Síða 1 af 2
Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 01:45
af Frost
Góða kvöldið. Ég er núna búinn aðeins að spá í Linux. Mig langar
ótrúlega mikið að prófa Linux, er orðinn heitur fyrir því
Vinur minn hefur prófa Linux áður og sagði að honum finnst Kubuntu þæginlegast.
Þar sem ég hef bókstaflega 0% reynslu af Linux væri til í að fá smá ráðgjöf í sambandi hvað ég ætti að velja.
Ég ætla að dual-boota með windows7. Get ég sett upp með usb lykil og hvernig geri ég það í grófum dráttum?
Ég er með sér partition fyrir stýrikerfi í fatölvunni minni og er laust rúm 40gb þar. Svo annað partition sem er 122gb laust á, væri það accessible í Linux?
Öll svör og hjálp er ótrúlega vel þegin.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 01:58
af einarhr
Myndi halda að Ubuntu nýjasta útgáfa væri fín fyrir þig og jafnvel
http://www.ubuntu.com/netbook notebook edition því þú ert með Lappa.
Þú getur til að byrja með prófað stýrikerfið Live á Geisladiski og ef þér líkar það þá getur þú sett það upp sem Program í Windows og farið í add/remove programs til að eyða þvi. Ef þú setur það upp í windows þá færð þú upp Boot Loader sem lætur þig velja.
Svo getur þú einnig sett það upp frá geisladiski eða USB lykli
http://www.ubuntugeek.com/how-to-install-ubuntu-linux-from-usb-stick.htmlEinnig bootloader, mundi bara að velja réttan disk þegar þú setur upp kerfið.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 02:00
af Frost
Já verð að hafa þetta á USb lykil þar sem tölvan er ei með geisladrif.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 02:07
af einarhr
Downloadðu bara stýrikerfinu og fylglu leiðbeiningunum hvernig á að koma því á minnislykinn og þá getur þú bootað upp af lyklunum og runnað Live Cd til að prufa.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 02:10
af AntiTrust
Tvennt sem ég mæli með í þínu tilfelli :
WUBI - Ubuntu installer sem installar Ubuntu á vélina hjá þér líkt og hún myndi installa forriti. Ubuntu kemur í Add/Remove Programs listann hjá þér, og þegar þú ræsir upp tölvuna þá spyr bootloaderinn hvort stýrikerfið þú vilt keyra upp (minnir mig endilega?)
Hvernig svosem þú ræsir Ubuntu-ið sjálft upp þá er nánast sami hraði á því svona og með true install, eini munurinn er 10-20% performance loss á HDD read/write hraða.
UnetBooting - Forrit sem þú ræsir upp með USB lykil tengdan við tölvuna. Velur í lista hvaða Linux distro þú vilt, forritið sér alfarið um að sækja distro-ið (útgáfuna) fyrir þig, installa á USB lykilinn og gera hann bootable (e-ð sem reynist mörgum erfitt). Voila, restartar tölvunni með USB lykilinn í og velur USB device sem boot device og byrjar að installa Linux.
Googlaðu þér vel til um partition mál og ég mæli EINDREGIÐ með því að þú takir backup af öllum mikilvægum gögnum á system disknum þínum ef þú ert með e-r.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 02:37
af aevar86
Ég hef sett upp Linux Mint fyrir marga sem hafa aldrei notað annað en Windows og það eru allir mjög sáttir með það.
Mæli með því ef þú hefur enga reynslu.
Annars þá er setupið mjög einfallt og það býðir upp á að installa linux hliðiná windowsinu.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 11:24
af Revenant
Það er líka eitt annað sem þú getur gert, notað VMWare player (eða Oracle Virtualbox) og sett upp linux útgáfuna upp þar. Þá geturu prófað hvaða útgáfu sem er og ekki haft áhyggjur á að eyðileggja eitthvað þar sem linux vélin er í sandkassa.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 11:50
af CendenZ
aevar86 skrifaði:Ég hef sett upp Linux Mint fyrir marga sem hafa aldrei notað annað en Windows og það eru allir mjög sáttir með það.
Mæli með því ef þú hefur enga reynslu.
