Python - Hvað svo?

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Python - Hvað svo?

Pósturaf Daz » Mán 01. Mar 2010 22:31

Mig hefur lengi langað að læra eitthvað nýtt "forritunarmál" en ég er svo sérstaklega latur að ég hef aldrei gert neitt í því. Svo tók ég mig til og sótti mér eitthvað Python dæmi og pydev (eclipse plugin, ég er voðalega latur og vil gera allt í eclipse...). Hvað um það, svo geri ég "Hello world". Hvað svo?
Ég er allt of latur til að láta mér detta eitthvað í hug til að prófa í Python, getur einhver hérna annaðhvort bent mér á eitthvað ótrúlega sniðugt að búa til og prófa mig áfram í, eða einhverja sniðuga síðu með einhverju álíka?



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Python - Hvað svo?

Pósturaf BjarniTS » Mán 01. Mar 2010 22:53

Ég tók Python í TÖL103 áfanga í tækniskólanum sem er nú reyndar hættur að vera python áfangi.
Frekar skemmtilegt og ég mæli alveg með þessu.
Ár síðan ég var í þessu og væri sjálfsagt fljótur að rifja upp en lærði bara basic voða mikið.
En þetta á samt að vera lítið af kóða/lítil skriffinska, en upp á móti mikið af möguleikum.
Skemmtileg stöff.


Nörd

Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Python - Hvað svo?

Pósturaf Daz » Þri 02. Mar 2010 13:06

Ég ræð nú alveg við smá forritun, mig vantar bara hugmyndir um hvað ég á að spreyta mig við. (Búa til hello world sem les tungumálið á vélinni og skrifar út skv því? Gera forrit sem fyllir út skattskýrsluna fyrir mig? :D ) Og ég er svo sannarlega ekki að fara að skrá mig í Iðnskólann til þess!



Skjámynd

BjarniTS
Vaktari
Póstar: 2266
Skráði sig: Fim 06. Ágú 2009 01:51
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Python - Hvað svo?

Pósturaf BjarniTS » Þri 02. Mar 2010 13:10

Daz skrifaði:Ég ræð nú alveg við smá forritun, mig vantar bara hugmyndir um hvað ég á að spreyta mig við. (Búa til hello world sem les tungumálið á vélinni og skrifar út skv því? Gera forrit sem fyllir út skattskýrsluna fyrir mig? :D ) Og ég er svo sannarlega ekki að fara að skrá mig í Iðnskólann til þess!

Búðu til bókunarforrit fyrir flugfélag og sendu það svo út um allan heim og seldu það og vertu milljónamæringur.


Nörd


Amything
Ofur-Nörd
Póstar: 221
Skráði sig: Fim 26. Sep 2002 11:16
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Python - Hvað svo?

Pósturaf Amything » Þri 02. Mar 2010 14:22

Ef þú nennir ekki að búa til bókunarforrit fyrir flugfélög og verða milljónamæringur þá geturðu kíkt á þetta: http://www.codechef.com/



Skjámynd

Höfundur
Daz
Besserwisser
Póstar: 3835
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 157
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: Python - Hvað svo?

Pósturaf Daz » Þri 02. Mar 2010 15:08

Amything skrifaði:Ef þú nennir ekki að búa til bókunarforrit fyrir flugfélög og verða milljónamæringur þá geturðu kíkt á þetta: http://www.codechef.com/


Ég er ekki viss um að ég nenni að leggja út í þarfagreiningu á generísku bókunarkerfi, again, ég er latur.
Þessi síða lítur áhugavert út, þarf að skoða hana betur, þegar ég nenni :D



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3123
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 454
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Python - Hvað svo?

Pósturaf hagur » Þri 02. Mar 2010 15:12

Ég tók Python áfanga í HR, hér eru dæmi um nokkur verkefni sem við vorum látin leysa:

1)
Búðu til fallið combinations(l,x) sem skilar lista yfir alla mögulega undirlista
sem hægt er að velja úr l af lengd x.

2)

Hvaða skrár eru stærstar?

Búðu til undirforrit sem tekur slóð á möppu sem viðfang og skilar n stærstu skránum
í möppunni og undirmöppum hennar sem lista:

3)

Skrifa leikinn MasterMind.

Það er auðveldast að kynnast leiknum með því að leika hann:

http://www.mathsisfun.com/games/mastermind-game.html


Góða skemmtun :8)




davida
Fiktari
Póstar: 63
Skráði sig: Mið 20. Jan 2010 20:49
Reputation: 16
Staða: Ótengdur

Re: Python - Hvað svo?

Pósturaf davida » Þri 02. Mar 2010 20:11