Var með 6Mb tengingu en borgaði fyrir 12Mb!
Sent: Mán 24. Maí 2010 01:44
Mér datt í hug í gær, laugardag, að gera speedtest á nettengingunni minni, hafði einhverja skrítna tilfinningu fyrir því að tengingin hjá mér væri kannski ekki stillt á réttann hraða. Og viti menn, samkvæmt speedtest.net þá var ég með rétt tæplega 7Mbit Hringdi því í dag og spurði á hvaða hraða tengingin væri stillt á og þá var hún bara stillt á 6Mbit og það var víst ekkert mál að setja hana í 12Mbit Skildi nú ekki alveg hvað var í gangi og spurði því afhverju tengingin hefði verið stillt á 6 en ekki 12 og þá var það víst vegna þess að hjá sumum höndlar símalínan ekki heil 12Mbit og þess vegna er tengingin lækkuð, oftast er þetta t.d. vegna þess að símstöð er ekki nógu nálægt manni eða símasnúran úr vegg í router er aðeins of löng. En hjá mér er sú snúra aðeins 30-40 cm og svo er símstöðin bara rétt hjá húsinu mínu svo ég var ekki alveg að skilja afhverju ég hafði verið lækkaður
En svo man ég eftir því að fyrir mjög löngu síðan, jafnvel fyrir allt að tveimur til þremur árum síðan, þá var ég með um 10 metra langa símasnúru í router sem ég var með inní herberginu mínu og þá var alltaf smá álag á netinu frá einni tölvu að drepa netið fyrir öllum hinum tölvunum og því held ég að Tal hafi lækkað mig þá til að laga vandan sem væri svosem gott og blessað nema fyrir utan það að nú lýtur út fyrir að síðan þá hafi ég verið að borga fyrir 12Mbit en aðeins verið að fá helminginn af því og það í mjög langan tíma!
Núna er ég að sjálfsögðu mjög ánægður með að vera kominn með tvöfallt betri tengingu en ég var með svo ég kvarta lítið við því en nú hef ég verið að borga 100% verð fyrir 50% tengingu mjög lengi, hef ég rétt á einhverjum skaðabótum eða eitthvað?
Var að vísu að kíkja á verðskránna hjá Tal til að sjá muninn á 12Mbit og tengingum þar fyrir neðan en það lýtur út fyrir að í dag séu þeir eingöngu með "allt að" 12Mbit tengingar svo ég býst nú svosem við því að ég geti lítið gert annað en að kenna sjálfum mér um fyrir að hafa ekki athugað þetta mun fyrr Samt voru þeir fyrir einhverju síðan með aðrar lakari tengingar sem kostuðu þá auðvitað eitthvað minna og því finnst mér að fyrst ég var lækkaður í hraða þegar það var þá hefði kostnaðurinn á þeim tíma líka átt að lækka, en það er kannski svoldið seint að spá í því núna er það ekki?
Hvað segið þið annars um svona klúður?
En svo man ég eftir því að fyrir mjög löngu síðan, jafnvel fyrir allt að tveimur til þremur árum síðan, þá var ég með um 10 metra langa símasnúru í router sem ég var með inní herberginu mínu og þá var alltaf smá álag á netinu frá einni tölvu að drepa netið fyrir öllum hinum tölvunum og því held ég að Tal hafi lækkað mig þá til að laga vandan sem væri svosem gott og blessað nema fyrir utan það að nú lýtur út fyrir að síðan þá hafi ég verið að borga fyrir 12Mbit en aðeins verið að fá helminginn af því og það í mjög langan tíma!
Núna er ég að sjálfsögðu mjög ánægður með að vera kominn með tvöfallt betri tengingu en ég var með svo ég kvarta lítið við því en nú hef ég verið að borga 100% verð fyrir 50% tengingu mjög lengi, hef ég rétt á einhverjum skaðabótum eða eitthvað?
Var að vísu að kíkja á verðskránna hjá Tal til að sjá muninn á 12Mbit og tengingum þar fyrir neðan en það lýtur út fyrir að í dag séu þeir eingöngu með "allt að" 12Mbit tengingar svo ég býst nú svosem við því að ég geti lítið gert annað en að kenna sjálfum mér um fyrir að hafa ekki athugað þetta mun fyrr Samt voru þeir fyrir einhverju síðan með aðrar lakari tengingar sem kostuðu þá auðvitað eitthvað minna og því finnst mér að fyrst ég var lækkaður í hraða þegar það var þá hefði kostnaðurinn á þeim tíma líka átt að lækka, en það er kannski svoldið seint að spá í því núna er það ekki?
Hvað segið þið annars um svona klúður?