Síða 1 af 1
Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Mið 10. Feb 2010 19:02
af BjarniTS
Rammi 1 - Setup is loading files
Rammi 2 - Welcome to Setup
Þetta eru fyrstu 2 rammarnir í wIndows XP install.
Tölvan drepur alltaf á sér eftir svona 1 - 2 sec eftir "Welcome to setup"
Hef prufað að vera fljótur að smella á Enter , og fer maður þá inn í næsta ramma , en hún slekkur samt á sér.
Hvað gæti verið að ? , þetta er varla hitavandamál þar sem að þetta er á akkurat sama stað alltaf og þessi vél er (eftir því sem ég best veit) að kæla sig eðlilega.
Hún er reyndar að keyra á hleðslutæki sem er Universal en voltin eru rétt stillt.
Eru þið með einhverjar hugmyndir ?
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Mið 10. Feb 2010 22:02
af BjarniTS
Enginn ?
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Mið 10. Feb 2010 22:03
af biturk
hversu mikið minni er í tölvunni?
lenti í þessu með xp einu sinni þegar að minniskubbur gaf sig og flaug upp til himna í tölvunni minni, hún var allt í einu bara með 64mb af minni og þá lýsti það sér svona.
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Mið 10. Feb 2010 22:20
af dedd10
Vill tölvan ekki bara að þú fáir þér "Mak" Mac - Apple tölvu
?
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Mið 10. Feb 2010 23:32
af BjarniTS
Heyrðu takk fyrir , minnin koma eðlilega upp allavega í pcwizard , en samt hvernig myndi það hjálpa mér í stríðinu við þetta vandamál?
Hef gert við apple macbook 13'3 og það eru fallegustu vélar en bila eins og aðrar.
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Mið 10. Feb 2010 23:41
af biturk
BjarniTS skrifaði:Heyrðu takk fyrir , minnin koma eðlilega upp allavega í pcwizard , en samt hvernig myndi það hjálpa mér í stríðinu við þetta vandamál?
Hef gert við apple macbook 13'3 og það eru fallegustu vélar en bila eins og aðrar.
ef að minnin væru ónýt eða of lítið þá hefur hún ekki nægilegt minni til að keira upp xp og þar af leiðandi getur hún frosið einmitt þarna
allavega var það það sem bjargaði mér og var vandamálið
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Mið 10. Feb 2010 23:49
af beatmaster
Hefurðu prufað að hafa engann HDD tengdan og athugað hvort að þú komist lengra?
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fim 11. Feb 2010 03:23
af BjarniTS
beatmaster skrifaði:Hefurðu prufað að hafa engann HDD tengdan og athugað hvort að þú komist lengra?
Ekki búinn að prufa það , er með svona HDD
Device
ATA
Model
1C25N060ATMR04-0
Serial No
K3JONTTH
Cache
7884 KB
Capacity
60.01 GB
-
Hann er í Fitness test núna ,
Annars þá lék þessi vél sér af
*Windows 7 ultimate setup
*Linux Ubuntu 9.10 setup
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fim 11. Feb 2010 03:48
af BjarniTS
Drive fitness test - HDD í lagi.
Kóði: Velja allt
Test Results
Operation Completed successfully.
Disposition Code = 0x00
Disposition code of 0x00 which
translates to '
No errorsMemtest - 86 v3.4 - Minni í lagi.
Kóði: Velja allt
Pass complete, no errors, press ESC to exit
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fim 11. Feb 2010 12:34
af beatmaster
Prufa annan XP disk?
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fim 11. Feb 2010 14:01
af BjarniTS
beatmaster skrifaði:Prufa annan XP disk?
Byrjaði á því.
Búinn að prufa 3x diska
Bæði home og pro.
Orginal diskar.
Næst er cpu test geri ég ráð fyrir.
Hvað skal prufa meira?
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fim 11. Feb 2010 20:21
af Cikster
Ef mér skjátlast ekki þá eru margir móðurborðs framleiðendur farnir að setja að virki ekki á xp ...
Mundi byrja á að athuga með hvort móðurborðið sem þú ert með "styðji xp"
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fim 11. Feb 2010 20:36
af BjarniTS
Cikster skrifaði:Ef mér skjátlast ekki þá eru margir móðurborðs framleiðendur farnir að setja að virki ekki á xp ...
Mundi byrja á að athuga með hvort móðurborðið sem þú ert með "styðji xp"
Takk fyrir svar en þetta er packard bell í eldri kantinum og hún er merkt með xp og seld með xp leyfi.
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fim 11. Feb 2010 20:38
af SteiniP
Spes vandamál.
Ég myndi prófa að setja það upp af usb lykli. Gæti verið eitthvað bögg með geisladrifið?
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fös 12. Feb 2010 00:42
af BjarniTS
SteiniP skrifaði:Spes vandamál.
Ég myndi prófa að setja það upp af usb lykli. Gæti verið eitthvað bögg með geisladrifið?
Þú ert nú meiri kóngurinn.
Það var geisladrifið.
Skipti því út og vélin er solid.
Þúsund þakkir.
Re: Hressandi windows xp installation bilun.
Sent: Fös 12. Feb 2010 00:51
af SteiniP
BjarniTS skrifaði:SteiniP skrifaði:Spes vandamál.
Ég myndi prófa að setja það upp af usb lykli. Gæti verið eitthvað bögg með geisladrifið?
Þú ert nú meiri kóngurinn.
Það var geisladrifið.
Skipti því út og vélin er solid.
Þúsund þakkir.
haha ekkert að þakka