Slakt wireless samband með Speedtouch 585
Sent: Mán 31. Maí 2010 16:17
Er að reyna að bæta þráðlausa netsambandið hjá gamla fólkinu. Þau eru með Speedtouch 585 router frá Símanum með 8Mbps áskriftarleið. Mér finnst þráðlausa sambandið vera svo svakalega slakt. Routerinn er staðsettur við sjónvarpið og heimilistölvan (með þráðlausu netkorti, ný tölva) er í ca. 5 metra fjarlægð í öðru herbergi, alls ekki langt frá og nokkurn veginn bein lína yfir í tölvuna ef hurðin er opin inn í herbergið.
Svo virðist sem routerinn sé einnig fremur slakur. Það þarf oft að vera að restarta honum þar sem netið virðist detta út af og til. Það þýðir að ég fæ símtal frá mömmu gömlu í hvert skipti sem hún kemst ekki inn á emailið sitt.
Er eitthvað sem ég get gert til að bæta úr þessu? Snúra yfir í routerinn er ekki í boði og ég veit að þráðlaust netsamband er yfir höfuð slakt þannig að það er óþarfi að minna mig á það. Einnig er ekki hægt að komast inn á youtube, kemur bara hvít síða og ekkert loadast. Er núna í fartölvu og sit beint fyrir framan routerinn, sama sagan.
Mælið þið með að kaupa nýtt loftnet á rouerinn eða splæsa kannski bara í nýjan router handa þeim? Linksys kannski? Er ekki þessi Speedtouch 585 fremur gamall router?
Svo virðist sem routerinn sé einnig fremur slakur. Það þarf oft að vera að restarta honum þar sem netið virðist detta út af og til. Það þýðir að ég fæ símtal frá mömmu gömlu í hvert skipti sem hún kemst ekki inn á emailið sitt.
Er eitthvað sem ég get gert til að bæta úr þessu? Snúra yfir í routerinn er ekki í boði og ég veit að þráðlaust netsamband er yfir höfuð slakt þannig að það er óþarfi að minna mig á það. Einnig er ekki hægt að komast inn á youtube, kemur bara hvít síða og ekkert loadast. Er núna í fartölvu og sit beint fyrir framan routerinn, sama sagan.
Mælið þið með að kaupa nýtt loftnet á rouerinn eða splæsa kannski bara í nýjan router handa þeim? Linksys kannski? Er ekki þessi Speedtouch 585 fremur gamall router?