Síða 1 af 1

802.11n vs LAN í gegnum raflínur?

Sent: Þri 03. Ágú 2010 10:24
af Gilmore


Ég er að reyna að finna lausn á því að tengja netið almennilega. Ég er með Thomson router frá símanum sem styður 802.11n. Routerinn er staðsettur fram á gangi ca. í miðri íbúðinni og svo er ég með ADSL sjónvarp í einu herbergi, svo er borðvélin í öðru herbergi og svo er ég líka með fartölvu sem er nettengd annað slagið.

ADSL sjónvarpið er tengt með snúru í routerinn, en það er ekki möguleiki með borðvélina þannig að ég var annaðhvort að hugsa um að nota þráðlaust PCIe kort (802.11n) eða þá nota rafmagnsleiðslurnar: http://www.att.is/product_info.php?cPath=39_269&products_id=4884.

Ég er búinn að lesa talsvert um þetta, en get ekki komist að niðurstöðu hvort er betra. Ég hallast samt frekar að þessu Zyxel dæmi því ef ég nota þráðlausa á fartölvunni, þá er það að trufla borðvélina.

Re: 802.11n vs LAN í gegnum raflínur?

Sent: Þri 03. Ágú 2010 12:40
af wicket
Mjög misjafnt eftir húsum hversu vel PowerLine virkar en þegar það virkar að þá er þetta hrikalega nett.

Er með tvö pör (alls fjögur tæki) heima hjá mér og þau svínvirka. Góður hraði og aldrei neitt vesen.

Re: 802.11n vs LAN í gegnum raflínur?

Sent: Fim 05. Ágú 2010 15:52
af Gilmore
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að Powerline LAN er ekki eins hraðvirkt og LAN snúra beint í tölvuna, en samt mikið hraðvirkara en 802.11n.....sem sagt einhverstaðar mitt á milli.

En get ég tengt ADSL afruglara í þetta tæki þannig að það nái góðu sambandi? Ég hef ekki fundið neinar upplýsingar um það.

Re: 802.11n vs LAN í gegnum raflínur?

Sent: Fim 05. Ágú 2010 17:01
af wicket
Já ég er með IPTV frá Símanum í gegnum gamalt 85mbita PowerLine tengi, svínvirkar og hefur virkað í 3 ár. Aldrei neitt vesen, myndin pixlast ekki eða neitt slíkt.

Re: 802.11n vs LAN í gegnum raflínur?

Sent: Fim 05. Ágú 2010 20:02
af Gilmore
Takk fyrir upplýsingarnar......ég skelli mér á þetta. Tölvan beint í LAN og svo afruglararnir í rafmagnið. :)

Re: 802.11n vs LAN í gegnum raflínur?

Sent: Fös 06. Ágú 2010 16:12
af Gilmore
Ég keypti 3 stk af þessum HomePlug græjum: http://www.planet.com.tw/en/product/product_ov.php?id=489

Þetta svínvirkar, ég setti einn tengil við routerinn og annan við tölvuna og það virkaði strax, fékk 100Mbps samband og netið hraðvirkt og flott. Svo prófaði ég að tengja ADSL sjónvarpið frá Símanum og það virkaði líka án vandræða.

En ég er í vandræðum með að fá Internetið og sjónvarpið að virka samtímis. Ef ég er tengdur í Port 1 á routernum þá virkar bara Netið en ef ég er tengdur í Port 4 þá virkar bara sjónvarpið. Port 4 er stillt sérstaklega fyrir ADSL sjónvarp þannig að Netið virkar greinilega ekki á því porti.

Eina lausnin sem ég sé í þessu er að tengja tvo senda við routerinn, annan við Port 1 og hinn við Port 4. En gallinn við það er að það eru ekki nema 2 rafmagns innstungur þar sem routerinn er og það má víst ekki stinga þessum sendum í samband í fjöltengi, en þá verða truflanir á signalinu.

Það á að vera hægt að nota allt að 15 móttakara við 1 sendi, þannig að það er spurning hvort þetta sé eitthvað stillingaratriði??