Síða 1 af 1

Net-Hjálp

Sent: Mán 01. Mar 2010 21:23
af muntok
Sælir

Ég er nýkominn með 50MB/s ljósleiðara frá Vodafone og hraðinn er á stundum svaka fínn.
Það er hins vegar að bögga mig alveg rosalega að þegar ég er með torrent í gangi er eins
og að routerinn ráði ekki við það.
Þetta lýsir sér þannig að þegar tölvan er búin að malla á torrent í einhvern tíma verður
leiðinlegt að bowsa netið á báðum tölvunum á heimilinu, torrentvélin er tengd við
routerinn með snúru en fartölvuna nota ég þráðlaust.
Heimasíður eru endalaust lengi að birtast og oftar en ekki kemur melding um að síðan
gæti legið niðri. (verra en 56k)
Allt lagast þetta þegar ég endurræsi routerinn en bara um stund.

-Ég er búinn að fá nýjann router
-Búinn að festa IP tölu og nota ákveðið port fyrir torrent
-Búinn að takmarka fjölda tenginga í torrent

Ef þið spekingarnir hafið einhverjar tillögur um hvað gæti valdið þessu væri það frábært.

Kv

Re: Net-Hjálp

Sent: Mán 01. Mar 2010 21:27
af Gúrú
Routerinn NBG420N?

Re: Net-Hjálp

Sent: Mán 01. Mar 2010 21:39
af muntok
Gúrú skrifaði:Routerinn NBG420N?


Hann heitir Bewan og er hvítur, hár og hægt að setja 3G lykil í hann og lítur svona út
Mynd

Re: Net-Hjálp

Sent: Mán 01. Mar 2010 21:47
af Gúrú
Reyndu að fá NBG420N, ég þekki þennan Bewan router ekki neitt því miður.

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 10:28
af muntok
Gúrú skrifaði:Reyndu að fá NBG420N, ég þekki þennan Bewan router ekki neitt því miður.


En er ekki nánast öruggt að þetta sé routerinn?
Sjónvarpið virkar alltaf fínt og ég er búinn að prófa að svissa
kapli frá ljósleiðaraboxi á milli routers og afruglara og netið breytist
ekki og sjónvarpið/afruglarinn alltaf í lag...

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 11:08
af mind
Líklegast kemur þetta NAT töflunni við.

Nýr router leysir vandamálið eflaust ekki, bara breytir einkennum þess.

Ef þú vilt komast hjá þessu þarftu eflaust aðgang á routerinn og svo nennu og þekkingu í að handstilla að það séu frátekið ákveðið magn af NAT töflunni undir HTTP.

Ef ekki það neyðistu til að lækka hraða og fjölda tenginga töluvert meira en þú ert nú þegar eflaust búinn að gera.

-Búinn að takmarka fjölda tenginga í torrent


Í hvað ?

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 21:46
af muntok
mind skrifaði:Líklegast kemur þetta NAT töflunni við.

Nýr router leysir vandamálið eflaust ekki, bara breytir einkennum þess.

Ef þú vilt komast hjá þessu þarftu eflaust aðgang á routerinn og svo nennu og þekkingu í að handstilla að það séu frátekið ákveðið magn af NAT töflunni undir HTTP.

Ef ekki það neyðistu til að lækka hraða og fjölda tenginga töluvert meira en þú ert nú þegar eflaust búinn að gera.

-Búinn að takmarka fjölda tenginga í torrent


Í hvað ?


Upphal takmarkað við 5.5MB/s
Tengingar ekki fleiri en 950
Ekki fleiri virk torrent en20

Nennuna hef ég en ekki þekkinguna :)
Þá er best að hringja bara í þjónustuverið og væla yfir því hvað ég sé óánægður með tenginguna og vona að þeir geti lagað þetta eitthvað

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 21:56
af SteiniP
er ekki 950 tengingar í hærri kantinum?
ég er að nota 100, reyndar bara á adsl tengingu... en samt.
Sakar allavega ekki að prófa að lækka það eitthvað meira.

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 21:59
af muntok
SteiniP skrifaði:er ekki 950 tengingar í hærri kantinum?
ég er að nota 100, reyndar bara á adsl tengingu... en samt.
Sakar allavega ekki að prófa að lækka það eitthvað meira.


Jú kannski er það í hærri kantinum en ég er á HD-torrentsíðu og verð
helst að geta haldið ágætis upphlaði, það myndi kannski ekki saka að
fækka þeim eitthvað frekar?

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 22:01
af Gúrú
Ef að þú ert á HD torrentsíðu ættu flestir að vera með assgoti góðan DL hraða, prófaðu að setja þetta þessvegna í 5 per torrent, 20 torrent allowed og global maximum 0(ótakmarkað)

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 22:08
af muntok
Gúrú skrifaði:Ef að þú ert á HD torrentsíðu ættu flestir að vera með assgoti góðan DL hraða, prófaðu að setja þetta þessvegna í 5 per torrent, 20 torrent allowed og global maximum 0(ótakmarkað)


Prófa þetta takk

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 22:13
af CendenZ
max 300 tengingar maður, þó að þetta sé ljósleiðari :wink:
fyrir öll torrent OG fyrir hvert torrent 150.

edit:
btw, þessi router kicks ass!

Re: Net-Hjálp

Sent: Þri 02. Mar 2010 22:19
af starionturbo
muntok skrifaði:
Gúrú skrifaði:Ef að þú ert á HD torrentsíðu ættu flestir að vera með assgoti góðan DL hraða, prófaðu að setja þetta þessvegna í 5 per torrent, 20 torrent allowed og global maximum 0(ótakmarkað)


Prófa þetta takk


Verður ekki svikinn af þessum preferences.

Myndi ekki fara mikið hærra en 500 tengingar á þessum cheap routerum.

Annars myndi ég skipa um router og setja NetGear, Cisco eða Gigabit D-link routerana.

Re: Net-Hjálp

Sent: Mið 03. Mar 2010 16:29
af mercury
sorry off topic en ég er líka með þennan ljóta bewan router. er að reyna að opna port en user: admin og password admin er ekki að virka. hefur einhver hugmynd um hvað það er ?

Re: Net-Hjálp

Sent: Mið 03. Mar 2010 16:46
af andr1g
user vodafone
password vodafone

Fyrir stjórnendaham

Re: Net-Hjálp

Sent: Mið 03. Mar 2010 16:54
af mercury
var verið að redda mér þessu takk samt ;)

Re: Net-Hjálp

Sent: Lau 06. Mar 2010 01:00
af Palmarlol
Það skiptir engu máli hvort um er að ræða ljós eða adsl tengingu. Ástæðan fyrir því að síðurnar koma hægar upp er að þú ert beinlínis að fullnýta vinnslugetu routersins með því að troða svona miklu inn í NAT töfluna.

Bandvídd er sjaldnast vandamálið þegar netsíður eru hægar, miklu frekar svartími. Prófaðu næst þegar þér finnst þetta vera nokkuð hægt að pinga eitthvað úti á netinu (vodafone.is mbl.is eða eitthvað). Taktu eftir að svartími þinn mun líklega vera talsvert mikill. Ef þú síðan slekkur á torrent forritinu myndirðu sjá strax miklu lægri svartíma.

Já, þetta er mjög góður router :)