Síða 1 af 1

Windows 7 hjálp

Sent: Fös 07. Maí 2010 19:11
af NóiSiríus
Okei svo ég ákvað að upfæra úr xp í windows 7 ultimate en var að pæla þar sem ég er með einn harðandisk í tölvunni skipt í 2 parta svo þeir virka eins 2 svo get ég instalað stýrikerfinu á einn diskin og allar myndirnar og leikinar á hinum disknum verið heilar?

Re: Windows 7 hjálp

Sent: Fös 07. Maí 2010 19:33
af mpythonsr
Allt sem þú hefur sett upp á C: drifinu hverfur um leið og stýrikerfi er sett upp frá grunni.

Re: Windows 7 hjálp

Sent: Fös 07. Maí 2010 19:54
af NóiSiríus
Já en þetta er sko skipt í c drif og fdrif þótt þetta sé sami diskurinn

Re: Windows 7 hjálp

Sent: Fös 07. Maí 2010 20:00
af Manager1
Þó þú formattir C: þá haldast öll gögn á F:

Þannig að áður en þú setur upp nýja stýrikerfið skaltu taka afrit af öllu sem þú vilt eiga á C disknum og setja á F diskinn.

Passaðu þig bara að velja réttan disk þegar setupið spyr þig hvar þú vilt setja stýrikerfið upp, ef þú velur F diskinn taparu öllu sem á honum er.

Re: Windows 7 hjálp

Sent: Fös 07. Maí 2010 20:10
af NóiSiríus
Frábært vildi bara vera viss áður en ég gerði þetta Takk fyrir hjálpina ;)