Í vandræðum með að setja tölvu upp sem AP/Win 7 drivers?
Sent: Þri 01. Jún 2010 00:41
Ég er búinn að vera að reyna að tengja tölvu í kjallaraherbergi í blokkinni við netið hjá mér á annari hæð og það hefur verið svoldið mikið vesen, aðallega útaf öðrum netum sem eru fyrir og svo er routerinn líka með svo stutt loftnet að þó að ég sé að nota high power netkort á tölvunni þá dugar það ekki alveg
Þá fór ég að spá hvort ég gæti ekki bara tengt eitt high power loftnet við þráðlaust kort í tölvu hjá mér, tengt svo annað við tölvuna í kjallaranum, og deilt síðan netsnúrutengingu í tölvunni uppi með tölvunni niðri með því að gera tölvuna uppi að access point og var nú ekki lengi að finna þessa fínu grein um hvernig ætti að gera það nema ég fæ það bara engan veginn til að virka Tengingin finnst alveg á lappanum en mér tekst aldrei að tengjast almennilega við hana.
Ég er annars að prófa þetta með hjálp lappans míns svo báðar þráðlausu tengingarnar eru bara hlið við hlið þannig að ef mér tekst að stilla allt rétt þá ætti að vera minnsta mál að tengja tölvurnar saman.
Einhver sem hefur deilt nettengingu svona?
Þá fór ég að spá hvort ég gæti ekki bara tengt eitt high power loftnet við þráðlaust kort í tölvu hjá mér, tengt svo annað við tölvuna í kjallaranum, og deilt síðan netsnúrutengingu í tölvunni uppi með tölvunni niðri með því að gera tölvuna uppi að access point og var nú ekki lengi að finna þessa fínu grein um hvernig ætti að gera það nema ég fæ það bara engan veginn til að virka Tengingin finnst alveg á lappanum en mér tekst aldrei að tengjast almennilega við hana.
Ég er annars að prófa þetta með hjálp lappans míns svo báðar þráðlausu tengingarnar eru bara hlið við hlið þannig að ef mér tekst að stilla allt rétt þá ætti að vera minnsta mál að tengja tölvurnar saman.
Einhver sem hefur deilt nettengingu svona?