Síða 1 af 1
Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:18
af Hargo
Þið afsakið ef þetta er noobalegur póstur but what the hell...
Ég var að velta fyrir mér varðandi product key fyrir Windows stýrikerfi. Þegar maður kaupir tölvu og henni fylgir uppsett XP sem dæmi. Ef ég vil svo strauja vélina þá þarf ég varla að kaupa mér nýjan product key, eða hvað? Ekki get ég notað sama product key og búið var að registera á vélinni aftur án fyrirhafnar?
Hvernig snýr maður sér í þessu?
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:28
af Frost
Það fylgir alltaf product key með.
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:31
af Carc
Ætti alltaf að vera límmiði á kassanum ef þetta hefur verið sett upp á vélinni þegar þú keyptir hana.
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:35
af zedro
Eins og Carc sagði þá er yfirleitt Windows Cd-key límmið aftan á borðtölvum og undir fartölvum.
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:37
af Gúrú
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:43
af BjarniTS
Ég hef getað notað suma af þessum miðum alveg skuggalega oft.
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:47
af Hargo
Já ég veit hvar ég get nálgast upprunalega product lykilinn. En ef ég set inn Windows XP upp á nýtt, get ég þá bara sett inn sama product lykilinn í install ferlinu og var upprunalega á tölvunni? Er það ekkert mál?
Einhver sagði mér að ég þyrfti að hringja í Microsoft á Íslandi og láta þá vita að ég væri að setja upp Windows upp á nýtt á sömu vélinni og segja þeim upprunalega product key-inn og fá nýjan í staðinn. Er það bullshit?
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:47
af Gúrú
Hargo skrifaði:Já ég veit hvar ég get nálgast upprunalega product lykilinn. En ef ég set inn Windows XP upp á nýtt, get ég þá bara sett inn sama product lykilinn í install ferlinu og var upprunalega á tölvunni? Er það ekkert mál?
Einhver sagði mér að ég þyrfti að hringja í Microsoft á Íslandi og láta þá vita að ég væri að setja upp Windows upp á nýtt á sömu vélinni og segja þeim upprunalega product key-inn og fá nýjan í staðinn. Er það bullshit?
Það er eftir mínu besta minni ef að þú ert að láta product keyinn á annað móðurborð.
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Þri 02. Mar 2010 22:53
af Hargo
Ok takk kærlega allir fyrir skjót svör.
Ég læt þá reyna á þetta. Hélt að upprunalegi product key-inn myndi poppa upp að hann væri núþegar í notkun ef ég myndi setja hann aftur inn eftir straujun, væri registeraður í notkun hjá Microsoft eða eitthvað álíka þegar maður tengdist netinu. Þorði ekki annað en að spyrja áður en ég hæfist handa við þetta....
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Mið 03. Mar 2010 00:07
af Carc
Ég hef verið að formata vélar undanfarið margoft með nýjum vélbúnað og hef þá verið að nota sama lykil aftur og aftur. Ég nota hann samt alltaf á "sömu" vél. Allt hefur gengið mjög vel, ekkert þurft að hringja, bara Activate Online.
Re: Löglegur product key fyrir Windows
Sent: Mið 03. Mar 2010 00:22
af Revenant
Þegar þú kaupir fartölvu þá færðu í raun 2 CD-key. Í fyrsta lagi er undir vélinni
Certificate of Authenticity (COA) límmiði sem inniheldur "nýjan" löglegan CD-key sem hægt er að nota þegar það þarf að strauja vélina. Hinn CD-keyinn er svokallaður OEM-lykill sem kemur með vélinni og er bundinn við hvern framleiðanda. Hann er notaður ef þú restorar með disk frá framleiðanda (recovery disk). Það er EKKI hægt að activate-a hann online heldur er hann offline activate-aður með því að bera saman lykillinn (sem er inn á recovery disknum þannig það er aldrei spurt um hann), sérstakt OEM-certificate sem er einnig á recovery disknum og síðan SLP/SLIC BIOS upplýsingar. Það er ekki hægt að gera windows genuine með því að nota bara OEM lykilinn á nýju installi nema þetta það sé gert af recovery disk.