TEW-424UB vesen
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
TEW-424UB vesen
Ég á TEW-424UB usb netkort og það vill bara ekki tengjast tölvunni! Það hefur alltaf virkað en svo kemur alltaf: device not recognized. En svo þegar ég tengi tölvuna með snúru í routerinn þá kemur: device not recognized ekki upp, en það vill samt ekki tengjast tölvunni. Er búinn að setja stýrikerfið aftur upp eftir að þetta byrjaði að koma en þetta er alveg eins. Það er Winxp pro sp3 í henni. Hvað getur verið að? Er búinn að tengja þetta í öll usb tengi í tölvunni en það kemur alltaf það sama.
-
- has spoken...
- Póstar: 171
- Skráði sig: Lau 24. Jún 2006 10:19
- Reputation: 2
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: TEW-424UB vesen
krissi24 skrifaði:Ég á TEW-424UB usb netkort og það vill bara ekki tengjast tölvunni! Það hefur alltaf virkað en svo kemur alltaf: device not recognized. En svo þegar ég tengi tölvuna með snúru í routerinn þá kemur: device not recognized ekki upp, en það vill samt ekki tengjast tölvunni. Er búinn að setja stýrikerfið aftur upp eftir að þetta byrjaði að koma en þetta er alveg eins. Það er Winxp pro sp3 í henni. Hvað getur verið að? Er búinn að tengja þetta í öll usb tengi í tölvunni en það kemur alltaf það sama.
Settir þú driverinn fyrir kortið inn:
http://downloads.trendnet.com/TEW-424UB/Driver/
Spurning númer 2.
Virkar kortið í einhverri annarri tölvu?
-
- Ofur-Nörd
- Póstar: 239
- Skráði sig: Lau 15. Ágú 2009 04:38
- Reputation: 0
- Staðsetning: Rvk
- Staða: Ótengdur
Re: TEW-424UB vesen
Ég veit allavega að þegar það kemur upp device not recognized á USB lyklum þá eru þeir oftast ónýtir. Þori ekki að fullyrða hvort það sama á við hér, en það er allavega möguleiki. Ég myndi ráðleggja þér að prufa þetta í annari tölvu.
i5 6600k Asus Z170k 16GB DDR4 MSI GTX 1070
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: TEW-424UB vesen
Hef prufað þetta í annari tölvu og þá virkaði þetta fínt. Áðan þá virkaði þetta eftir að ég tók þaðog setti aftur í usb tengið þá kom loksins nýr vélbúnaður fundinn en svo var eins og þetta færi bara sjálfkrafa út og ég var kominn á byrjunareit en svo kveikti ég á tölvunni núna og þá er þetta komið inn aftur sjálfkrafa. Forritið sem fylgdi með það virkar ekki og ekki heldur ef ég sækji það á netið. Þetta kom bara uppí innbyggða þráðlausa netforritinu í Winxp.
-
- Bara að hanga
- Póstar: 1573
- Skráði sig: Mán 16. Jún 2008 21:54
- Reputation: 1
- Hafðu samband:
- Staða: Ótengdur
Re: TEW-424UB vesen
Kemur það fram í device manager sem unknown device (gult eða rautt merki yfir því)
Til að opna device manager, Start -> Run -> devmgmt.msc -> Enter
Hvernig eru svo usb tengin á tölvunni að virka fyrir aðra hluti?
Til að opna device manager, Start -> Run -> devmgmt.msc -> Enter
Hvernig eru svo usb tengin á tölvunni að virka fyrir aðra hluti?
-
Höfundur - 1+1=10
- Póstar: 1122
- Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 21:19
- Reputation: 1
- Staðsetning: RNB
- Staða: Ótengdur
Re: TEW-424UB vesen
SteiniP skrifaði:Kemur það fram í device manager sem unknown device (gult eða rautt merki yfir því)
Til að opna device manager, Start -> Run -> devmgmt.msc -> Enter
Hvernig eru svo usb tengin á tölvunni að virka fyrir aðra hluti?
Þetta virðist ætla að virka núna Held samt að það sé einhver bilun í þessum usb tengjum held að þetta sé að verða 5 ára vél, Gigabyte CA2