Síða 1 af 1
Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Þri 07. Sep 2010 22:22
af Golli29
Góða kvöldið.
Ég er að velta einu fyrir mér. Mig langar að skipta um internet þjónustu aðila. Ég er með 16 mb/h. hjá símanum. Hvert mynduð þið skipta í dag ef þið væruð að pæla í að skipta um fyrirtæki og fara frá Símanum? Engin rugl svör.
Langar ekki að versla við símann lengur. Er komin með nóg af háum reikningum og fleiru slíku. Ég hef heyrt að það sé rugl að vera hjá Tal. En þið kannski hafið eitthvað að segja um þetta.
Takk fyrir.
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Þri 07. Sep 2010 22:26
af Sh4dE
Ég er hjá Hringiðunni og mér finnst þeir með gott net hefur allavegana ekki dottið niður svo lengi sem ég er búinn að hafa það (1 ár alltaf kveikt á router) skoðaðu bara tilboðin hjá þeim.
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Þri 07. Sep 2010 22:28
af Frost
Tal.
END OF DISCUSSION!
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Þri 07. Sep 2010 22:32
af intenz
Frost skrifaði:Tal.
END OF DISCUSSION!
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Þri 07. Sep 2010 22:36
af Frost
intenz skrifaði:Frost skrifaði:Tal.
END OF DISCUSSION!
Elkulegur svipur.
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Mið 08. Sep 2010 00:42
af Andriante
Ég hef verslað við alla netþjónustu aðila á landinum og síminn er lang stöðugastur og bestur.
Grasið er ekki alltaf grænna hinu megin
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Mið 08. Sep 2010 00:48
af Blackened
ég hef bara mjög góða reynslu af TAL.. búinn að vera með adsl þar í rúmlega eitt og hálft ár og það hefur aldrei komið neitt uppá
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Mið 08. Sep 2010 01:04
af AntiTrust
Sammála Andriante. Finnst ég vera að fá mest útúr tengingunum frá símanum. Er búinn að vera flakkandi á milli flestra ISPanna hérna heima, og langsáttastur með netið þar overall.
Góður uppitími, mjög stabíl tenging og stabíll hraði, aldrei fengið jafn stabílan uppgefin hraða.
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Mið 08. Sep 2010 01:05
af Plushy
Er hjá Tal. Eftir að ég skipti fyrst frá Símanum var routerinn með leiðindi, en þeir komu og skiptu um hann og hef í engu böggi lent síðan þá, eða amk. þá bara einhverju litlu sem ég man ekki eftir
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Mið 08. Sep 2010 01:09
af gutti
Mæla með síman lang bestur
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Mið 08. Sep 2010 01:29
af Bengal
Tal eru sagðir góðir en hef aldrei verið hjá þeim. Vodafone var ég hjá en ef þú hefur ekki þolinmæði í að bíða í 2klst í símanum eftir að fá netaðstoð or whatever þá skelltu þér til Hringiðunnar. Er þar núna og mjög fínt þar so far.. (fyrir utan slappt utanlands routing). Ódýrast hjá vodafone en bestu þjónustuna fær maður hjá Hringiðunni.
P.s. Til hamingju að hafa ákveðið að hætta hjá Símanum, ég fór þaðan eftir viðurstyggilega þjónustu.
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Mið 08. Sep 2010 09:23
af bolti
Hringiðan fær 10/10 hjá mér. Hefur aldrei dottið niður hjá mér.
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Fim 09. Sep 2010 01:09
af Krissinn
bolti skrifaði:Hringiðan fær 10/10 hjá mér. Hefur aldrei dottið niður hjá mér.
Ef maður er með ADSL hjá Hringiðunni þarf maður að vera með heimasíma annarsstaðar?
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Fim 09. Sep 2010 01:26
af Danni V8
Andriante skrifaði:Ég hef verslað við alla netþjónustu aðila á landinum og síminn er lang stöðugastur og bestur.
Grasið er ekki alltaf grænna hinu megin
Sammála þessu. Er að vísu ekki búinn að versla við þá alla en ég var hjá Símanum þegar eg bjó í heimahúsum og prangaði Vodafone upp á foreldra mína en var síðan svo ósáttur með þá og foreldrar mínir nenntu ekki að standa í þessu veseni að skipta um þjónustu aðila aftur svo ég flutti bara út og keypti aftur þjónustu hjá Símanum
Grasið er nefnilega ekki alltaf grænna hinu megin eins og þú sagðir svo réttilega
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Fim 16. Sep 2010 18:55
af Zaphod
hef prófað flest alla isp sem klakinn hefur uppá á að bjóða. Hef lent í allskyns veseni hjá þeim öllum, Síminn var ágætur svosem en dýr, Vodafone fannst mér verri vegna endalausra vandamála. Hringiðjan var frábær en orðin ansi mörg ár síðan ég skipti við þá.
Er núna hjá Tal og er alveg þokkalega sáttur, mér finnst þjónustuverið alveg ágætt hjá þeim. Maður þarf eiginlega aldrei að bíða eftir að einhver svari manni. Lenti samt í því að vera netlaus í næstum 3 vikur hjá þeim. En það kom daginn að bilunin var í símstöð hér á Akureyri og ég fékk mánuð frían, var ekki í bænum mestann part af þessum 3 vikum hvort sem er.
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Fim 16. Sep 2010 19:02
af intenz
Ljós = Hringiðan
vDSL = Síminn
ADSL = Síminn
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Fim 16. Sep 2010 19:20
af Viktor
Ég gafst upp á Tal(Hive) fyrir löngu síðan og skipti yfir til Símans, hef ekki séð eftir því ennþá.
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Fim 16. Sep 2010 19:30
af Glazier
Blackened skrifaði:ég hef bara mjög góða reynslu af TAL.. búinn að vera með adsl þar í rúmlega eitt og hálft ár og það hefur aldrei komið neitt uppá
Get allveg sagt þér það að ef það kemur eitthvað uppá.. þá tæki styttri tíma fyrir þig að skipta yfir í annað fyrirtæki heldur en að fá þá til að laga vandamálið
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Fim 16. Sep 2010 19:33
af maggikr
er hja Hringiðjuni með vdsl enn var hja tal er miklu ágnæðari með það hja hringiðjuni var alltaf svo mikið bull með reykningana hja tal
Re: Er hjá Símanum. Langar að skipta, en hvert er best að fara?
Sent: Fim 16. Sep 2010 20:13
af NiveaForMen
Vara við Tali, lenti ílla í þeim. Allt slæmt. Varúð.