Langar að kaupa netkapal í metravís en sé tvær gerðir hjá computer.is --->
http://www.computer.is/vorur/1869/
http://www.computer.is/vorur/6492/
Hver er munurinn og hvað ætti ég að kaupa?
Og hvar fæ ég tengi til að setja á kapalinn?
kv.
nonni
Netkapall í metravís
Re: Netkapall í metravís
Af hverju ekki bara kaupa kapal sem að er 50m og tilbúin í notkun án þess að þurfa að festa tengi á hann?
Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netkapall í metravís
Sá seinni er CAT6, sem er certified fyrir aukna bandvídd. CAT6 er yfirleitt notaður í gigabit netkerfum, þó að CAT5e dugi í raun oftast til þess.
Ef þú ert ekkert að hugsa um Gigabit, þá myndi ég bara taka CAT5e kapal (fyrri linkurinn).
CAT6 kapallinn er oft aðeins stífari og þykkari og því ekki eins meðfærilegur. Þar að auki er meira mál að klemma tengin á hann svo vel sé. Ég var t.d að lenda í því að klemma þetta stundum ekki nægilega vel og það varð til þess að ég náði bara 100mbit link í gegnum kapalinn. Maður þarf að vanda sig soldið meira og helst vera nokkuð vanur til að ná að gera almennilegan CAT6 kapal.
Ef þú ert ekkert að hugsa um Gigabit, þá myndi ég bara taka CAT5e kapal (fyrri linkurinn).
CAT6 kapallinn er oft aðeins stífari og þykkari og því ekki eins meðfærilegur. Þar að auki er meira mál að klemma tengin á hann svo vel sé. Ég var t.d að lenda í því að klemma þetta stundum ekki nægilega vel og það varð til þess að ég náði bara 100mbit link í gegnum kapalinn. Maður þarf að vanda sig soldið meira og helst vera nokkuð vanur til að ná að gera almennilegan CAT6 kapal.
-
Höfundur - Græningi
- Póstar: 45
- Skráði sig: Fim 29. Júl 2010 20:15
- Reputation: 0
- Staða: Ótengdur
Re: Netkapall í metravís
hagur skrifaði:Sá seinni er CAT6, sem er certified fyrir aukna bandvídd. CAT6 er yfirleitt notaður í gigabit netkerfum, þó að CAT5e dugi í raun oftast til þess.
Ef þú ert ekkert að hugsa um Gigabit, þá myndi ég bara taka CAT5e kapal (fyrri linkurinn).
CAT6 kapallinn er oft aðeins stífari og þykkari og því ekki eins meðfærilegur. Þar að auki er meira mál að klemma tengin á hann svo vel sé. Ég var t.d að lenda í því að klemma þetta stundum ekki nægilega vel og það varð til þess að ég náði bara 100mbit link í gegnum kapalinn. Maður þarf að vanda sig soldið meira og helst vera nokkuð vanur til að ná að gera almennilegan CAT6 kapal.
takk fyrir info, en hvar færðu tengin, fylgja þau með þegar þú kaupir kapalinn?
-
- Besserwisser
- Póstar: 3120
- Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
- Reputation: 454
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netkapall í metravís
Neibb, þú þarft að kaupa þau sér.
http://www.computer.is/vorur/1853/
Þessi tengi eru góð, virka bæði fyrir CAT6 og CAT5e.
Svo þarftu líka sérstaka töng til að klemma tengin á kapalinn, t.d þessa: http://www.computer.is/vorur/2704/
http://www.computer.is/vorur/1853/
Þessi tengi eru góð, virka bæði fyrir CAT6 og CAT5e.
Svo þarftu líka sérstaka töng til að klemma tengin á kapalinn, t.d þessa: http://www.computer.is/vorur/2704/
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netkapall í metravís
ég myndi þræða cat6 ef þú ert að fara að þræða þetta á annað borð.
Þótt þú sért ekkert endilega með gigabit endabúnað núna, þá er þetta tilbúið fyrir framtíðina.
Þótt þú sért ekkert endilega með gigabit endabúnað núna, þá er þetta tilbúið fyrir framtíðina.
Re: Netkapall í metravís
Cat5e ræður alveg við gigabit.
