Er þetta vandamál nokkuð leyst? Hef sjálfur lent í hakkara sem komst inná mína tölvu í gegnum öryggisgalla í RealVNC. Sem betur fer gerði hakkarinn lítið annað en að henda vírusvörninni út og setja svo falið forrit inná sem leitaði að öðrum tölvum með RealVNC og sama öryggisgalla
Sjálfur hef ég persónulega ágætis þekkingu af svona hakki og veit um þónokkrar aðferðir sem hægt er að nota til að fara inná tölvur hjá fólki. Ef maður kemst sjálfur með hendurnar í tölvuna beint getur maður t.d. sett inná hana UltraVNC en það er frekar auðvelt að fela það, maður slekkur bara á að það sýni icon í tray og hefur það keyrandi sem service. Eftir það er nóg að vita ip töluna á vélinni til að komast inn og vírusvarnir sjá yfirleitt ekkert athugavert við forritið
Það er því miður lítið sem maður getur gert til að koma í veg fyrir svona árásir nema bara að læra almennilega á tölvuna, vita nákvæmlega hvaða forrit eru inná henni og fylgjast vel með öllu sem fer inná hana
Ef ég myndi lenda í svona aftur eða jafnvel fá eina svona vél í viðgerð til mín þá myndi ég byrja á því að taka backup af öllum gögnum og svo hafa hana bara tilbúna varnarlausa fyrir hakkarann en þegar hann kæmi inná hana þá væri gaman að sjá hvað hann myndi gera og reyna jafnvel að skemma fyrir honum t.d. með því að loka gluggum sem hann myndi opna og þess háttar
Svo gæti maður jafnvel opnað notepad og spjallað við hakkarann í því
En það sniðugasta væri hins vegar að finna út ip töluna hjá honum t.d. með Netstat og hafa svo bara samband við netþjónustuna hans og kæra viðkomandi fyrir árás á tölvuna (en þá væri líka best að hafa einhver gögn um árásina eins og einhverja ip logga eða slíkt).
Ég ráðlegg annars bara öllum að fylgjast vel með öllum forritum sem eru sett inná tölvuna, passa sig t.d. að ýta ekki bara alltaf á "Next" og velja líka alltaf Custom til að sjá hvaða fylgihlutir eru settir inná tölvuna með sumum forritum, eins og toolbar eða eitthvað slíkt. Svo fylgist ég sjálfur mjög vel með Task Manager sem er mjög góður í Windows 7 þar sem maður getur t.d. hægrismellt í Processes listanum og farið þar í Properties á einhevrju forriti eða jafnvel Open File Location, þetta tvennt vantar í Windows XP en til að laga það þá er TaskManagerEx mjög sniðugt (maður þarf bara að muna eftir að gera exception í vírusvörninni á það).