Síða 1 af 1

Spurning um ljósleiðara

Sent: Fös 02. Júl 2010 02:05
af Krissinn
Veit einhver hvort það sé kominn ljósleiðari í Austurberg 2,111 Rvk? Og er komið box í allar íbúðirnar? Og er ekki hægt að vera hjá Tal? Svo var eitt annað, hvernig tengir maður IP TV? Beint í boxið? Verð með 2 myndlykla, er gert ráð fyrir 2 á boxinu sjálfu eða tengir maður bara í routerinn? Er með 2 núna á koparlínu og er hjá Símanum. Þá er bara port 3 og 4 fyrir lyklana.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Fös 02. Júl 2010 02:12
af ManiO

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Fös 02. Júl 2010 03:39
af Krissinn
Takk :) en er ekki hægt að vera með IP TV á ljósleiðara frá Tal?

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Fös 02. Júl 2010 08:28
af Halli25
krissi24 skrifaði:Takk :) en er ekki hægt að vera með IP TV á ljósleiðara frá Tal?

ég er með IP TV á ljósleiðara frá Tal
http://tal.is/index.aspx?GroupId=807
http://tal.is/index.aspx?GroupId=791

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Fös 02. Júl 2010 15:03
af hagur
krissi24 skrifaði:Veit einhver hvort það sé kominn ljósleiðari í Austurberg 2,111 Rvk? Og er komið box í allar íbúðirnar? Og er ekki hægt að vera hjá Tal? Svo var eitt annað, hvernig tengir maður IP TV? Beint í boxið? Verð með 2 myndlykla, er gert ráð fyrir 2 á boxinu sjálfu eða tengir maður bara í routerinn? Er með 2 núna á koparlínu og er hjá Símanum. Þá er bara port 3 og 4 fyrir lyklana.


Það er ekki sett box upp í íbúðir fyrr en íbúar óska eftir þjónustunni. Líklega er bara box í kjallaranum, svo ef þú óskar eftir að fá ljós inn til þín, þá er settur leiðari upp í þína íbúð og endabúnaður settur upp hjá þér.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Fös 02. Júl 2010 19:14
af Hargo
krissi24 skrifaði:Veit einhver hvort það sé kominn ljósleiðari í Austurberg 2,111 Rvk? Og er komið box í allar íbúðirnar? Og er ekki hægt að vera hjá Tal? Svo var eitt annað, hvernig tengir maður IP TV? Beint í boxið? Verð með 2 myndlykla, er gert ráð fyrir 2 á boxinu sjálfu eða tengir maður bara í routerinn? Er með 2 núna á koparlínu og er hjá Símanum. Þá er bara port 3 og 4 fyrir lyklana.


Hérna sérðu hvernig þetta er tengt.

http://www.gagnaveita.is/Heimili/TengingLjosleidarans/Innanhusslagnir/

Ef þú ætlar að vera með tvo myndlykla þá tengjast þeir beint í netaðgangstækið (Telsey boxið) en ekki í routerinn eins og ADSL sjónvarp Símans. Þú þarft samt að hafa switch á milli þar sem einungis er hægt að tengja einn myndlykil beint við telsey boxið.

Ef Austurberg er fjölbýli þá þarftu að óska eftir því að Gagnaveitan komi og tengi þig við inntakskassann og láti þig fá telsey box. Þeir græja einnig allar snúrur úr telsey boxinu í sjónvarpið ef það er langt frá. Gerðu það a.m.k. hjá mér, þræddu þetta meðfram loftinu og listunum í sjónvarpið, ég var mjög sáttur við að sleppa við að brasa við þetta sjálfur.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Fös 02. Júl 2010 21:49
af coldone
@ Hargo. Er þetta rétt hjá þér að ekki sé hægt að hafa tvo myndlykla tengt við boxið? Ég sé að þú talar um Adsl sjónvarp símans og kannast ég ekkert við dæmið hjá þeim, en ef þú ert með myndlykla frá vodafone þá er hægt að vera með tvo lykla tengda. Einnig getur verið að þú sért með gömlu tegundina af boxi og þar var einungis hægt að tengja einn myndlykil við.

