Síða 1 af 1

Vandamál með að deila nettengingu?

Sent: Mán 20. Sep 2010 19:29
af GTi
Sælir Vaktarar.
Ég er í smá vandræðum. Bróðir minn og kærastan hans eru með 3G NetPung hjá Símanum. Ég er búinn að vera reyna hjálpa þeim að deila netinu í tvær tölvur. Þau eru að leigja hinum megin á landinu þannig að ég hef verið að reyna gera þetta gegnum Remote Assistance.
Þau eru bæði með Windows 7 og ég hef bara aldrei unnið á það.

Ég tel mig vera búinn að deila tengingunni í Tölvu A. (En ég er ekki viss).
Það sem ég ætlaði að gera næst er að tengja tölvunar saman með CAT5/Ethernet. Ég gaf Tölvu A fasta IP á LAN en þá slokknar sjálfkrafa á 3G Pung-tenginguni og þ.a.l. á Remote Assistance.

Þau eru nú svo glær að þau eru litlu skárri en gamlir bændur.

Getur einhver gefið mér hint á hvernig er best að stilla þetta?

Re: Vandamál með að deila nettengingu?

Sent: Mán 20. Sep 2010 20:14
af zdndz
GTi skrifaði:Sælir Vaktarar.
Ég er í smá vandræðum. Bróðir minn og kærastan hans eru með 3G NetPung hjá Símanum. Ég er búinn að vera reyna hjálpa þeim að deila netinu í tvær tölvur. Þau eru að leigja hinum megin á landinu þannig að ég hef verið að reyna gera þetta gegnum Remote Assistance.
Þau eru bæði með Windows 7 og ég hef bara aldrei unnið á það.

Ég tel mig vera búinn að deila tengingunni í Tölvu A. (En ég er ekki viss).
Það sem ég ætlaði að gera næst er að tengja tölvunar saman með CAT5/Ethernet. Ég gaf Tölvu A fasta IP á LAN en þá slokknar sjálfkrafa á 3G Pung-tenginguni og þ.a.l. á Remote Assistance.

Þau eru nú svo glær að þau eru litlu skárri en gamlir bændur.

Getur einhver gefið mér hint á hvernig er best að stilla þetta?


veit ekki en þú getur allavega ekki gefið tölvu A fasta IP

Re: Vandamál með að deila nettengingu?

Sent: Mán 20. Sep 2010 20:28
af GTi
zdndz skrifaði:veit ekki en þú getur allavega ekki gefið tölvu A fasta IP


Ekki einu sinni á Ethernet? Skil ekki af hverju það hefur áhrif á 3G-punginn? :knockedout

Re: Vandamál með að deila nettengingu?

Sent: Mán 20. Sep 2010 21:49
af zdndz
GTi skrifaði:
zdndz skrifaði:veit ekki en þú getur allavega ekki gefið tölvu A fasta IP


Ekki einu sinni á Ethernet? Skil ekki af hverju það hefur áhrif á 3G-punginn? :knockedout


ætla ekki að fullyrða, þekki 3G ekki nógu mikið en já ég held að það virki ekki

Re: Vandamál með að deila nettengingu?

Sent: Mán 20. Sep 2010 23:06
af steinarorri
Spurning um að prófa Connectify... erum að nota það í skólanum (er í MR og það er ekki þráðlaust net) en ég sit við glugga og næ netinu hjá veitingastað nálægt og share'a því svo með þeim sem vilja í stofunni... frekar sniðugt og allt þráðlaust. Fékk samt official útgáfuna til að virka heldur náði ég í betuna.

Re: Vandamál með að deila nettengingu?

Sent: Þri 21. Sep 2010 00:06
af Benzmann
eða bara fá sér Router sem styður 3G pung, er mað þannig hérna heima, ef netið klikkar eitthvað þá er það bara að sting 3g pung við hann, og hann tekur við :P

Re: Vandamál með að deila nettengingu?

Sent: Þri 21. Sep 2010 00:54
af topas
Ég held að nova sé að selja 3G box sem er í raun bara router sem virkar eins og venjulegur router nema net-tengingin er í gegnum 3g í staðinn fyrir adsl. Að ætla að share-a pungnum er tómt vesen, miklu einfaldara að fá sér router.

Re: Vandamál með að deila nettengingu?

Sent: Þri 21. Sep 2010 02:28
af Viktor
Sýnist þetta vera það sem þau eru að leita að

http://www.nova.is/content/barinn/3gtae ... ara=mifie5