Síða 1 af 1

3g 2 tölvur

Sent: Þri 10. Ágú 2010 12:33
af sunna22
halló ég er með nova 3g netið.Og er að reyna teingja 2 fartölvur i nova mér var sagt að það værri hægt.En ég finn ekki hvernig ég á að gera þetta veit einhver um hjálpasiðu eða eithvað sem géttur hjálpað mér i þessu.Með fyrir fram þökk um skjótt svör

Re: 3g 2 tölvur

Sent: Þri 10. Ágú 2010 12:35
af AntiTrust
Hvað ertu að reyna nákvæmlega?

Tengja tvær tölvur saman með 3G eða nota einn 3G lykil til að deila neti yfir á tvær tölvur?

Re: 3g 2 tölvur

Sent: Þri 10. Ágú 2010 12:45
af sunna22
Ég er að reyna teingja báðar tölvurnar í nova punginn,Og ég er með netsnúru til að teingja tölvurnar saman.En ekkert gerist mér var sagt að þetta værri ekkert mál.En það er ekki að ganga hjá mér alveg dæmigert fyrir mig.

Re: 3g 2 tölvur

Sent: Þri 10. Ágú 2010 13:16
af AntiTrust
Þetta er ekkert sem gerist automatískt.

Í stuttu máli hugsa ég að þetta sé það sem þú þarft :

- Crossover kapal til að tengja tölvurnar saman
- Enable-a sharing á 3G nettengingunni
- Setja upp static IP tölur á báðum vélunum, nema APIPA dugi, ekki viss.

Líklega væri mikið einfaldara og tala nú ekki um þæginlegra að tengja vélarnar með AD HOC wireless neti á milli sín, og dreifa 3G netinu yfir þannig.

Re: 3g 2 tölvur

Sent: Þri 10. Ágú 2010 13:17
af division
Einfaldara að gera bridge connection held ég.

Re: 3g 2 tölvur

Sent: Þri 10. Ágú 2010 16:59
af sunna22
Ég er með svona netkapall.Sema báðar tölvurnar eru báðar teingdar.Er búin að reyna finna bluetooth driver á netinu.Til að hala niður en finn ekkert.Og ég er lika bín að reyna finna hjálpasíðu sem þetta er sýnt skref fyrir skref með myndum.En fann ekkert frekar en fyrri daginn. :shock:

Re: 3g 2 tölvur

Sent: Þri 10. Ágú 2010 19:10
af DoofuZ
Ég hef sjálfur tengt tölvu með netsnúru við aðra tölvu og deilt þannig netinu og ég þekki mjög vel allt vesenið sem maður getur lent í með það, sérstaklega ef maður reynir að fara eftir einhverjum svona "einföldum" leiðbeiningum á netinu :roll: Eftir mikla vinnu við að reyna að fara eftir svoleiðis leiðbeiningum þá fann ég einföldustu aðferðina:

1. Þú tengir báðar tölvurnar saman með netsnúrunni
2. Þú ferð annað hvort í Control Panel\Network and Internet\Network Connections (Windows 7) eða Network Connections (XP) á tölvunni sem er með punginn og velur þar saman LAN tenginguna (sem netsnúran er tengd í) og nettenginguna (punginn), síðan hægrismelliru á annað þeirra og velur Bridge Connections
3. Svo þarftu að setja sér ip-tölur á báðar tölvurnar, getur t.d. prófað að setja 192.168.1.1 á tölvuna með punginn og 192.168.1.2 á hina (ferð í properties á LAN tengingunum, velur Internet Protocol Version 4 eða bara Internet Protocol og smellir á Properties takkann). Ef Subnet mask kemur ekki sjálfkrafa þá á það að vera 255.255.255.0

Vonandi virkar þessi lausn ;)