Síða 1 af 1

MacBook vandamál með BootUpOn USB Flash drive.

Sent: Þri 04. Maí 2010 17:53
af BjarniTS
Mynd
Mynd

Málið er að ég er að reyna að átta mig á því hvort að macbook bjóði ekki upp á eðlilegt usb boot.
Það er ekkert mac Os x kerfi á þessari vél eins og stendur.
Þessi vél er ekki með stýrikerfi þessa stundina.

Búinn að setja upp á vélinni Win7 og hún vinnur það fínt.
Er að fara að reyna að setja upp á henni stýrikerfi með að nota USB lykil.

Þarna segir notandi
pxwpxw skrifaði:Intel Macs will only boot MacOSX boot.efi form external.

Efi er einhver boot loader sem að mac notar sýnist mér en það sem ég skil ekki er að eru mac ekki með BIOS sem að bara eru með USB boot support ?

Veit vel af tökkunum á borð við Alt , og C , þessum booting tökkum , en einhvernstaðarfrá hljóta þær boðanir að koma , úr einhverjum bios.
Er bara hægt að boota upp þó að maður sé með USB diskinn sem maður er með á FAT , eða verður hann að vera HFS , til að það sé séns að boota honum upp ?

Eða er það bara ekki hægt yfir höfuð ?




Þarna eru Firmware updates fyrir Mac.
Þarf ég virkilega að vera að nota Mac OS X til að geta sett upp þessar uppfærslur , eða eru þetta kannski BARA , mac os x uppfærslur ?
Myndu þær fara út ef að ég myndi setja upp annað stýrikerfi og svo fleira ?

Er með Macbook með Intel dual core.
1.1 gen 2006 vél

Re: MacBook vandamál með BootUpOn USB Flash drive.

Sent: Þri 04. Maí 2010 23:15
af BjarniTS
Þetta hafðist ,

Fékk að láni disk sem að var með kerfi Mac OS X.
Tók þann disk , og gat notað Disk Utility á honum. (notaði hann eins og live cd) , þetta var diskur sem að vélin vildi ekki leyfa mér að installa af ákveðnum ástæðum.

Tengdi bara flakkara við sem ég var búinn að configura sem FAT32
Flakkarinn innihélt viðkomandi DMG sem ég var búinn að búa til áður.

Svo smellti ég lyklinu í , og lét utility-ið búa til bootUSB ,flakkarinn og USB lykillinn kysstust.

Ég notaði þessar hérna leiðbeiningar , og þær virkuðu fyrir mig þó að ég væri með aðeins eldri kerfi :)

http://www.maciverse.com/install-os-x-s ... drive.html

Go apple . . yeah . .