Síða 1 af 1

Opna port fyrir uTorrent á Vodafone ljósi

Sent: Fim 19. Ágú 2010 02:39
af sjarmi1
Sælir

Getur einhver komið með lýsingu hvernig á að opna fyrir port til að uTorrent virki almennilega? Er nýkominn með ljós frá Vodafone og nota routerinn frá þeim Bewan.

Re: Opna port fyrir uTorrent á Vodafone ljósi

Sent: Fim 19. Ágú 2010 07:20
af Gúrú
Þessi router er á íslensku... gubb.

1. Slærð inn 192.168.1.1 í vafra (Internet explorer, Firefox, Chrome eða Opera t.d.)
2. Velur sérfræðihamur undir Vodafone merkinu efst
3. Setur inn notendanafn vodafone og lykilorð vodafone
4. Smellir á Beinir vinstra megin undir Beinir, ferð í NAT
5. Gerir nýja reglu
Boxin: 12341 - TCP+UDP - 12341 - IP talan sem tölvan er á, t.d. 192.168.1.33 (getur gáð hvaða IP tölu þú ert með á innra netinu með run->cmd->ipconfig /all - gáð hvað stendur hjá IPv4 Address

Smellir á bæta við þegar að þessu er lokið og velur portið 12341 (eða hvað sem þú valdir) í Options -> Preferences -> Connection og passar að hafa ekki Randomize port each start hakað.