Getur líka farið í byggingavöruverslanir og keypt þetta af rúllum þar.
Getur líka farið í byggingavöruverslanir og keypt þetta af rúllum þar.
Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1544
- Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
- Reputation: 17
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Netkapall í metravís
Ég var nú búin að benda á það hérna áður.
en maður setur ekki svona "sykurmola" á KAPAL af því að þeir eru gerðir fyrir SNÚNUR
þessir kaplar eru gerðir til þess að vera dregnir í rör eða lagðir á stiga og svo tengdir í Tengil.
cat6 eru mjög vandmeðfarnir og missa mjög öðveldlega þennan 1000staðal ef ekki er farið rétt að.
ekki má tosa of fast í hann, stíga á hann eða begjan í of krappa begju. og passa þarf sérstaklega upp á snúninginn á pörunum þegar tengt er.
en maður setur ekki svona "sykurmola" á KAPAL af því að þeir eru gerðir fyrir SNÚNUR
þessir kaplar eru gerðir til þess að vera dregnir í rör eða lagðir á stiga og svo tengdir í Tengil.
cat6 eru mjög vandmeðfarnir og missa mjög öðveldlega þennan 1000staðal ef ekki er farið rétt að.
ekki má tosa of fast í hann, stíga á hann eða begjan í of krappa begju. og passa þarf sérstaklega upp á snúninginn á pörunum þegar tengt er.
Re: Netkapall í metravís
andribolla skrifaði:Ég var nú búin að benda á það hérna áður.
en maður setur ekki svona "sykurmola" á KAPAL af því að þeir eru gerðir fyrir SNÚNUR
þessir kaplar eru gerðir til þess að vera dregnir í rör eða lagðir á stiga og svo tengdir í Tengil.
cat6 eru mjög vandmeðfarnir og missa mjög öðveldlega þennan 1000staðal ef ekki er farið rétt að.
ekki má tosa of fast í hann, stíga á hann eða begjan í of krappa begju. og passa þarf sérstaklega upp á snúninginn á pörunum þegar tengt er.
Það má alveg setja "sykurmola" tengi á Cat 6 streng , bæði cat5e og cat6 má ekki brjóta né hafa of miklar beygjur á til að forðast tap.
Segi ég nú að Cat6 sé sterkari en cat5 því að hann er bæði meira vafin og er þykkari kopar plús að það er kjarni í honum sem skilur að litina, svo að það má alveg toga vel í hann.
Og svo til að bæta við hefur oft verið sagt að ekki megi leggja Cat5 eða Cat6 með rafmagni og var það samkvæmt reglugerð, en núna má draga allar smáspennulagnir í lágspennu ,,, bara svona FYI svo ef þú þarft að koma streng horna á milli í húsi þá er gott að geta falið alla víra þannig.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1544
- Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
- Reputation: 17
- Staðsetning: Akureyri
- Staða: Ótengdur
Re: Netkapall í metravís
Gullisig skrifaði:andribolla skrifaði:Ég var nú búin að benda á það hérna áður.
en maður setur ekki svona "sykurmola" á KAPAL af því að þeir eru gerðir fyrir SNÚNUR
þessir kaplar eru gerðir til þess að vera dregnir í rör eða lagðir á stiga og svo tengdir í Tengil.
cat6 eru mjög vandmeðfarnir og missa mjög öðveldlega þennan 1000staðal ef ekki er farið rétt að.
ekki má tosa of fast í hann, stíga á hann eða begjan í of krappa begju. og passa þarf sérstaklega upp á snúninginn á pörunum þegar tengt er.
Það má alveg setja "sykurmola" tengi á Cat 6 streng , bæði cat5e og cat6 má ekki brjóta né hafa of miklar beygjur á til að forðast tap.
Segi ég nú að Cat6 sé sterkari en cat5 því að hann er bæði meira vafin og er þykkari kopar plús að það er kjarni í honum sem skilur að litina, svo að það má alveg toga vel í hann.
Og svo til að bæta við hefur oft verið sagt að ekki megi leggja Cat5 eða Cat6 með rafmagni og var það samkvæmt reglugerð, en núna má draga allar smáspennulagnir í lágspennu ,,, bara svona FYI svo ef þú þarft að koma streng horna á milli í húsi þá er gott að geta falið alla víra þannig.
