Síða 1 af 1

Windows home server umræður

Sent: Mið 17. Feb 2010 20:12
af SteiniP
Jæja var að setja upp WHS á heimaserverinn og lýst bara nokkuð vel á hann.
Dagleg backup á öllum vélum og storage poolið er sniðugt.

Hvað er svo meira hægt að gera sniðugt í þessu? :)

Re: Windows home server umræður

Sent: Mið 17. Feb 2010 20:17
af CendenZ
googlaðu það og finndu lifehacker greinarnar... þær eru góðar, ég las þær og installa því sem mér leist vel á :wink:

Re: Windows home server umræður

Sent: Mið 17. Feb 2010 21:03
af GrimurD
Til fullt af skemmtilegum addons, ef þú ert til dæmis með media center tölvu á heimilinu er til fullt af skemmtilegum fítusum til að bæta notkunina í media center, getur sótt forrit sem scanna movie möppuna þína og setja inn gjörsamlega allar mögulegar upplýsingar sem þú gætir hugsanlega þurft e-h tíman að nota inní möppuna með myndunum sem sést síðan allt í media center, t.d. listi yfir alla leikara og framleiðsluár leikstjórar handritshöfundar, genre osfv osfv. Svo líka ef þú ert með t.d. ljósleiðara þá geturu sótt forrit addon sem heitir webguide og leyft vinum þínum að streama myndum frá þér í hvaða gæðum sem er, alveg snilldar addon.

Það er bara svo rosalega margt til fyrir whs nánast ómögulegt að telja það allt upp hér. Mjög gott að skoða síðuna wegotserved.com fyrir reviews um addons og ýmis trick og guides fyrir whs.

Re: Windows home server umræður

Sent: Mið 17. Feb 2010 21:08
af ohara
Búin að vera keyra WHS í eitt ár, mjög þægilegt. Er svo sem ekki að nota hann í neitt nema til að geyma gögn og taka back-up af vélum. Mjög þægilegt að nota hann með Media Center í Win 7, setur allt upp fyrir mann. Það er fullt af síðum um WHS svo sem http://www.wegotserved.com/

Re: Windows home server umræður

Sent: Mið 17. Feb 2010 23:09
af oskarom
WHS er einhver mesta snilld sem ég hef komist yfir.

Stærsta snilldin er að þetta er byggt á Win 2003 SBS server og æðislegt storage pool kerfi! Bara virkilega þægilegt í alla staði, engin auka uppsettning eða neitt. Einfalt að replacea disk og duplicate á shares er snilldar lausn í staðin fyrir RAID 1 eða álíka redundant lausnir.

wegotserved.com er góð lesning, fullt af fólki þarna sem getur aðstoðað þig við allskonar pælingar.

Núna er bara að bíða eftir næsta WHS sem verður byggður á Win 2008 Server, þá verður Win7 integration mun betri, ekki það að það sé slæmt í dag :P.

Ég nota WHS í margt t.d:

BACKUP!!
NUF SAID

Miðlæg geymsla, geymi bókstaflega allt þarna, ekkert geymt á mínum tölvum nema ljósmyndasafnið, en það er í backupi á servernum hvort eða er, eina ástæðan fyrir því að það er ekki geymt þarna líka er að það er pínu leiðinlegt að vinna með mikið af RAW myndum í lightroom yfir gigabit lan. Ég spila allt efni sem ég á beint af servernum í gegnum media center vélina mína.

VPN
Algjör snilld, kemst í samband við allt heima, mjög einfalt í uppsettningu.

FTP
Setti upp G6 ftp, e-ð sem heillar mig við að nota ftp client til að ná í stórar skrár, t.d. ef maður er í skólanum og langar að kíka á einhvern þátt eða e-ð

Downloader
Þarf að segja e-ð um þetta?

Re: Windows home server umræður

Sent: Fim 18. Feb 2010 10:18
af SteiniP
flott síða, wegotserved.com
Kominn með FTP og ég ætla að prófa VPN í kvöld og færa öll torrentin yfir á serverinn.