Annars þá er setupið mjög einfallt og það býðir upp á að installa linux hliðiná windowsinu.
Linux mint sem fyrsta linux experience.
Það kerfi er algjörlega windows replace-ment kerfi.
og já, flott að prufa það í virtualbox eins og Revenant bendir á
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 15:56
af bjarkih
Hef ekki prófað mint sjálfur en kosturinn sem ég sé við það fyrir þá sem hafa enga reynslu af linux er að þá þarftu ekki að fara út í að installa hinu og þessu til að spila mp3, DVD o.s.fv.
http://linuxmint.com/
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Sun 12. Sep 2010 19:20
af kjarribesti
Ef þú vilt bara prófa linux áður en þú setur það inn downloadaðu þá windowrun útgáfu af ubuntu t.d og keyrðu það af minnislykli og svo skaltu setja það á disk ef þér líkar það, gerði þetta sjálfur og gekk fínt nema ég setti aþð ekki upp á harðadiskinn síðan afþví mér finnst w7 svo betra..
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Mán 13. Sep 2010 15:55
af SolidFeather
Til að byrja með myndi ég bara ná í Ubuntu og búa til bootable usb, þá geturðu keyrt kerfið á usb kubbnum án þess að installa neinu.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Mán 13. Sep 2010 18:32
af marijuana
Viljiru prufa Linux þá mæli ég bara með Ubuntu.......
Sama hvaða útgáfu þú sækir, það er alltaf Live CD.
Viljiru prufa það án þess að setja neitt á harðadiskinn þá veluru "try ubuntu with out any changes to your computer" og þá ætti hún að bootasér upp á Ubuntu
LiveCD er ekki í öllum útgáfum af Linux samt....
Svo er Knoppix líka fínt kerfi, Það er einungis LiveCD samt.....
kjarribesti skrifaði:Ef þú vilt bara prófa linux áður en þú setur það inn downloadaðu þá windowrun útgáfu af ubuntu t.d og keyrðu það af minnislykli og svo skaltu setja það á disk ef þér líkar það, gerði þetta sjálfur og gekk fínt nema ég setti aþð ekki upp á harðadiskinn síðan afþví mér finnst w7 svo betra..
Þér fynst W7 betra því þú kannt ekki á linux geri ég ráð fyrir
Frost skrifaði:Góða kvöldið. Ég er núna búinn aðeins að spá í Linux. Mig langar
ótrúlega mikið að prófa Linux, er orðinn heitur fyrir því
Vinur minn hefur prófa Linux áður og sagði að honum finnst Kubuntu þæginlegast.
Þar sem ég hef bókstaflega 0% reynslu af Linux væri til í að fá smá ráðgjöf í sambandi hvað ég ætti að velja.
1.Ég ætla að dual-boota með windows7. Get ég sett upp með usb lykil og hvernig geri ég það í grófum dráttum?
2.Ég er með sér partition fyrir stýrikerfi í fatölvunni minni og er laust rúm 40gb þar. Svo annað partition sem er 122gb laust á, væri það accessible í Linux?
Öll svör og hjálp er ótrúlega vel þegin.
1. í grófum dráttum ?
sæktu
UnetBootin Og sæktu ISO skrá af í þessu dæmi Ubuntu !
Hakaðu í "Disk Image" og veldu svo ISO skránna af stýrikerfinu.... EKKI LÁTA FORRITIÐ DOWNLOADA STÝRIKERFINU !!!!!!!
Neðst stendur "Type" Vertu viss um að það sé "USB Drive" og rétt staðsett... (t.d F:\)
Svo ýtiru á OK og leyfir forritinu að klára.... þegar forritið er búið restartaru tölvunni og lætur hana boota sér á USB lyklinum
og svo seturu stýrikerfið upp eða keyrir það Live!
2. Linux sér Windows partition en
ekki öfugt !
