Ég hef sjálfur tengt tölvu með netsnúru við aðra tölvu og deilt þannig netinu og ég þekki mjög vel allt vesenið sem maður getur lent í með það, sérstaklega ef maður reynir að fara eftir einhverjum svona "einföldum" leiðbeiningum á netinu
Eftir mikla vinnu við að reyna að fara eftir svoleiðis leiðbeiningum þá fann ég einföldustu aðferðina:
1. Þú tengir báðar tölvurnar saman með netsnúrunni
2. Þú ferð annað hvort í
Control Panel\Network and Internet\Network Connections (Windows 7) eða
Network Connections (XP) á tölvunni sem er með punginn og velur þar saman LAN tenginguna (sem netsnúran er tengd í) og nettenginguna (punginn), síðan hægrismelliru á annað þeirra og velur
Bridge Connections3. Svo þarftu að setja sér ip-tölur á báðar tölvurnar, getur t.d. prófað að setja 192.168.1.1 á tölvuna með punginn og 192.168.1.2 á hina (ferð í properties á LAN tengingunum, velur
Internet Protocol Version 4 eða bara
Internet Protocol og smellir á Properties takkann). Ef
Subnet mask kemur ekki sjálfkrafa þá á það að vera 255.255.255.0
Vonandi virkar þessi lausn