Re: Windows home server umræður

Sent: Fim 18. Feb 2010 11:08
af Tyler
Sælir
Hérna eru nokkrar aðrar síður sem gaman er að skoða í sambandi við WHS. Snilldar græja, setti einn svona upp í september og nota hann sem back-up og til að geyma allt mitt efni sem ég stream-a svo yfir í sjónvarpið hjá mér.

http://www.homeserverland.com/

http://www.mediasmartserver.net/

http://homeservershow.com/

http://windowsteamblog.com/blogs/windowshomeserver/default.aspx?PageIndex=1

Mæli með þessum add-ons:

WHS Disk Management
Remote Notification
P80
Advanced Admin Console
LightsOut
AutoExit 2009 RC

Re: Windows home server umræður

Sent: Sun 21. Feb 2010 00:28
af Gunnar
hvað kostar þetta?
fer í buy en þá er bara í boði að velja turna. svo fer ég í download þá eru bara 30 daga trial.
lítið á torrent.

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 12:00
af andribolla
eru menn að nota WHS til þess að geyma mikið magn af gögnum ...
talið í TB ? semsagt margir diskar ?
eða er betra að halda sig bara við Xp fyrir svoleiðis ?

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 12:11
af AntiTrust
Er búinn að nota WHS núna í örugglega meira en eitt og hálft ár. Er með allar vélar á heimilinu (3 PC / 2 laptops) syncaðar inná.

Er með 4TB storage space eins og er, er að fara yfir í stærri kassa og ætla að fara bráðlega í 6TB total storage space þar sem HD efnið hjá mér er farið að taka slatta af plássi. Er með Music, Docs, User möppur og Backups duplicated. Það er reyndar ekki default í boði að duplicate-a backups en það eru til tweak í kringum það. Langtímaplan er að fara svo í 100% hardware RAID setup, þeas 6x2TB diskar, 6TB í storage, 6TB í backup. Þegar þetta er komið í svona tölur er þetta ekki efni sem maður sækir bara aftur á einni nóttu eða tveim.

Síðan stream-a ég úr WHS yfir í PS3 í stofunni og HTPC vél inní svefnherbergi. Einn stærsti kosturinn við WHS líka sem ég hugsa að margir viti ekki af, er hvernig backup systemið virkar, fyrir utan það að geta opnað það og browsað eins og .iso file. En þegar vél krassar eða smitast af vírus, HDD fer eða annað slíkt þá hefur það komið mér ótrúlega vel að geta keyrt hana upp á LANi með WHS restore CD og load-að beint inn backup image-inu síðan nóttina áður. Svínvirkar, ekkert vesen, tók enga stund.

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 12:20
af andribolla
já eg var að uppfæra hjá mer Gagnageymsluna og er komin með 16 hdd í einn kassa
var að velta fyrir mér að setja upp í henni svona whs.

ég var bara ekki alveg að átta mig á þessu storagepool hvernig það virkaði þegar eg myndi segja nyja diska þar inn,
verða allir diskarnir að einu svæði eða verða þeir enþá bara skiftir svona eins og þeir eru í win xp ?

veit eg þyrfti líka að fá mér einn tóman því hun formattar alltaf inn nyja diska þegar maður addar þeim .

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 12:23
af viddi
Ertu með 16 diska server keyrandi á xp ?

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 12:28
af AntiTrust
Get eiginlega ekki sett nógu mikið caps á það, hversu VITLAUS hugmynd það væri að keyra svona marga diska af mismunandi stærðum og gerðum í einu storage pooli eins og WHS vinnur. Ef einn diskur fer þá eyðist nánast allt sem er ekki duplicate-að.

Hafa bara fáa, stóra og nýlega diska. Langöruggast. Svo ég tali nú ekki um hraðamuninn.

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 12:47
af andribolla
Þessvegna var ég að spurja hvort whs væri góð hugmynd eða ekki,
var bara að lesa þennan þráð og datt í hug að spurja þá sem hafa eithvað vit á þessu.

þannig að WHS er greinilega ekki nógu góð hugmynd.

og já ég er með 16 diska á xp
tveir 1tb og hinir eru nánast allir 500

er bara að þreyfa fyrir mér hvaða eða hvort ég ætti að vera að setja upp eithvað annað styrikerfi.

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 12:53
af AntiTrust
andribolla skrifaði:Þessvegna var ég að spurja hvort whs væri góð hugmynd eða ekki,
var bara að lesa þennan þráð og datt í hug að spurja þá sem hafa eithvað vit á þessu.

þannig að WHS er greinilega ekki nógu góð hugmynd.

og já ég er með 16 diska á xp
tveir 1tb og hinir eru nánast allir 500

er bara að þreyfa fyrir mér hvaða eða hvort ég ætti að vera að setja upp eithvað annað styrikerfi.


