Síða 1 af 1

Simnet ADSL

Sent: Þri 04. Feb 2003 20:40
af DippeR
Hérna sit ég fyrir framan tölvuna.. orðinn heeeeldur sérstaklega mjög pirraður á Simnet aDSL tengingunni minni.

Það er nefnilega ekki neinn netleikur, sem ég virðist geta spilað lagglaust. Ég hef prófað alla mögulega leiki, og allskyns stillingar í þeim flestum. Ég hef spilað BF1942, Q3, TFC, NS, DoD, UT en mest af öllu, CS og UT2k3.

Svo virðist sem að tengingin mín höndli ekki álagið, ég hef prófað margskyns packetrate/netspeed og allt meðfylgjandi, en ekkert virðist ganga. Ég hélt nú fyrir stuttu að vandamálið lægi í því að ég þyrfti einfaldlega að formatta. En núna seinustu helgi spilaði ég á Íslandssíma tengingu hjá einum vini mínum, fullkomlga lagglaust! (fyrir utan að UK uplinkurinn hjá Íslandssíma virtist vera eitthvað að klikka) En innanlands, fékk ég ekki einu sinni 1% loss! miðað við þvílík stökk hjá simneti, þá oft alveg upp í 50% eða meira, sem skiljanlega er óspilanlegt.

Sjálfur er ég búsettur í Kópavogi, og renni ég grun í að vandamálið liggí í símstöðinni hér í bæ, en eitt er víst að þjónustuverið hjá Simneti á eftir að fá nokk reiðilegt samtal sem einkennist af spurningum og pirringi í bráð.

En það sem ég var aðallega að velta fyrir mér, hefur einhver notandi hjá Simneti annar en ég orðið var við svona MIKIÐ loss? Ég veit nú að þeir hafa átt í erfiðleikum með ADSL kerfið allt frá því að cantat3 byrjaði að fúnkera illa. En að kerfið laggi svona mikið INNANLANDS, já innanlands! Ég spila netleiki aðeins hér á landi, þá oft á Simnet serverum. Sem er a vísu svolítið kaldhæðið þarsem þeir eru að veita þjónustu með því að hosta servera fyrri netleiki sem þeirra eigið kerfi laggar á :roll:

Og nei, ég er ekki í "testinu" svokallaða. Ég ætlaði að skrá mig en á þeim tíma supportuðu þeir ekki routera, og enginn gat hjálpað neitt né gefið mér neinar uplýsingar um hvenær routerar fúnkeruðu með "testinu".

Þetta test á víst að leysa einhver vandamál og leyfa þeim hjá Simneti að framkvæma tilraunir, en ef ég sé ekki neinar breytingar þegar þetta test er yfirstaðið.. Er það víst að ég beini viðskiptum mínum annað (eða amk. reyni þarsem ég borga ekki fyrir tenginguna heldur hann faðir minn)

Sent: Þri 04. Feb 2003 21:07
af Voffinn
Ég er að díla við sama vandamál og þú nema með mi.is, er bakvið router...óvenjumikið lagg á íslenskum cs serverum, undanfarna daga hef ég verið að lagga 150+ ... fyrir alla sem vita eitthvað um cs, þá vita þeir að það er ÓSPILANDI....vinur minn er á 56kb, hann er að lagga 170-200, ég er að adsl512, og er að lagga 150+, mér er bara alveg skít sama þótt að ég sé bakvid einhvern cheap router,´ ÉG ÆTLA EKKI AÐ LÁTA BJÓÐA MÉR ÞETTA LENGUR!!!. samt fer þetta alltaf eftir ýmsu, stundum þá hefuru þetta bara verið ágætt, svona 50-60 í lagg, sem er samt btw mikið fyrir 512....en mar reynir að sætta sig við það...en þegar það er komið yfir #"%/"#$(" 100.... 100+ = Óspilandi.

Sent: Þri 04. Feb 2003 23:05
af kemiztry
Allir sem tengjast gegnum BBRAS kerfi Landssímans fá þetta lagg... Nema þú sért með G.SHDSL frá L$. Málið er að Landssíminn veit ekkert hvað er í gangi hjá þeim og ætla þeir, að mér skilst, að halda fund um þetta bráðum og ræða einhverjar lausnir á þessu LEIÐINDA vandamáli.
En eins og Dipper sagði þá er Íslandssími að standa sig feikivel með ADSLið sitt og hef ég sjálfur orðið vitni að því. Prófaði einmitt Íslandssíma-tengingu seinustu helgi og viti menn lagg-laust. Maður gat headshottað mann og annann á þeirri tengingu en slíkt er náttlega vita vonlaust hjá L$ :x

Ég mæli eindregið með að allir on-line spilarar flytji sig yfir til Íslandssíma ef þeir vilja gott ping því svo virðist að L$ ætli ekki að gera neitt fyrir viðskiptavini sína :(

Sent: Mið 05. Feb 2003 07:24
af MezzUp
hm.... ég er með ADSL256 hjá Símnet og það er að fúnkera fínt hjá mér.......
En ég hef líka alltaf verið "sérstakur" :)

Sent: Mið 05. Feb 2003 08:18
af GuðjónR
Ég er búinn að vera með (256) (512) (1536) tengingar hjá Landssímanum og ALLTAF verið með loss/choke/lagg í counter-strike.
Það er kannski spurning um prófa Íslandssíma? ADSL kostar svipað á báðum stöðum.

