemst stundum ekki inná þráðlaus net.

@OP: Geturðu mappað takkana á eitthvað annað? ° takkinn er góður kandidat. Svo er CAPS LOCK líka vonlaus takki svo að það getur verið fín hugmynd ef það er hægt (held samt að það sé það ekki, en það væri örugglega lang mest næs).

Hvað ertu annars að gera með þessu? Eitthvað smá forritun eða bara notkun á skel? Ég hataði að geta ekki pípað yfir í grep þegar ég var með svona, fór alltaf á wiki síðuna fyrir pipe og afritaði þaðan. Var iðulega með <, > eða | á clipboardinu.

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Sun 26. Sep 2010 09:05
af Jimmy
http://www.autohotkey.com/

Klárlega málið, mappar bara einhvern annan takka sem "|" félagann

"SC15D::<" mappar t.d. þennan ýkt mikið notaða properties takka.

Re: Pípa "|" á ANSI lyklaborði

Sent: Sun 26. Sep 2010 10:43
af Dagur
janus skrifaði:Alt+0124


Takk fyrir það, en ég er líka að nota linux svo að ég verð að gera þetta öðruvísi þar.

coldcut skrifaði:Tek það fram að ég veit ekkert hvort að þetta virkar hjá þér en hjá mér geri ég <|> á takkanum fyrir neðan Escape ;)


Ég held að ég neyðist til þess.

black skrifaði:hverning lyklaborð er þetta ? :D


Mér sýnist framleiðandinn heita "ion", þetta er eitthvað kínverskt no-name dót.

intenz skrifaði:Svona er að kaupa tölvur í Tölvutek. USA lyklaborðs drasl.


Ég veit ekkert um það þar sem þetta er ekki fartölva og ég keypti þetta annars staðar.

dori skrifaði:@OP: Geturðu mappað takkana á eitthvað annað? ° takkinn er góður kandidat. Svo er CAPS LOCK líka vonlaus takki svo að það getur verið fín hugmynd ef það er hægt (held samt að það sé það ekki, en það væri örugglega lang mest næs).

Hvað ertu annars að gera með þessu? Eitthvað smá forritun eða bara notkun á skel? Ég hataði að geta ekki pípað yfir í grep þegar ég var með svona, fór alltaf á wiki síðuna fyrir pipe og afritaði þaðan. Var iðulega með <, > eða | á clipboardinu.


Ég neyðist til að mappa þetta bara en ég var að vona að það væri til einhver shortcut þar sem ég nenni ekki að standa í því :)

Þetta er aðallega út af skelinni. Ég nota annað lyklaborð ef ég þarf að forrita eitthvað.