Síða 1 af 1

Basl með að ná inf file til að virka fyrir þráðlaust netkort

Sent: Þri 24. Ágú 2010 14:36
af ManiO
Ég er er að reyna að setja upp þráðlausa netkortið í fartölvunni á Kubuntu (sótt í gær af síðunni þeirra, svo nýjasta). Allt gekk eins og í sögu fyrir utan það að þráðlausakortið kom ekki, sem við var að búast.

Nú er ég búinn að reyna að leita að hjálp að netinu og fann eitthvað forrit, Windows Wireless Drivers, sem þarf inf filea. Ég sótti driverana á heimasíðu framleiðandans og extractaði inf filenum úr exe filenum. En þegar ég vel inf fileinn í Kubuntu þá kemur rautt strik yfir driverinn á listanum og kemur incorrect driver eða e-ð álíka.

Einhver sem veit í fljótu bragði hvað sé málið?

Re: Basl með að ná inf file til að virka fyrir þráðlaust netkort

Sent: Þri 24. Ágú 2010 14:56
af Revenant
Hvað segir lspci og/eða lsusb varðandi netkortið?

Re: Basl með að ná inf file til að virka fyrir þráðlaust netkort

Sent: Þri 24. Ágú 2010 16:22
af ManiO
lspci gefur:

Broadcom Corporation Device 4727 (rev 01)

en lsusb gefur ekkert sem ég sá að tengist kortinu.

Edit: Fann þennan þráð, http://www.ubuntumini.com/2009/11/broad ... armic.html , tjékka það þegar að ég kemst í víraða tengingu á eftir.

Edit2: Virkaði.