Kv. Marijuana
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Mán 13. Sep 2010 22:46
af kjarribesti
Nei prófaði slatta, umhverfið aðallega óþægilegt en dæmi ekki fyrir alla bara w7 hentar mér .. (:
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Mán 13. Sep 2010 23:00
af coldcut
kjarribesti skrifaði:Nei prófaði slatta, umhverfið aðallega óþægilegt en dæmi ekki fyrir alla bara w7 hentar mér .. (:
hvaða umhverfi varstu að nota? og ef maður fílar ekki umhverfið þá breytir maður bara um umhverfi, that's the beauty of it!
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Mið 15. Sep 2010 21:56
af Frost
Sælir. Er búinn að skoða eitthvað um Linux.
http://www.ubuntu.com/netbook/get-ubuntu/downloadEr þetta ekki bara fínt download?
Hvað geri ég samt frá þessari síðu? Mig langar að dual boota. Þarf ég þá að hafa backup af Windows? Fylgi ég bara leiðbeiningum á þessari síðu?
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Mið 15. Sep 2010 21:59
af bjarkih
Frost skrifaði:Sælir. Er búinn að skoða eitthvað um Linux.
http://www.ubuntu.com/netbook/get-ubuntu/downloadEr þetta ekki bara fínt download?
Hvað geri ég samt frá þessari síðu? Mig langar að dual boota. Þarf ég þá að hafa backup af Windows? Fylgi ég bara leiðbeiningum á þessari síðu?
Fylgir leiðbeiningunum, ef windows er installað á vélina þá veluru dual-boot í uppsetningunni á ubuntu, þetta útskýrir sig í raun sjálft.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Mið 15. Sep 2010 22:03
af Frost
bjarkih skrifaði:Frost skrifaði:Sælir. Er búinn að skoða eitthvað um Linux.
http://www.ubuntu.com/netbook/get-ubuntu/downloadEr þetta ekki bara fínt download?
Hvað geri ég samt frá þessari síðu? Mig langar að dual boota. Þarf ég þá að hafa backup af Windows? Fylgi ég bara leiðbeiningum á þessari síðu?
Fylgir leiðbeiningunum, ef windows er installað á vélina þá veluru dual-boot í uppsetningunni á ubuntu, þetta útskýrir sig í raun sjálft.
Já en var að spá hvort ég þarf eitthvað að vera að taka Backup.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Mið 15. Sep 2010 23:01
af Frost
Ég er að lenda í smá veseni með þetta. Ég var búinn að breyta boot priority í USB lykilinn sem var með ubuntu inná. Þökk sé þessu leiðinlega boot booster þá sleppir það því alltaf.
Er ekki alveg að elska þetta.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Fim 16. Sep 2010 00:02
af bjarkih
Frost skrifaði:Ég er að lenda í smá veseni með þetta. Ég var búinn að breyta boot priority í USB lykilinn sem var með ubuntu inná. Þökk sé þessu leiðinlega boot booster þá sleppir það því alltaf.
Er ekki alveg að elska þetta.
Boot booster??
en skoðaðu þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=XaqaDZZ_P0g svo geturu leitað að fleiri videoum á youtube.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Fim 16. Sep 2010 00:28
af Frost
bjarkih skrifaði:Frost skrifaði:Ég er að lenda í smá veseni með þetta. Ég var búinn að breyta boot priority í USB lykilinn sem var með ubuntu inná. Þökk sé þessu leiðinlega boot booster þá sleppir það því alltaf.
Er ekki alveg að elska þetta.
Boot booster??
en skoðaðu þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=XaqaDZZ_P0g svo geturu leitað að fleiri videoum á youtube.
Búinn að slökkva á boot booster. Boost booster sleppir boot screen. Búinn að gera allt sem þarf að gera en samt bootar usb lykillinn ekki
.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Fim 16. Sep 2010 12:54
af bjarkih
Frost skrifaði:bjarkih skrifaði:Frost skrifaði:Ég er að lenda í smá veseni með þetta. Ég var búinn að breyta boot priority í USB lykilinn sem var með ubuntu inná. Þökk sé þessu leiðinlega boot booster þá sleppir það því alltaf.
Er ekki alveg að elska þetta.
Boot booster??
en skoðaðu þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=XaqaDZZ_P0g svo geturu leitað að fleiri videoum á youtube.
