Síða 1 af 3
ARRRG nú er komið nóg af Firefox
Sent: Lau 21. Feb 2004 02:22
af ICM
myndin útskýrir allt, er að verða brjálaður á þessum endalausu villum í þessum browser.
Sent: Lau 21. Feb 2004 13:33
af Pandemic
Firebird er betri finnst mér
Sent: Lau 21. Feb 2004 13:37
af elv
En hvað ætla þeir að skipta oft um nafn á þessum browser
Sent: Lau 21. Feb 2004 16:42
af Gothiatek
Hættu þá að nota hann og hættu þessu væli. FireFox hefur aldrei komið með svona meldingar hjá mér og þetta er eini vafrinn sem ég nota.
Sent: Lau 21. Feb 2004 17:25
af gumol
Þetta hefur líka komið hjá mér
Mér finnst hann bara svo lengi að starta sér, tekur heila eilífð.
Sent: Lau 21. Feb 2004 17:54
af Gandalf
IceCaveman, færðu aldrei villumeldingar um að Explorer sé hættur að virka o.s.fr. ? Allavega fæ ég þannig meldingar mun oftar en úr öðrum browserum.
Sent: Lau 21. Feb 2004 18:03
af ICM
Nei internet explorer er mjög stöðugur nema þú sért með einhver illa hönnuð plug-ins í honum.
Sent: Sun 22. Feb 2004 00:55
af gumol
Þetta var að gerast aftur núna
Firebirdeinn gerði þetta aldrei
Sent: Sun 22. Feb 2004 01:22
af Gandalf
Ég nota engin plugins fyrir IE nema Flash og ef það kallast plugin að wmp virki í IE, Acrobat reader og messenger. Samt er hann að hrinja frekar oft (nei ekki langt síðan ég formataði og þetta hefur komið oft fyrir áður fyrir síðasta format)
asdasda
Sent: Mán 23. Feb 2004 03:49
af ICM
dasdasdasd
Re: asdasda
Sent: Mán 23. Feb 2004 03:51
af gumol
IceCaveman skrifaði:dasdasdasd
Lítill Hugi hlaupinn í IceCaveman ?
Ég er ekki að skilja.
Sent: Mán 23. Feb 2004 03:54
af ICM
nei helv. addressbar er horfinn og kemur ekki aftur.
Re: asdasda
Sent: Mán 08. Mar 2004 20:06
af Wagoneer
IceCaveman skrifaði:dasdasdasd
Til að fá navigation bar (address bar) aftur þarf að hægrismella í menuinum þarna efst og klikka á "Navigation Toolbar". Og svo geturðu líka valið "Customize" og hreyft allt til að vild.
Og svo ertu líka með Zoom svolítið hátt, CTRL+- til að Zooma út og CTRL++ til að Zooma inn.
Og svo býst ég við því að þú reynir allt til þess að finna galla á þessu, miðað við undirskriftina. Ætli þú sért ekki þá bara með galla-blindu á Microsoft
Sent: Mán 08. Mar 2004 20:33
af ICM
nei wagoneer það var ekki málið, þurfti að drepa á firefox og kveikja á honum aftur, hitt dugaði ekki.
Sent: Mán 08. Mar 2004 21:29
af Jakob
Þetta er leiðinlegt
FireFox er alltaf að crasha hjá mér líka (er að keyra Linux), og vegna þess hef ég þurft að skipta yfir í Opera.
Vonandi kemur fix / nýtt rel bráðum!
Sent: Mán 08. Mar 2004 21:33
af Voffinn
Þetta kemur greinilega fyrir alla og rek ég þetta til gallaðas flash plugings :Þ
Sent: Mán 08. Mar 2004 21:36
af Jakob
Voffinn skrifaði:Þetta kemur greinilega fyrir alla og rek ég þetta til gallaðas flash plugings :Þ
Hmmm...
Getur verið, en sama útgáfa (held ég alveg öruglega) var í gangi í Firebird (0.7) .... Það
crashaði aldrei
Sent: Þri 09. Mar 2004 09:14
af Gothiatek
Eru þið ekki þá búnir að senda inn bug report
Firefox hefur gengið fínt hjá mér!
Sent: Mið 17. Mar 2004 04:00
af Blublu
Hmm, þetta gerist einstölu sinnim hjá mér. Stundum fæ ég líka villumeldinguna "is not a registered protocol [OK]" og þá hætta sumir linkar að virka...
