andribolla skrifaði:Gullisig skrifaði:andribolla skrifaði:Ég var nú búin að benda á það hérna áður.
en maður setur ekki svona "sykurmola" á KAPAL af því að þeir eru gerðir fyrir SNÚNUR
þessir kaplar eru gerðir til þess að vera dregnir í rör eða lagðir á stiga og svo tengdir í Tengil.
Það má alveg setja "sykurmola" tengi á Cat 6 streng ,
Ég er nú ekki að bannað neinum að setja þessi tengi á kapla, það geta allir fúskað heima hjá sér eins og þeir vilja.
cat5/cat5e/cat6/whatever..."lagna"kaplar eru viðkvæmari og öðruvísi gerðir en snúrur sem eru ætlaðar sem patchsnúrur frá veggtengi og að tölvunni.
Venjulegu molarnir sem allir eru með eru ætlaðir fyrir patchsnúrurunar, ekki fyrir lagnakaplana.
Það er auðvitað hægt að setja mola á svona lagnakapal, en það eru meiri líkur á "lélegu" sambandi eða sambandsleysi eftir einhvern tíma.
Ástæðan er sú að ef þið skoðið venjulega patch-snúru, þá sjáið þið að hver vír er "fjölþáttungur", þ.e.a.s. hver vír í kaplinum er með marga koparþræði. En lagnakapall er iðulega bara með einn koparþráð í hverjum vír.
Þegar venjulegur moli er kraminn á patchsnúru, þá fer snerti-skinnan inn í miðjuna á vírnum og þrýstir ofan á og fer á milli koparþráðanna sem þar eru. (Mesta "contact").
Þegar samskonar moli er kraminn á lagnakapal, þá fer skinnan ekki lengur ofan á koparvírinn, heldur til hliðar við hann, og er því með minni snertingu við koparinn í vírnum, og mun viðkvæmari fyrir hnjaski.
Hægt er að sjá þetta í sumum tilfellum með því að horfa framan á mola sem eru festir á lagnakapal, og sumar skinnurnar virðast vera örlítið skakkar.
Það er eðli patchkapla að fólk er að taka þá úr sambandi, og setja í samband, rúlla upp, toga í, og vera með hnjask. Þessvegna henta lagnakaplar illa sem patchkaplar.
Mér er svosem sama hvað fólk fúskar með svona heima hjá sér, enda sér það sjálft um að laga þegar það kemur e-ð upp á. En þegar fólk heldur að það sé í góðu lagi að nota lagnakapla sem patchkapla á vinnustað, þá endar það oftar en ekki að netsambandið við e-ð virkar illa eða ekki, og þá þarf að eyða pening og tíma í tæknimann til að vandamálagreina vandamál sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir með því að nota réttan kapal.