Síða 1 af 1
Get ekki gert rename á JPG fæla
Sent: Fim 04. Mar 2010 11:48
af frikki1974
Sælir en ég er í vandræðum með að rename jpg myndir en þegar ég reyni það að þá poppast upp gluggi sem stendur "If you change a file name file extension,the file may become unusable"
Hvað á maður að gera þannig að þetta verði eðlilegt?...en ég get alveg rename möppur en ekki JPG fæla
Re: Get ekki gert rename á JPG fæla
Sent: Fim 04. Mar 2010 12:16
af bixer
ertu að reyna að taka .jpeg endinguna? ertu að nota fileinn einhverstaðar? útskýrðu betur hvernig vandamálið er
Re: Get ekki gert rename á JPG fæla
Sent: Fim 04. Mar 2010 12:44
af hagur
Farðu í Tools -> Folder Options í einhverjum windows explorer glugga, farðu yfir á view-flipann og vertu viss um að það sé EKKI hakað í "Hide extensions for known file types".
Þá áttu að sjá öll skráarnöfn í heild sinni, þ.e mynd.jpg en ekki bara mynd.
Svo þegar þú rename-ar t.d mynd.jpg, þá bara passar þú þig á að halda .jpg óbreyttu. Þá kemur þessi melding ekki.