En Firefox er samt besti browserinn sem ég hef notað, þótt hann klikki stundum.
Sent: Fös 16. Apr 2004 16:40
af heidaro
Ég er að runna hann á Linux eins og sumir...en ég hef _aldrei_ lent í vandræðum með hann...er með hann á tveimur vélum og hefur aldrei krassað né neitt á þeim :>
*var að sjá hvað þráðurinn er gamall...en OK
*
Sent: Fös 16. Apr 2004 17:46
af kiddisig
Ég hef ekki lent í neinum vandræðum með Firefox hjá mér. Víst þetta kemur hjá þér en ekki hjá mörgum öðrum, getur þá ekki verið að það sé eitthvað að einhverju öðru hjá þér sem veldur þessu?
P.S. Eftir hálftíma sörf með IE er maður kominn með nokkur objects sem Adaware finnur. Eftir margra daga sörf með Firefox þá finnur Adaware ekki nein objects. Það er að sjálfsögðu hægt að stilla hærra security level í IE en þá virka síður illa. Öryggi hefur einfaldlega aldrei verið gott í IE. Ég get ekki notað svona vafra sem minn "primary" vafra.
Sent: Fös 16. Apr 2004 20:39
af okay
Firefox 0.9 er skemtilega stable hérna .. fúnkerar eins og í draumi, ég hef aldrei lent í stórum vandamálum með hann..
Reyndar ekki fullkominn browser, en ég vel hann í stað Opera vegna license mála, og vegna þess að mér þykir Gecko rendering vélin vera sú þróaðasta í dag.
Kv,
Ómar K.
Sent: Fös 16. Apr 2004 20:43
af Nemesis
Skil ekki hvað þið sjáið við þessa Mozilla vafra :S Þetta er lengi að starta sér upp, næstum eins og Acrobat eða Photoshop, svo er scrollið ekki animate-að... Kannski er ég bara óvanur þessu, en mig langar ekkert til að venja mig á þetta. IE hefur alltaf verið mjög þægur og góður við mig.
Sent: Fös 16. Apr 2004 21:09
af okay
Rendering vélin er snilli og fer eftir öllum stöðlum (annað en MSIE vélin, jukk). Anyway þá er Firefox mjög léttur. Auk þess að fara eftir ölluð stöðlum styður Gecko næsta aðal netmyndaformat, þ.e.a.s. PNG guðdómlega, annað en IE en Microsoft menn hafa verið gríðarlega lengi að implementa þeim stuðningi inn í browserinn sem er ekki furðulegt, enda eru þeir mjög fúlir ef að open source format/codac/etc. nær vinsældum..
Ástæðan fyrir því að IE er svona "fljótur upp" er sú að hann er ræstur þegar þú ræsir Windows stýrikerfið þitt eins og líklegast margt annað. Reyndar það að mínu mati spaugilegt að byggja browser að hluta upp í kringum filemananger, en þetta eru aðskilin tól og því eiga þau að vera aðskilin..þetta er reyndar sama grifja og KDE féll í og telst víst normið í dag.
Kv,
Ómar K.
Sent: Fös 16. Apr 2004 21:24
af Nemesis
Finnst þér slæmt að IE sé alltaf í gangi? Mér finnst það bráðsniðugt, þetta er það forrit sem maður notar hvað mest í tölvunni sinni og maður sparar mikinn tíma á að þurfa ekki að ræsa það í hvert einasta skipti sem maður ætlar að kíkja á einhverja heimasíðu.
Ég kaupi það heldur ekki að Mozilla sé léttari, ef maður hægriklikkar á einhvern hlut t.d. í firefox þarf maður að bíða í oggustund eftir að möguleikarnir opnist. Svo virkar ekki að gera properties á síður "links" stikunni til að breyta nafninu á þeim, maður verður að fara í manage bookmarks og fara í properties þar, pirrar mig bara svo ósegjanlega hvað þetta er allt aðeins hægara en IE. Þegar ég refresha síðu á sama tíma tekur það IE styttri tíma að birta hana aftur, en FireFoxinn þarf alltaf að birta myndirnar stórar og minnka þær með tilheyrandi CPU notkun (800Mhz hér, og ég ætti ekki að þurfa meira til að browsa).
Bottom line: Fyrir hinn almenna notanda er IE þægilegastur, mér finnst þetta bara vera smá uppreisn gegn Microsoft (yfirvaldinu?) að nota hann ekki, því hann er mjög fínn vafri. En auðvitað megið þið vaða í villu