Ég fann aðila erlendis sem getur hýst .is en IsNic gerir þessar kröfur:
Uppsetningakröfur léna
Uppsetning léns undir rótarléni ".is" verður að uppfylla eftirfarandi:
1. A.m.k. tveir virkir nafnaþjónar tilgreindir fyrir lén. Báðir svari rétt og eins fyrir umbeðið lén.
2. Leyfa þarf TCP og UDP aðgang að porti 53 á nafnaþjónum.
3. SOA færslur rétt upp settar:
1. Samsvörun verður að vera milli uppgefins aðalnafnaþjóns og tilsvarandi sviðs í SOA færslu.
2. Netfang þess sem ber ábyrgð á DNS þarf að vera í lagi og virkt.
3. Tímar (hressingar-, endurtekningar- og úreldingartímar) vitrænir (Sjá: RFC1912).
4. Sjálfgefinn selgeymslutími (TTL, Time-To-Live) fyrir NS færslur ekki minni en einn sólarhringur.
5. Nafnaþjónar þurfa að vera skráðir hjá ISNIC.
6. NS færslur réttar. Samsvörun sé milli uppgefinna nafnaþjóna og NS færsla í zone. Nafnaþjónar séu rétt skráðir í DNS (A og PTR færslur í samsvörun).
Nú er ég enginn rosalegur snillingur í þessum vefmálum en getur ég er búinn að fara í Live Chat við þá hjá,
http://www.hostmonster.com/ þeir segjast geta hýst .is, og að beina bara nafnaþjónunum ns1.hostmonster.com and ns2.hostmonster.com á Isnic.
Er einhver sem veit hvort að þessi síða,
http://www.hostmonster.com standist kröfur Isnic?
kv. Maggi