Síða 1 af 1

uTorrent error - user mapped section open

Sent: Þri 17. Ágú 2010 16:28
af Hargo
Er að lenda í smá veseni með uTorrent (nýjasta version 2.0.3 build 20664) hjá mér. Fæ allt í einu þessa error á sumum download-um hjá mér. Er með download möppuna á C drifinu hjá mér. Er að keyra á Windows 7 (löglegt version).

Torrent error:
The requested operation cannot be performed on a file with a user-mapped section open.


Ef ég hægri klikka á torrentið í listanum og vel force start þá heldur það áfram í smá stund en svo kemur þetta error aftur. Ég get í raun klárað downloadið en ég þarf þá að gera þetta all nokkrum sinnum (fer eftir stærð fælsins) en mjög pirrandi að þurfa að vakta svona ákveðin torrent sem maður er að ná í.

Hefur einhver hérna lent í svipuðu dæmi? Spurning hvort ég prófi einhvern annan bit-torrent client...

Re: uTorrent error - user mapped section open

Sent: Þri 17. Ágú 2010 18:32
af dezeGno
Ég lenti í þessu um daginn, man ekki hvað ég gerði til að laga þetta, en ég var búin að prófa að google-a þetta og þar var bent á það að slökkva á indexing á downloads möppunni og skoða vírusvörnina.

Re: uTorrent error - user mapped section open

Sent: Þri 17. Ágú 2010 20:52
af Hargo
Búinn að taka indexing af download möppunni og prófaði einnig að disabla vírusvörnina og firewallinn.

No luck...

Re: uTorrent error - user mapped section open

Sent: Þri 17. Ágú 2010 21:42
af Hargo
Hugsanlega er þetta vandamál úr sögunni...

Fór í Device Manager, fann harða diskinn (SSD reyndar) og fór í Policies og tók hakið úr "Enable write caching on this device". So far so good allavega, torrentin malla án vandræða ennþá. Hafa aldrei gengið svona lengi undanfarið. Hinsvegar er held ég líka hægt að fara í Preferences í uTorrent og taka hakið úr write and read caching og þá fæst sama niðurstaða. Það er mun gáfulegra enda skítt að minnka disk performance á öllum disknum til að geta downloadað :)