Síða 1 af 1
Tenging ljósleiðara
Sent: Lau 05. Jún 2010 21:44
af íslendingur
Er búin að reyna vera panta ljósleiðara heima er í ósammþykktri íbúð (bílskúr) búin að reyna panta í gegnum vodafone og tal en þeir vilja ekki senda pöntunina vegna þess þeir fá alltaf neitun frá gagnaveitunni að því íbúðin hefur ekkert fasteignanúmer búin að tala við gagnaveituna þeir vilja ekkert gera en þetta er samt vel hægt þeir eru bara með stæla það er ljósleiðari í götunni og telseybox í næstu íbúð en vill hafa sér þjónustu veit eitthver hvort ég geti komið telseyboxi fyrir hjá mér eða eitthvað fyrirtæki sem gæti get þetta fyrir mig
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Lau 05. Jún 2010 22:06
af Gullisig
Hví ekki bara að setja upp telseyinn í húsinu svo tekur þú bara cat kapla frá telsay og inn í skúr er það ekki hægt ?
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Lau 05. Jún 2010 22:18
af íslendingur
Það er hægt en ég vil hafa sér telseybox hjá mér þannig ég geti valið mér þjónustu t.d hjá vodafone á mínu nafni svo ég þurfi ekki að nota tengingu hjá öðrum og valið hvaða sjónvarpstöðvar ég vil hafa og fleira eins og er er ég að borga helmingin í stöð 2 og stoð 2 sport samt hef ég engan áhuga á þessum stöðvum
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Lau 05. Jún 2010 22:56
af Gullisig
ef eigandi skúrsins sé ekki að nota leiðarann geturðu sett telseyinn upp í húsinu og lagt lagnir frá því ,, annars nei ekki hægt ,, veit ég þetta því ég er að vinna í því að setja upp telsey í hús og tengja.
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Lau 05. Jún 2010 23:25
af íslendingur
eigandinn á húsinu er með þjónustu um ljósleiðarann og er telsey box hjá honum en mín megin er hinsvegar inntakið líti'ð box sem stendur á ljósleiðari er ekki hægt að tengja annað telseybox við það eða bara draga í þetta úr götunni? bara eins og þetta væri ný íbuð i götunni þá er ég að meina að panta þjónustuna eins og þetta sé sér íbúð hlýtur að vera hægt að mixa það
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 11:12
af Gullisig
að setja nýjan streng er dýrara en þú grunar , og þú borgar það úr eigin vasa.
þú verður bara sennilega að sætta þig við þetta
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 11:21
af íslendingur
Jamm það er svekkjandi en gagnaveitan skoðaði þetta fyrir mig og sögðu að þetta væri hægt ef íbúðin hefði sér fasteignanúmer en að öllu leyti væri annars allt klárt til að setja upp telseybox eru að neita mér í rauninni bara útaf því helduru að það sé ekkert hægt að gera í þessu?
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 14:17
af Gúrú
Þú neyðir ekkert einkafyrirtæki að eyða pening í þig
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 14:31
af íslendingur
hvað ertu að meina ég er ekki að tala um það
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 14:36
af Gúrú
Fyrst að þeir bjóða ekki upp á að setja Telsey box í neitt annað en skráðar íbúðir með fasteignanúmer
þá ertu ekkert að fara að mix'a það með því að tala við okkur hérna á vaktinni þegar að við höfum enga stjórn yfir einkafyrirtæki
sem að þarf að bjóða upp á búnaðinn, vinnuna og þ.a.l. allan kostnaðinn fyrir þig ef þetta gerist.
Þar sem að Gagnaveitan þarf síðan að þjónusta þig sama hvort þú notar TAL-Vodafone-Símann-Hringiðuna eða hvaðeina, þá þarf hún að samþykkja þig, held þeir byrji ekkert að þjónusta þig þó þú tengir Telsey box við einhverja þræði þarna
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 14:45
af íslendingur
já þú meinar hélt þetta væri kannski hægt því ég rafvirki sagði mer að það væri hægt að hafa ljósleiðara hvar sem er jafnvel úti móa en já það er líklega rétt að þetta verður að fara í gegnum gagnaveituna svo þeir vilji virkja þetta verð víst að sætta mig við þetta en takk fyrir svörin
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 15:19
af gardar
Gullisig skrifaði:að setja nýjan streng er dýrara en þú grunar , og þú borgar það úr eigin vasa.
þú verður bara sennilega að sætta þig við þetta
100þ kall meterinn ef mig minnir rétt.
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 20:02
af Gullisig
Nei hann er ekki svo dýr þó ég viti nú ekki krónutölu ,, en það sem er inni í þessu er vinna að koma röri í hús blása í það leiðara splæsingu bæði í húsi og í brunum og popstöð ,, þetta kostar slatta
gardar skrifaði:Gullisig skrifaði:að setja nýjan streng er dýrara en þú grunar , og þú borgar það úr eigin vasa.
þú verður bara sennilega að sætta þig við þetta
100þ kall meterinn ef mig minnir rétt.
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Sun 06. Jún 2010 21:24
af Gúrú
gardar skrifaði:Gullisig skrifaði:að setja nýjan streng er dýrara en þú grunar , og þú borgar það úr eigin vasa.
