Síða 1 af 1

Safari

Sent: Sun 25. Apr 2010 17:25
af dellukall
Eru menn að nota Safari eitthvað að ráði hér og hvernig eruð þið sem notið hann að fíla Safari.

Re: Safari

Sent: Sun 25. Apr 2010 17:31
af BjarniTS
Ætlaði akkurat að spyrja um þetta sama ;)

Er þá að hugsa um það fyrir makkann.

Re: Safari

Sent: Sun 25. Apr 2010 17:48
af hagur
Ég nota Safari þegar ég vafra um netið í iPod Touch-inum mínum. Hef svo sem ekki um neitt annað að velja þar, en hann virkar bara ljómandi vel.

Hef aðeins notað Safari fyrir Windows og held að þetta sé ágætis vafri. Á Windows er Google Chrome þó minn uppáhalds vafri, léttur og snöggur.

Re: Safari

Sent: Sun 25. Apr 2010 17:55
af magnus12
Ég nota Safari á PPC iMacinum mínum þar sem að ég get ekki notað Chrome. Mér finnst hann alls ekki jafn þægilegur og Chrome. Ég myndi nota Chrome ef hann væri ekki bara fyrir intel Mac tölvur.

Re: Safari

Sent: Sun 25. Apr 2010 18:20
af Orri
Ég nota Safari 4, alveg frábær að mínu mati. Vildi samt að ClicktoFlash myndi virka á PC útgáfunni.

hagur skrifaði:Ég nota Safari þegar ég vafra um netið í iPod Touch-inum mínum. Hef svo sem ekki um neitt annað að velja þar, en hann virkar bara ljómandi vel.

Getur náð í Opera Mini Browser, en að mínu mati er Safari betri.

Re: Safari

Sent: Sun 25. Apr 2010 19:11
af GuðjónR
Nota Chrome og Safari jöfnum höndum.
Hafa báðir sína kosti og galla.