Síða 1 af 1

Vantar internet driver

Sent: Fim 25. Feb 2010 03:04
af gunnarasgeir
Ég var að formata tölvu sem ég á og er að fara að nota sem vinnutölvu hérna heima.
En já ég formataði og nú er hún nýstraujuð og fín en málið er að mig vantar alla drivera. Er með acount af snilldar síðunni http://www.driveragent.com og hef ég alltaf bara fundið alla drivera þar á einum stað og látið vefinn skanna tölvuna. En nú vantar mig netdriver líka þannig ég get ekki einusinni notað http://www.driveragent.com til að skanna vélina því ég kemst ekki með viðkomandi vél á netið.

Ég veit að móðurborðið heitir NVIDIA nForce MCP og ég er búinn að vera að skoða hér möguleikana: http://www.nvidia.com/Download/index5.aspx?lang=en-us

En ég hef bara ekki hugmynd um hvað þetta móðurborð heitir meira en NVIDIA nForce MCP.
Hvernig veit ég hvað móðurborðið heitir fullu nafni?
Hvað get ég farið í í tölvunni til að fá uppnafnið svo ég geti sótt rétta drivera fyrir amk netið og lét svo driveragent.com sjá um restina.

Fyrirfram þakkir!

Re: Vantar internet driver

Sent: Fim 25. Feb 2010 03:18
af BjarniTS
Best fyrir þig væri að -

1.
Sækja þetta forrit og henda því yfir á netlausu vélina með að nota USB lykil eða álíka.
http://www.gtopala.com/download/siw-setup.exe

2.
Finna þarna upplýsingar um móðuborð sem er einfalt , það er þarna listað í lengjunni lenst til vinstri.

3.
Fara á google í vélinni sem þú ert í núna , og finna driver sem passar fyrir þetta borð og setja þá upp.

4.
Svo mæli ég með að Update-a vélina áður en þú ferð að vinna eitthvað massíft í henni.
Til dæmis fæ ég ekki nærri alltaf internetið til að ganga að neinu ráði fyrr en ég er búinn að uppfæra xp upp í allavega service pack 2.

Re: Vantar internet driver

Sent: Fim 25. Feb 2010 23:43
af gunnarasgeir
Takk fyrir þetta BjarniTS

Fór að þessum ráðum og fann út hvaða drivera ég þurfti og vélin er orðin nettengd :)

Re: Vantar internet driver

Sent: Fös 26. Feb 2010 00:40
af BjarniTS
gunnarasgeir skrifaði:Takk fyrir þetta BjarniTS

Fór að þessum ráðum og fann út hvaða drivera ég þurfti og vélin er orðin nettengd :)


Heyrðu gott að geta orðið að liði.
Ekki hika við að spyrja ef að þig vantar eitthvað.