Br. Ég er með tvo myndlykla frá vodafone tengda við mitt telseybox.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Fös 02. Júl 2010 22:02
af Hargo
coldone skrifaði:@ Hargo. Er þetta rétt hjá þér að ekki sé hægt að hafa tvo myndlykla tengt við boxið? Ég sé að þú talar um Adsl sjónvarp símans og kannast ég ekkert við dæmið hjá þeim, en ef þú ert með myndlykla frá vodafone þá er hægt að vera með tvo lykla tengda. Einnig getur verið að þú sért með gömlu tegundina af boxi og þar var einungis hægt að tengja einn myndlykil við.



Þetta stendur á heimasíðu Gagnaveitunnar:
Hægt er að tengja einn myndlykil beint við netaðgangstækið. Ath: einn myndlykil þarf fyrir hvert sjónvarp.
Ef tengja á fleiri en eitt sjónvarp þá þarf að tengja skipti (switch) við netaðgangstækið og tengja svo einn myndlykil fyrir hvert sjónvarp við skiptinn.

Bara svo það sé á hreinu þá er netaðgangstæki ekki það sama og router. Netaðgangstæki er telsey boxið sem er sett upp í íbúðinni af Gagnaveitunni sem routerinn tengist svo einnig í.

Einnig nánari útskýring á netaðgangstækinu:
Netaðgangstæki
Frá inntakskassa er lagður ljósleiðari að netaðgangstæki. Netaðgangstæki er endabúnaður á ljósleiðarann sem kemur þér í samband við Internet, síma og sjónvarp. Á tækinu eru tvö RJ11 tengi fyrir venjuleg símtæki og þrjú RJ45 tengi (tvö fyrir tölvu og eitt fyrir myndlykil). Ef tengja á fleiri en eitt tæki sömu tegundar við netaðgangstækið, t.a.m. tvo myndlykla, þá þarf skipti þar á milli.


Ekkert mál að vera með fleiri en einn myndlykil, þarft bara að hafa skipti (switch) til að tengja myndlyklina í og svo tengist switchinn í telsey boxið.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 01:51
af benson
Já það er mjög líklega kominn ljósleiðari í Austurberg 2. Kannaðu það á síðu gagnaveitunnar.

Það er hægt að panta netþjónustu frá Tal, Vodafone, Hringiðunni.

Þú færð IPTV frá Vodafone og á nýjustu telsey boxunum eru 2 port fyrir sjónvarpsþjónustu. Þannig að þú þarft ekki switch. Ef þú ætlar að fá þér þriðja myndlykilinn þá þarftu switch.

Á gömlu telsey boxunum var bara eitt port fyrir IPTV en þeir eru hættir að setja gömlu boxin upp.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 03:26
af Krissinn
Okey, fékk lykilinn af íbúðinni í dag og það var ekkert box komið en það var búið að gera gat þarna hjá kopardósinni og það stendur að það sé kominn ljósleiðari í blokkina. Hvað kostar að fá mann til að tengja upp til manns og grægja þetta þar?

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 05:44
af g0tlife
hata hvað þessi ljósleiðari er lengi að koma. Það er einhver staðar 1 maður með skóflu að sjá um þetta

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 09:33
af Hargo
krissi24 skrifaði:Okey, fékk lykilinn af íbúðinni í dag og það var ekkert box komið en það var búið að gera gat þarna hjá kopardósinni og það stendur að það sé kominn ljósleiðari í blokkina. Hvað kostar að fá mann til að tengja upp til manns og grægja þetta þar?


Held það sé frítt, svo borgarðu bara mánaðarlegt gjald til Gagnaveitunnar. Ættir bara að athuga málið, þjónustuverið hjá þeim er held ég opið allan sólarhringinn.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 10:46
af Gullisig
benson skrifaði:Já það er mjög líklega kominn ljósleiðari í Austurberg 2. Kannaðu það á síðu gagnaveitunnar.

