Síða 1 af 1
Vantar álit á NAS
Sent: Mán 16. Ágú 2010 16:42
af einarhr
Bóðir minn er að byggja sér HTPC kerfi og er hann komin með Acer Aspire Revo til að byrja með og er hann að keyra XBMC á því. Hann er mikið að spá í að fá sér NAS fyrir allt efnið og langar mig að fá ykkar álit á þessum boxum.
Eru einhver Merki sem ber að varast osfv.
Er að leyta að NAS sem er lágmark fyrir 2 Sata diska og helst með Gigabyte neti.
Endilega komið með e-h uppástungur og þar sem ég bý í Svíþjóð og brósi í Köben þá þarf ég ekkert endilega linka í íslenskar síður.
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Mán 16. Ágú 2010 17:01
af AntiTrust
http://www.newegg.com/Product/Product.a ... 6822108041Synology er alveg soolid merki, og þessi týpa sem dæmi býður upp á fullt af flottum services sem er ekki endilega algengt í ódýrum NAS, t.d. :
- FTP
- DLNA (PS3/Xbox stream)
- iTunes Server support
- Internet Radio support
- Photo Station 3 support
- Torrent management
- Mail services
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Mán 16. Ágú 2010 17:10
af einarhr
Takk, skoða þetta.
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Þri 17. Ágú 2010 00:00
af natti
Var einmitt að spá í NAS um daginn, og eftir að hafa rætt við mér fróðari menn þá stóð valið á milli Synology og QNAP.
Ég myndi líklegast fara í QNAP,þegar ég kem til með að eyða pening í þetta...
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Þri 17. Ágú 2010 20:28
af slapi
http://www.synology.com/enu/products/DS410/index.phpEina eitt svona stykki og er mjög ánægður með gripinn.
Ýmislegt sem maður hefur verið að grúska með hann og alltaf staðið sig.
Toppurinn er líklegast Drobo , hef verið að skoða þær svolítið líka.
Held varla vatni yfir því. Frekar en mennirnir sem hafa verið að review-að þá.
http://www.drobo.com/
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Þri 17. Ágú 2010 21:52
af AntiTrust
Eins flott og Drobo er, er þetta svo viðbjóðslega dýrt.
600 Evrur fyrir 5diska NAS hýsingu fyrir utan diska? 130-140þúsund?
Það er bilun. Hægt að smíða fínan full size tower server með nokkrum diskum, sem býður upp á helvíti margt meira en NAS fyrir sama verð. Fyrir utan það að hann tæki líklega alltaf allt að tvöfalt fleiri diska en NASið.
Sé ekki kostina við NASið umfram valkost B.
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Þri 17. Ágú 2010 22:38
af akarnid
Hvað með
D-Link DNS-321?
Computer.is voru að selja þá á 29þús án diska. Eru með þetta venjulega sem svona 2 bay cheap NAS er með, plús FTP server, DLNA & iTunes servera, og ef þú ert ævintýrakall þá er hægt að skipta út embedded linuxnum fyrir moddað, þannig að þannig er hægt að nota græjuna sem hauslausan torrent client
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Mið 18. Ágú 2010 18:58
af einarhr
Takk fyrir góð svör félagar...
Brósi fann notað á netinu í Köben Drobo með 2x1.5tb diskum plús 2x1tb diskum sem gera 5tb á 3500 dkr og sagði ég honum að skella sér á pakkann ef allt væri með nótu, ss box og diskar. Ef allt er í ábyrgð þá myndi ég halda að það væri góður díll.
PS, hann var að spá í fá sér auka tölvu til að nota sem TV server en ég var að spá í þessum USB HD TV kortum hvort þau séu erfið í vinnslu. Hvernig virka svona HD TV kort? eru þau að nota mikið CPU eða GPU, ég hef enga reynslu af svona hlutum. Á ágætis tölvu og TV flakkara sem virkar vel á Skávarpanum hjá mér og ég hef lítil not fyirr TV kort og því enga reynslu af þeim.
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:03
af ponzer
afhverju notaru ekki bara gamla vél og hendir freenas á hana ?
Re: Vantar álit á NAS
Sent: Mið 18. Ágú 2010 19:34
af einarhr
ponzer skrifaði:afhverju notaru ekki bara gamla vél og hendir freenas á hana ?
Aðalega plássleysi og því var ég að spá í að sleppa við Server og hafa bara NAS og kanski skella einu USB HD Tv korti í vélina.