WHS er alveg sniðugt ef þú tímir 50% af diskspace-inu þínu í duplication. Myndi ekki setja það öðruvísi upp allavega með svona marga diska.

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 13:00
af andribolla
hehe já þetta er líklega svarið sem ég var að leita eftir ;)
og nei ég held ég tími ekki enþá 50% af plássinu mínu í duplication.

setti WHS samt upp á gamla vél sem ég átti og fanst þetta nokkuð skemmtilegt forrit.
nema hvað að ég stoppaði á þessu með Storagepoolið :)

en er eithvað annað styrikerfi betra en annað ef maður sé með marga diska ?

er Xp eithvað verra en hvað annað ?

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 13:05
af AntiTrust
andribolla skrifaði:hehe já þetta er líklega svarið sem ég var að leita eftir ;)
og nei ég held ég tími ekki enþá 50% af plássinu mínu í duplication.

setti WHS samt upp á gamla vél sem ég átti og fanst þetta nokkuð skemmtilegt forrit.
nema hvað að ég stoppaði á þessu með Storagepoolið :)

en er eithvað annað styrikerfi betra en annað ef maður sé með marga diska ?

er Xp eithvað verra en hvað annað ?


Tjah, WHS er auðvitað bara custom Win2003 server distro, sem er eitt og sér mikið stabílla og öruggara en XP.

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 13:11
af viddi
Persónulega ef ég væri með svona marga diska í server þá myndi ég setja þá upp í raid 5 og keyra eitthvað einsog gentoo.

En hugsanlega myndi eitthvað einfaldara kerfi eins og ubuntu henta betur ef þú ert ekki vel að þér í linux.

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 13:30
af Bassi6
Ég er búinn að vera að nota þetta http://lime-technology.com/ í 2 ár og er mjög sáttur Er með 15 diska frá 80 til 750 Gb og aldrei lent í veseni þó að diskur hafi crassað

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 19:39
af andribolla
Bassi6 skrifaði:Ég er búinn að vera að nota þetta http://lime-technology.com/ í 2 ár og er mjög sáttur Er með 15 diska frá 80 til 750 Gb og aldrei lent í veseni þó að diskur hafi crassað


já þetta lítur út fyrir að vera eithvað spennandi ;)

AntiTrust skrifaði:Tjah, WHS er auðvitað bara custom Win2003 server distro, sem er eitt og sér mikið stabílla og öruggara en XP.


en ef eg væri að leita að Win Stýrikerfi væri þá ekki betra að keira whs með svona mörgum diskum en ekki bæta þeim í storage pool
ef ég sé bara að leitast eftir Stabílla stýrikerfi en Xp ... ? ;)

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 19:41
af Gunnar
Gunnar skrifaði:hvað kostar þetta?
fer í buy en þá er bara í boði að velja turna. svo fer ég í download þá eru bara 30 daga trial.
lítið á torrent.

??????????

Re: Windows home server umræður

Sent: Þri 23. Feb 2010 20:26
af viddi
Gunnar skrifaði:
Gunnar skrifaði:hvað kostar þetta?
fer í buy en þá er bara í boði að velja turna. svo fer ég í download þá eru bara 30 daga trial.
lítið á torrent.

??????????


Kostar um 99$
Link

Re: Windows home server umræður

Sent: Lau 13. Mar 2010 21:29
af Gunnar
jæja var að klára að installa 2003 utgáfunni og ég sé ekkert spennandi. :?
hvað nú?

Re: Windows home server umræður

Sent: Lau 13. Mar 2010 21:49
af AntiTrust
Gunnar skrifaði:jæja var að klára að installa 2003 utgáfunni og ég sé ekkert spennandi. :?
hvað nú?


Hvað meinaru ekkert spennandi?

Data backup
Image backup / Recovery over LAN
Storage pool
http remote síðu sem gefur þér aðgang að öllum skrám / upload möguleika / remote á allar vélar innan networksins
Monitoring tool á allar vélar, vírusvörn, update og flr. innan networks
Permission möguleikar á mismunandi foldera per user
Og eeendalaust af addons

Hvað meira viltu?

Re: Windows home server umræður

Sent: Lau 13. Mar 2010 22:29
af Gunnar
ehh stýrikerfið hrundi aftur. ef maður ætlar að setja þetta upp þá verður maður bara að kaupa það. gerð það kannski seinna.