Síða 1 af 1

Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 17:51
af Hargo
Er að reformatta gamla fartölvu með Win XP Pro. Ég er ekki með neina recovery diska sem fylgdu með vélinni. Hélt ég gæti bara downloadað Win XP Pro SP3 gegnum MSDN, skrifað á disk og notað svo gamla OEM lykilinn sem er á límmiðanum undir fartölvunni. Það gekk ekki, fékk bara "Product key invalid" í install ferlinu.

Er búinn að vera að lesa mér til um þetta á allskonar spjallsvæðum, mismunandi hvað menn segja. Hvaða leið á ég að fara framhjá þessu? Á ég að ná mér í Win XP Pro disk sem er ekki með SP3 og prófa það? Á ég ekki alveg að geta notað OEM lykilinn aftur á löglegan máta?

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 18:14
af beatmaster
Þú ert að reyna að nota OEM lykil á Retail eða VLK XP uppsetningu myndi ég segja

Þú gætir náð í þetta hérna og sett það upp hjá þér og lykillinn sem að er undir ætti að virka

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 19:14
af einarn
eru ekki til sérstakar útgáfur fyrir sérstakar vélar þ.e.a.s dell win xp, ibm win xp
eins og þetta kvikindi
http://cgi.ebay.com/Windows-XP-Pro-SP3- ... 5887454be9

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 20:54
af Hargo
Ég hef séð menn tala um að þetta sé vel hægt, sérstaklega þar sem OEM lykilinn má margnota á sömu vél. Ég veit bara ekki hvernig ég ber mig að þessu nákvæmlega.

Öll hjálp vel þegin...

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 20:59
af AntiTrust
Hargo skrifaði:Ég hef séð menn tala um að þetta sé vel hægt, sérstaklega þar sem OEM lykilinn má margnota á sömu vél. Ég veit bara ekki hvernig ég ber mig að þessu nákvæmlega.

Öll hjálp vel þegin...


Lestu síðasta svarið mitt í XP disk þræðinum.

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 21:00
af beatmaster
Það eru til þrjár útgáfur af XP Pro:

Retail
OEM
VLK

Ef að lykilinn sem að er neðan á vélinni fer ekki inn í instal-inu ertu með Retail eða VLK disk því að lykillinn neðan á tölvunni er OEM

Þú verður að vera með OEM disk til að geta notað lykilinn, þú getur download-að OEM XP Pro hérna skrifað þennann disk og lykilinn þinn virkar á hann

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 21:26
af Hargo
Jebb ok ætla að prófa að downloada þessum Windows XP Pro SP2 OEM disk og athuga hvort það virki. Þetta er gömul fartölva þannig að XP-ið sem kom á henni upprunalega var bara original XP - enginn service pack.

Læt vita hvort þetta gangi hjá mér, takk fyrir upplýsingarnar strákar :)

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 21:31
af beatmaster
En alveg örugglega XP Pro er það ekki?

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Fös 23. Apr 2010 21:42
af Hargo
Já þetta er XP Pro OEM lykill sem ég er með.

Re: Win XP OEM reformat

Sent: Lau 24. Apr 2010 09:20
af Hargo
OEM product key-inn minn virkaði á Win XP SP2 OEM útgáfuna sem beatmaster linkaði á. Þetta er að installast í þessum töluðu orðum. Takk fyrir þetta :)