Það er hægt að panta netþjónustu frá Tal, Vodafone, Hringiðunni.

Þú færð IPTV frá Vodafone og á nýjustu telsey boxunum eru 2 port fyrir sjónvarpsþjónustu. Þannig að þú þarft ekki switch. Ef þú ætlar að fá þér þriðja myndlykilinn þá þarftu switch.

Á gömlu telsey boxunum var bara eitt port fyrir IPTV en þeir eru hættir að setja gömlu boxin upp.



Hvar færð þú þær upplýsingar að þeir séu hættir að nota telsey með 1 tv porti

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 15:44
af benson
Gullisig skrifaði:
benson skrifaði:Já það er mjög líklega kominn ljósleiðari í Austurberg 2. Kannaðu það á síðu gagnaveitunnar.

Það er hægt að panta netþjónustu frá Tal, Vodafone, Hringiðunni.

Þú færð IPTV frá Vodafone og á nýjustu telsey boxunum eru 2 port fyrir sjónvarpsþjónustu. Þannig að þú þarft ekki switch. Ef þú ætlar að fá þér þriðja myndlykilinn þá þarftu switch.

Á gömlu telsey boxunum var bara eitt port fyrir IPTV en þeir eru hættir að setja gömlu boxin upp.



Hvar færð þú þær upplýsingar að þeir séu hættir að nota telsey með 1 tv porti


Ég vinn við að virkja þjónustu og setja upp endabúnað við ljósleiðara.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 17:20
af Krissinn
benson skrifaði:
Gullisig skrifaði:
benson skrifaði:Já það er mjög líklega kominn ljósleiðari í Austurberg 2. Kannaðu það á síðu gagnaveitunnar.

Það er hægt að panta netþjónustu frá Tal, Vodafone, Hringiðunni.

Þú færð IPTV frá Vodafone og á nýjustu telsey boxunum eru 2 port fyrir sjónvarpsþjónustu. Þannig að þú þarft ekki switch. Ef þú ætlar að fá þér þriðja myndlykilinn þá þarftu switch.

Á gömlu telsey boxunum var bara eitt port fyrir IPTV en þeir eru hættir að setja gömlu boxin upp.



Hvar færð þú þær upplýsingar að þeir séu hættir að nota telsey með 1 tv porti


Ég vinn við að virkja þjónustu og setja upp endabúnað við ljósleiðara.


Kostar eitthvað að fá þetta uppí íbúð fyrst það er komið inntaksbox niðri?

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 17:40
af Gullisig
benson skrifaði:
Gullisig skrifaði:
benson skrifaði:Já það er mjög líklega kominn ljósleiðari í Austurberg 2. Kannaðu það á síðu gagnaveitunnar.

Það er hægt að panta netþjónustu frá Tal, Vodafone, Hringiðunni.

Þú færð IPTV frá Vodafone og á nýjustu telsey boxunum eru 2 port fyrir sjónvarpsþjónustu. Þannig að þú þarft ekki switch. Ef þú ætlar að fá þér þriðja myndlykilinn þá þarftu switch.

Á gömlu telsey boxunum var bara eitt port fyrir IPTV en þeir eru hættir að setja gömlu boxin upp.



Hvar færð þú þær upplýsingar að þeir séu hættir að nota telsey með 1 tv porti


Ég vinn við að virkja þjónustu og setja upp endabúnað við ljósleiðara.



Ok sama hér.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 17:41
af Gullisig
krissi24 skrifaði:
benson skrifaði:
Gullisig skrifaði:
benson skrifaði:Já það er mjög líklega kominn ljósleiðari í Austurberg 2. Kannaðu það á síðu gagnaveitunnar.

Það er hægt að panta netþjónustu frá Tal, Vodafone, Hringiðunni.

