Síða 1 af 1

Vantar ákveðið dvd rip forrit

Sent: Fös 24. Sep 2010 01:32
af DoofuZ
Ég er að reyna að rippa ákveðna dvd mynd og vantar að geta rippað hana bútaða niður eftir köflum (chapters). Ég er búinn að prófa ýmis forrit eins og DVD Shrink, Any Video Converter og SmartRipper en ekkert af þeim virðist geta reddað þessu :| DVD Shrink kemst þó næst því þar sem það sýnir mér DVD Structure en þar er allt eins og ég vil fá það, forritið sýnir mér lista eins og skráarlista þar sem hver kafli er eins og ein skrá en vandamálið er bara að ef ég geri svo Backup þá afritast bara VOB og IFO skrárnar en ég fæ ekki allt svona í bútum. Er einhver leið fyrir mig að rippa diskinn í bútum? Eða get ég einhvernveginn fengið myndina í pörtum útúr dvd skránum eftir backup eða ripp? :-k

Re: Vantar ákveðið dvd rip forrit

Sent: Fös 24. Sep 2010 03:54
af DJOli
ég hefði haldið að þægilegasta leiðin til að rippa kvikmynd, með kaflaskiptunum, væri að rippa fyrst, án þjöppunar, í iso skrá með DvdShrink, fara svo í forrit til að rippa í dvdrip (man ekki hvað það hét, þægilegasta forritið :P) fara í því, og þar á ef ég man rétt, að vera hægt að rippa/converta iso skrána í stærð að eigin vali, avi, með köflum...það er það sem þú ert að tala um, ekki rétt?

Re: Vantar ákveðið dvd rip forrit

Sent: Fös 24. Sep 2010 04:37
af dragonis
DoofuZ skrifaði:Ég er að reyna að rippa ákveðna dvd mynd og vantar að geta rippað hana bútaða niður eftir köflum (chapters). Ég er búinn að prófa ýmis forrit eins og DVD Shrink, Any Video Converter og SmartRipper en ekkert af þeim virðist geta reddað þessu :| DVD Shrink kemst þó næst því þar sem það sýnir mér DVD Structure en þar er allt eins og ég vil fá það, forritið sýnir mér lista eins og skráarlista þar sem hver kafli er eins og ein skrá en vandamálið er bara að ef ég geri svo Backup þá afritast bara VOB og IFO skrárnar en ég fæ ekki allt svona í bútum. Er einhver leið fyrir mig að rippa diskinn í bútum? Eða get ég einhvernveginn fengið myndina í pörtum útúr dvd skránum eftir backup eða ripp? :-k


Ég er að nota Power direcror pro til þess að kafla skipta ,svo geturu notað hvaða forrit sem til að converta etc.

Annars er ég ekki ná þessu (to many beers)GL.

Re: Vantar ákveðið dvd rip forrit

Sent: Fös 24. Sep 2010 07:41
af Bengal
DVD Decrypter geturu notað til að rippa hvern chapter fyrir sig á dvd disknum. Loadar bara upp disknum og velur IFO optionið.

Gangi þér vel.

Ps. mundu að runna það sem admin!

Re: Vantar ákveðið dvd rip forrit

Sent: Sun 26. Sep 2010 03:29
af DoofuZ
DJOli skrifaði:ég hefði haldið að þægilegasta leiðin til að rippa kvikmynd, með kaflaskiptunum, væri að rippa fyrst, án þjöppunar, í iso skrá með DvdShrink, fara svo í forrit til að rippa í dvdrip (man ekki hvað það hét, þægilegasta forritið :P) fara í því, og þar á ef ég man rétt, að vera hægt að rippa/converta iso skrána í stærð að eigin vali, avi, með köflum...það er það sem þú ert að tala um, ekki rétt?


Já, nákvæmlega! Einmitt það sem mig vantaði og það virkaði, takk! ;) Var bara búinn að prófa backup fídusinn í DVD Shrink þar sem allt er bara sett í möppu á tölvunni óskipt, hafði ekki hugmynd um að það að gera .ISO skrá í staðinn myndi redda þessu. Svo notaði ég bara sama backup fídusinn á .ISO skránna og þá var þetta komið eins og ég vildi fá þetta :D

Re: Vantar ákveðið dvd rip forrit

Sent: Sun 03. Okt 2010 08:23
af DoofuZ
Jæja, þetta var ekki aaalveg eins gott og það leit út fyrir að vera :? Kaflarnir komu eitthvað í rugli, margir með vitlaust hljóð. En svo prófaði ég forrit sem heitir iSkysoft DVD Ripper og það gat sýnt mér allt í köflum sem virtist vera alveg í lagi með þegar ég skoðaði preview af köflunum, rétt hljóð og ekkert vesen, en svo þegar ég notaði það þá var sama vandamál eftir rip ](*,)

Hvað er eiginlega málið? Vitiði um eitthvað rip forrit sem virkar almennilega? Skiptir engu máli hvort það er freeware eða ekki, sárvantar bara svona forrit sem virkar.

Re: Vantar ákveðið dvd rip forrit

Sent: Sun 03. Okt 2010 10:33
af hagur
Er nú enginn sérfræðingur í þessu, en ertu búinn að prófa DVDDecrypter og/eða DVDFab ?

Re: Vantar ákveðið dvd rip forrit

Sent: Sun 03. Okt 2010 10:51
af DoofuZ
Jamm, búinn að prófa heilann haug af forritum og ekkert hefur virkað almennilega til þessa :? DVD Fab sýnir bara brot af öllum köflunum, allt frekar stutt, og svo crashar það þegar ég ætla að nota það. Og DVD Decrypter er ekki alveg að standa sig...