Búinn að slökkva á boot booster. Boost booster sleppir boot screen. Búinn að gera allt sem þarf að gera en samt bootar usb lykillinn ekki
.
Og hann er stilltur sem fyrsti boot device í BIOS?
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Fim 16. Sep 2010 14:31
af Frost
bjarkih skrifaði:Frost skrifaði:bjarkih skrifaði:Frost skrifaði:Ég er að lenda í smá veseni með þetta. Ég var búinn að breyta boot priority í USB lykilinn sem var með ubuntu inná. Þökk sé þessu leiðinlega boot booster þá sleppir það því alltaf.
Er ekki alveg að elska þetta.
Boot booster??
en skoðaðu þetta:
http://www.youtube.com/watch?v=XaqaDZZ_P0g svo geturu leitað að fleiri videoum á youtube.
Búinn að slökkva á boot booster. Boost booster sleppir boot screen. Búinn að gera allt sem þarf að gera en samt bootar usb lykillinn ekki
.
Og hann er stilltur sem fyrsti boot device í BIOS?
Jebb. Ég er búinn að gera allt sem á að þurfa gera. Græjaði USB lykilinn með Universal USB installer sem ég fékk af ubuntu.com.
Forritið formattaði usb lykilinn og setti upp image-ið sem ég sótti upp á USB lykilinn. Þegar ég sting honum í tölvuna kemur upp install Ubuntu auto play menu-ið. Þá býst ég við að það sé allt í lagi þar sem ég get sett upp Ubuntu með WUBI Installer en langar að dual boota.
Stillit boot priority sem USB í fyrsta. Þegar ég slekk á tölvunni og kveiki fer ég samt í Windows...
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Fim 16. Sep 2010 14:46
af dori
marijuana skrifaði:2. Linux sér Windows partition en ekki öfugt !
Kv. Marijuana
Það er ekki alveg rétt. Linux getur notað (read/write) NTFS en Windows getur vissulega ekki (útúr boxinu) notað ext2/3/4 eða nokkur önnur skráarkerfi sem Linux notar.
Hins vegar er bæði hægt að nota sérstaka rekla fyrir Linux skrárarkerfi. Þessi hér:
Ext2fs virkar t.a.m. með ext2/3 og hefur reynst mér vel með slíkt. Svo er eitthvað til fyrir ReiserFS, veit ekki með fleiri skráarkerfi.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Fös 17. Sep 2010 10:54
af bjarkih
Frost skrifaði:Jebb. Ég er búinn að gera allt sem á að þurfa gera. Græjaði USB lykilinn með Universal USB installer sem ég fékk af ubuntu.com.
Forritið formattaði usb lykilinn og setti upp image-ið sem ég sótti upp á USB lykilinn. Þegar ég sting honum í tölvuna kemur upp install Ubuntu auto play menu-ið. Þá býst ég við að það sé allt í lagi þar sem ég get sett upp Ubuntu með WUBI Installer en langar að dual boota.
Stillit boot priority sem USB í fyrsta. Þegar ég slekk á tölvunni og kveiki fer ég samt í Windows...
Ég hef aldrei notað Wubi installer þannig að ég get lítið hjálpað með þetta, líka vegna þess að ég hef aldrei dual-bootað (no guts, no glory
) googlaði aðeins og rakst á þetta
http://unix.org.in/2010/04/how-to-dual-boot-ubuntu-linux-using-wubi/ veit ekki hvort þetta hjálpi en kannski færðu góðar hugmyndir.
Re: Langar að prófa Linux.
Sent: Fös 17. Sep 2010 16:59
af Frost
Er búinn að fá þetta til að virka. Núna þegar ég ætla að partitiona diskinn í Windows(Ætla að hafa 7GB undir Ubuntu). Þá Koma bara alltaf þessi skilaboð:
Þetta viðhengi woor.png er ekki lengur aðgengilegt
Mig langar að fá smá aðstoð með þetta þar sem þetta eru ekki beint skilaboð sem ég er ánægður með.
Væri fínt að fá aðstoð með hvernig ég stilli partitionið. Ég er búinn að búa til Partition sem er rúm 7GB.