Þú færð IPTV frá Vodafone og á nýjustu telsey boxunum eru 2 port fyrir sjónvarpsþjónustu. Þannig að þú þarft ekki switch. Ef þú ætlar að fá þér þriðja myndlykilinn þá þarftu switch.

Á gömlu telsey boxunum var bara eitt port fyrir IPTV en þeir eru hættir að setja gömlu boxin upp.



Hvar færð þú þær upplýsingar að þeir séu hættir að nota telsey með 1 tv porti


Ég vinn við að virkja þjónustu og setja upp endabúnað við ljósleiðara.


Kostar eitthvað að fá þetta uppí íbúð fyrst það er komið inntaksbox niðri?


nei það kostar þig ekkert að fá þetta inn til þín, en samt verður þú að gera einhvern samning við vodafone eða einhvert sem þjónustar hann.

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Lau 03. Júl 2010 22:59
af Krissinn
En að öðru, Routerarnir frá Vodafone eru með innbyggðan prentþjón ekki satt? Ekki styður það sambyggð tæki? (skanni+prentari) Semsagt ég get samnýtt skannan í gegnum heimanetið og skannað td myndir inní hvaða tölvu sem er?

Veit að þetta tæki lætur þetta vera hægt:

http://www.computer.is/vorur/7311/

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Sun 04. Júl 2010 00:23
af Minuz1
Gullisig skrifaði:
benson skrifaði:
Gullisig skrifaði:
benson skrifaði:Já það er mjög líklega kominn ljósleiðari í Austurberg 2. Kannaðu það á síðu gagnaveitunnar.

Það er hægt að panta netþjónustu frá Tal, Vodafone, Hringiðunni.

Þú færð IPTV frá Vodafone og á nýjustu telsey boxunum eru 2 port fyrir sjónvarpsþjónustu. Þannig að þú þarft ekki switch. Ef þú ætlar að fá þér þriðja myndlykilinn þá þarftu switch.

Á gömlu telsey boxunum var bara eitt port fyrir IPTV en þeir eru hættir að setja gömlu boxin upp.



Hvar færð þú þær upplýsingar að þeir séu hættir að nota telsey með 1 tv porti


Ég vinn við að virkja þjónustu og setja upp endabúnað við ljósleiðara.



Ok sama hér.


Og er það eitthvað að fara á milli mála hjá þér hvað þú ert að vinna með?

Undarlegt að "efast" um fullyrðingu hans.....

Re: Spurning um ljósleiðara

Sent: Sun 04. Júl 2010 01:01
af Gullisig
Minuz1 skrifaði:
Gullisig skrifaði:
benson skrifaði:
Gullisig skrifaði:
benson skrifaði:Já það er mjög líklega kominn ljósleiðari í Austurberg 2. Kannaðu það á síðu gagnaveitunnar.

Það er hægt að panta netþjónustu frá Tal, Vodafone, Hringiðunni.

Þú færð IPTV frá Vodafone og á nýjustu telsey boxunum eru 2 port fyrir sjónvarpsþjónustu. Þannig að þú þarft ekki switch. Ef þú ætlar að fá þér þriðja myndlykilinn þá þarftu switch.

Á gömlu telsey boxunum var bara eitt port fyrir IPTV en þeir eru hættir að setja gömlu boxin upp.



Hvar færð þú þær upplýsingar að þeir séu hættir að nota telsey með 1 tv porti


Ég vinn við að virkja þjónustu og setja upp endabúnað við ljósleiðara.


Ok sama hér.


Og er það eitthvað að fara á milli mála hjá þér hvað þú ert að vinna með?

Undarlegt að "efast" um fullyrðingu hans.....



Kannski vegna þess að ég er en að nota telsay með 1 tv porti hef ekki klárað mínar birgðir, þannig að hans fullyrðing var röng þeir (gagnaveitan) eru ekki hættir að setja þau upp. Vildi ég bara vita hvar hann hafði þessar upplýsingar plain and simple.

Og FYI ég veit hvað ég vinn með og hvað ég hef í höndum, þannig að þú mátt undrast áfram fyrir mér.