þú verður bara sennilega að sætta þig við þetta
100þ kall meterinn ef mig minnir rétt.
Er einu sinni smá séns á því?
Vanalega byrja single mode fiber optic kaplar(patch amk) í $48 meterinn og fara svo í $51 2 metrar.
Svo þegar að þú ert kominn í eitthvað fínara dót fer það kannski í $120 í $131 en svo eru 100 metrarnir í $200-250.
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Mán 07. Jún 2010 11:17
af DabbiGj
Ljósleiðari er ekkert brjálæðislega dýr, og þessar tölur um 100.000 krónur meterinn eru líklegast með allri vinnu sem kostar að grafa upp og ganga frá því í þéttbýli og ganga frá og eru meiraðsegja óþarflega dýrar að mínu mati.
Ljósleiðarinn sjálfur er ekkert dýr heldur er það öll vinnan í kringum þetta.
Það er ekkert mál fyrir þig að grafa skurð, bora í veggi o.s.f. til að koma öllum lögnum fyrir og leggja ljósleiðarinn sjálfan en þú átt samt eftir að blæða helvíti miklu til að láta splæsa þetta fyrir þig o.s.f.
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Mán 07. Jún 2010 13:24
af methylman
[quote="íslendingur"]já þú meinar hélt þetta væri kannski hægt því ég rafvirki sagði mer að það væri hægt að hafa ljósleiðara hvar sem er jafnvel úti móa en já það er líklega rétt að þetta verður að fara í gegnum gagnaveituna svo þeir vilji virkja þetta verð víst að sætta mig við þetta en takk fyrir svörin[/quote]
Já það er hægt að hafa ljósleiðara hvar sem er EN það verður að vera einhver sem setur eitthvað inná hann á hinum endanum það ætti rafvirkinn nú að vita. Þetta er bara stefna hjá Gagnaveitunni bara fyrir heimili og bílskúr er ekki heimili þó svo að þú búir þar frekar en fjárhús eð þess háttar
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Mán 07. Jún 2010 17:13
af gardar
DabbiGj skrifaði:Ljósleiðari er ekkert brjálæðislega dýr, og þessar tölur um 100.000 krónur meterinn eru líklegast með allri vinnu sem kostar að grafa upp og ganga frá því í þéttbýli og ganga frá og eru meiraðsegja óþarflega dýrar að mínu mati.
Ljósleiðarinn sjálfur er ekkert dýr heldur er það öll vinnan í kringum þetta.
Það er ekkert mál fyrir þig að grafa skurð, bora í veggi o.s.f. til að koma öllum lögnum fyrir og leggja ljósleiðarinn sjálfan en þú átt samt eftir að blæða helvíti miklu til að láta splæsa þetta fyrir þig o.s.f.
Þessi 100þ kr var auðvitað með vinnu.
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Mán 07. Jún 2010 19:32
af íslendingur
methylman skrifaði:íslendingur skrifaði:já þú meinar hélt þetta væri kannski hægt því ég rafvirki sagði mer að það væri hægt að hafa ljósleiðara hvar sem er jafnvel úti móa en já það er líklega rétt að þetta verður að fara í gegnum gagnaveituna svo þeir vilji virkja þetta verð víst að sætta mig við þetta en takk fyrir svörin
Já það er hægt að hafa ljósleiðara hvar sem er EN það verður að vera einhver sem setur eitthvað inná hann á hinum endanum það ætti rafvirkinn nú að vita. Þetta er bara stefna hjá Gagnaveitunni bara fyrir heimili og bílskúr er ekki heimili þó svo að þú búir þar frekar en fjárhús eð þess háttar
já hann Hefur eflaust vitað enda að vinna við að leggja þetta en hann hefur verið að meina þá í gegnum gagnaveituna ég misskildi hann bara hélt þetta væri hægt að gera þetta sjálfur en auðvitað verður gagnaveitan að setja straum á þetta greinlega ekkert sem ég get gert í þessu annað en að vera drulluósáttur
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Mán 07. Jún 2010 21:12
af gardar
Þú getur samt sem áður látið tengja ljósleiðara inn til þín.
En það er samt ekki ætlað fyrir einstaklinga og kostar ágætis slatta.
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Mán 07. Jún 2010 21:23
af íslendingur
gardar skrifaði:Þú getur samt sem áður látið tengja ljósleiðara inn til þín.
En það er samt ekki ætlað fyrir einstaklinga og kostar ágætis slatta.
já helduru það væri alveg til í að borga fyrir þetta upp að vissu marki get ég pantað það hjá gagnaveitunni? nema ef þetta kostar einhverja hundrað þúsund kalla held ég að ég sleppi því
Re: Tenging ljósleiðara
Sent: Mán 07. Jún 2010 23:08
af gardar
íslendingur skrifaði:gardar skrifaði:Þú getur samt sem áður látið tengja ljósleiðara inn til þín.
En það er samt ekki ætlað fyrir einstaklinga og kostar ágætis slatta.
já helduru það væri alveg til í að borga fyrir þetta upp að vissu marki get ég pantað það hjá gagnaveitunni? nema ef þetta kostar einhverja hundrað þúsund kalla held ég að ég sleppi því
Prófaðu að tala við fyrirtækjasviðið hjá vodafone, þeir ættu að geta sagt þér nánar um þetta.