Sent: Mið 05. Feb 2003 10:10
af Atlinn
Ég er mað 256k ADSL hjá fyrrum Halló Heimsnet, núna Íslandssími held ég, ég er ekkert að lagga og er ekki með neitt loss/choke eftir að ég fékk cfg file hjá vini mínum, testaðu að setja cl_updaterate í svona 110 og cl_cmdrate í 110

Sent: Mið 05. Feb 2003 10:42
af Amything
Ég er mjög ánægður með tenginguna mína hjá íslandssíma. Hins vegar er rukkunarferlið hjá þeim alvarlega skemmt. En það er alveg þess virði að bitchast í þeim við og við fyrst maður fær rock solid tengingu :)

Sent: Mið 05. Feb 2003 18:14
af kemiztry
cl_cmdrate og cl_updaterate í svona háum tölum skapar laggið og er ekki ætlað nema maður sé að fá mjög gott ping s.s. á Lani eða á alvöru tenging og er ADSL ekki alvöru :P

Sent: Mið 05. Feb 2003 20:51
af Voffinn
Atlinn skrifaði:....eftir að ég fékk cfg file hjá vini mínum,

Eins og vinur minn komst svo vel að orði, "Þú ert ekki orðinn owner fyrr en þú getur ownað með Default cfg." :lol:

Sent: Fim 06. Feb 2003 00:32
af MezzUp
Ég hata default cfg. Ég nota "E" til þess að labba áfram................
Annars er ég með config sem að Murk-zeuz gerði :) *stolt*

Sent: Fim 06. Feb 2003 12:02
af Castrate
ég er með simnet adsl 256. Og allt fínt að frétta héðan frá lagga ekkert. og ekker pl sem ég tek eftir. :?

Sent: Fös 07. Feb 2003 12:52
af Atlinn
kemiztry skrifaði:cl_cmdrate og cl_updaterate í svona háum tölum skapar laggið og er ekki ætlað nema maður sé að fá mjög gott ping s.s. á Lani eða á alvöru tenging og er ADSL ekki alvöru :P


Eftir að ég breytti þessu hjá mér þá lagaðist pingið hjá mér Chocke minkaði og ms og loss hætti að koma, þá ertu örugglega að nota net_graph 3 eða eitthvað

ADSL Lagg.

Sent: Mið 12. Feb 2003 13:42
af emmi
Ég er með þessa testtengingu hjá Simanum og líka með router og þetta virkar fínt. :D

Sent: Mið 12. Feb 2003 16:56
af MezzUp
amms, ég gleymdi að taka það fram að ég er með þessa testtengingu
Ég var að prufa CS eftir langa bið í gær og var með 17 (256k muniði) í ping. Reyndar á Símnet-D.........

Sent: Fim 13. Feb 2003 14:40
af Merlin
MezzUp skrifaði:amms, ég gleymdi að taka það fram að ég er með þessa testtengingu
Ég var að prufa CS eftir langa bið í gær og var með 17 (256k muniði) í ping. Reyndar á Símnet-D.........


Þið farið ekki gegnum þennan overloadað BBRAS þegar þið eruð á þessari "testtengingu Símnet" en ég þekki af eigin raun að þetta er í fínu lagi þar.

Ég hef einnig prufað 5 internetaðganga heima hjá mér og þeir lagga allir frekar svipað í online leikjum. Response tíminn vaggar frá 50-250 þannig að það er frekar vonlaust að taka í gikinn og giska svo hvenær kúlan fer úr byssunni.

Ef Landssíminn getur ekki lagað þetta eða reynt í það minnsta að bæta notendum sínum þetta þá styð ég hiklaust að færa sig yfir til þeirra sem ekki eru búnir að sprengja utan af sér ADSL kerfið.

L$ alveg dáinn.

Sent: Mán 17. Mar 2003 00:34
af noline
Ég er í kópavogi og VAR með adsl 512, en ég gafst alveg uppá því, packet loss, hár ping tími í öllum leikjum eins og CS og BF. Ég hins vegar prófaði raflínuna hjá orkuveitunni og pingið er svona örlítið en ekkert packetloss og 2 Mb hraði oftast, þannig að þeir mega eiga það. Þó svo að ég hafi krítiserað að internet í rafmagni myndi aldrei virka við eitthvern hér á spjallinu, þá ét ég það hér með ofan í mig og þakka viðkomandi fyrir að hafa bent mér á það :-) 3900 kall í heildina á mánuði fyrir spilahæfa tengingu er djö. gott að mínu mati.

Sent: Mán 17. Mar 2003 13:11
af MezzUp
Þrjú og níu á mánuði? Hvað er það þá hratt og á hvað er það í utanlands d/l :?: :?: