Nafnabreyting á mörgum myndum í einu
Sent: Fim 22. Júl 2010 09:23
Sælir
Ég hélt og vonaði að það kæmi aldrei sá dagur að ég þyrfti að líta hérna inn aftur en því miður er ég að vinna með tölvu í vinnunni sem er með XP og er í smá veseni.
Þannig er að ég er að vinna við það að skanna inn loftmyndir og nota til þess forrit sem heitir UltraScan. Til þess að gera vinnuna auðveldari og fljótlegri þá er hægt að setja upp svona project þannig að skanninn telur myndirnar sem þarf að skanna og númerar eins og honum er sagt að gera (er kannski að skanna myndir frá 3372-3592) og forritið nefnir þá loftmyndirnar automatískt. En það kemur fyrir að stundum nemur skanninn ekki eina loftmynd (skanninn nemur hornamerki sem maður tilgreinir við fyrstu mynd og eiga að vera eins alla filmuna) og þá fer talningin í rugl og maður kemur kannski í vinnuna daginn eftir og þá eru allt í einu 60+ merktar númeri of hátt (mynd 3420 merkt sem 3419 o.s.frv.). Ef maður ætlar að leiðrétta þetta að þá tekur það óralangan tíma því að 3 eintök eru gerð af myndunum + textaskrá fyrir hverja þeirra og það eru núna um 70 myndir vitlaust merktar.
Er einhver leið til þess að lagfæra þetta í command prompt eða vitiði um eitthvað forrit sem getur gert þetta?
Ég hélt og vonaði að það kæmi aldrei sá dagur að ég þyrfti að líta hérna inn aftur en því miður er ég að vinna með tölvu í vinnunni sem er með XP og er í smá veseni.
Þannig er að ég er að vinna við það að skanna inn loftmyndir og nota til þess forrit sem heitir UltraScan. Til þess að gera vinnuna auðveldari og fljótlegri þá er hægt að setja upp svona project þannig að skanninn telur myndirnar sem þarf að skanna og númerar eins og honum er sagt að gera (er kannski að skanna myndir frá 3372-3592) og forritið nefnir þá loftmyndirnar automatískt. En það kemur fyrir að stundum nemur skanninn ekki eina loftmynd (skanninn nemur hornamerki sem maður tilgreinir við fyrstu mynd og eiga að vera eins alla filmuna) og þá fer talningin í rugl og maður kemur kannski í vinnuna daginn eftir og þá eru allt í einu 60+ merktar númeri of hátt (mynd 3420 merkt sem 3419 o.s.frv.). Ef maður ætlar að leiðrétta þetta að þá tekur það óralangan tíma því að 3 eintök eru gerð af myndunum + textaskrá fyrir hverja þeirra og það eru núna um 70 myndir vitlaust merktar.
Er einhver leið til þess að lagfæra þetta í command prompt eða vitiði um eitthvað forrit sem getur gert þetta?