Ég er nú ekki að bannað neinum að setja þessi tengi á kapla, það geta allir fúskað heima hjá sér eins og þeir vilja.
Cat6 er EKKI sterkari en cat5, þeir eru báðir með sama yfirborðsflatarmál 0,8q ef þú lest það sem stendur í liknunum þarna þá sérðu það.
hann er vafin öðruvísi upp á hærri tíðni í kaplinum, plast krossin sem er í miðjuni er til þess að minka crostalk á milli para
og það er BANNAÐ að toga í hann, því ef þú tosar í hann, eiðinlegguru eiginleika strengsins.
"oft verið sagt að ekki megi leggja Cat5 eða Cat6 með rafmagni" ég veit ekki betur en tölvusamskifti séu líka rafmagn. en það flokkast undir smáspennulagnir.
en það er já talað um það í reglugerðini að Smáspennu lagnir skulu vera aðskildir eins og hægt sé frá lágspennu og háspennulögnum.
en það er alveg klárt mál að 240v lagnir geta haft áhrif á flutningsgetu samskiftakapla þannig að draga þá saman i rör er bara fúsk.
-
- Tölvutryllir
- Póstar: 663
- Skráði sig: Fös 10. Jan 2003 09:59
- Reputation: 61
- Staðsetning: 107
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: Netkapall í metravís
andribolla skrifaði:Gullisig skrifaði:andribolla skrifaði:Ég var nú búin að benda á það hérna áður.
en maður setur ekki svona "sykurmola" á KAPAL af því að þeir eru gerðir fyrir SNÚNUR
þessir kaplar eru gerðir til þess að vera dregnir í rör eða lagðir á stiga og svo tengdir í Tengil.
Það má alveg setja "sykurmola" tengi á Cat 6 streng ,
Ég er nú ekki að bannað neinum að setja þessi tengi á kapla, það geta allir fúskað heima hjá sér eins og þeir vilja.
cat5/cat5e/cat6/whatever..."lagna"kaplar eru viðkvæmari og öðruvísi gerðir en snúrur sem eru ætlaðar sem patchsnúrur frá veggtengi og að tölvunni.
Venjulegu molarnir sem allir eru með eru ætlaðir fyrir patchsnúrurunar, ekki fyrir lagnakaplana.
Það er auðvitað hægt að setja mola á svona lagnakapal, en það eru meiri líkur á "lélegu" sambandi eða sambandsleysi eftir einhvern tíma.
Ástæðan er sú að ef þið skoðið venjulega patch-snúru, þá sjáið þið að hver vír er "fjölþáttungur", þ.e.a.s. hver vír í kaplinum er með marga koparþræði. En lagnakapall er iðulega bara með einn koparþráð í hverjum vír.
Þegar venjulegur moli er kraminn á patchsnúru, þá fer snerti-skinnan inn í miðjuna á vírnum og þrýstir ofan á og fer á milli koparþráðanna sem þar eru. (Mesta "contact").
Þegar samskonar moli er kraminn á lagnakapal, þá fer skinnan ekki lengur ofan á koparvírinn, heldur til hliðar við hann, og er því með minni snertingu við koparinn í vírnum, og mun viðkvæmari fyrir hnjaski.
Hægt er að sjá þetta í sumum tilfellum með því að horfa framan á mola sem eru festir á lagnakapal, og sumar skinnurnar virðast vera örlítið skakkar.
Það er eðli patchkapla að fólk er að taka þá úr sambandi, og setja í samband, rúlla upp, toga í, og vera með hnjask. Þessvegna henta lagnakaplar illa sem patchkaplar.
Mér er svosem sama hvað fólk fúskar með svona heima hjá sér, enda sér það sjálft um að laga þegar það kemur e-ð upp á. En þegar fólk heldur að það sé í góðu lagi að nota lagnakapla sem patchkapla á vinnustað, þá endar það oftar en ekki að netsambandið við e-ð virkar illa eða ekki, og þá þarf að eyða pening og tíma í tæknimann til að vandamálagreina vandamál sem auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir með því að nota réttan kapal.
Mkay.