Síða 1 af 1

Hvert á ég að snúa mér með routervesen?

Sent: Þri 09. Feb 2010 15:33
af coldcut
Daginn

Nú er ég alveg að verða vitlaus á Zyxel routernum sem familían er með frá Vodafone! Hann dettur út tvisvar á dag, download/upload er rosalega sveiflukennt (6kb/s - 1,2mb/s og öfugt á 2-3 sek) og síðan veit ég að til dæmis vinur minn fékk nýja routerinn (þennan hvíta að ég held) og hann er að ná allt að 1mb/s meiri download/upload hraða en ég!

Þannig að spurning mín er: Hvert á ég að snúa mér? Á ég að hringja í þjónustuverið eða bara beint í næsta umboðsaðila?

Hef heyrt sögur af því að fólk hafi kvartað og fengið bara strax nýja routerinn því að Vodafone veit að þessi Zyxel er algjört crap.

Re: Hvert á ég að snúa mér með routervesen?

Sent: Þri 09. Feb 2010 15:39
af Gúrú
Sögurnar eru réttar.
Og þegar að þér er sagt að þú eigir að borga eitthvað fyrir nýja routerinn(ef að þú fékkst hann frían router í fyrsta lagi með bindingarsamningi) seturðu upp "Nigga please..." svipinn og bíður eftir "Já ókei allt í lagiii" og starfsmaðurinn byrjar að stimpla eitthvað inn.
Beint niður í Skútuvog.
Langar að gubba á gamla routerinn og var næstumþví farinn með það til neytendasamtaka þegar að þeir voru að selja 50Mbs tengingar með 20Mbs routerum.
Nýji er yndislegur og hefur aldrei verið með vesen. :)

Re: Hvert á ég að snúa mér með routervesen?

Sent: Þri 09. Feb 2010 15:51
af coldcut
Málið er sko að ég bý á Skaganum og hér er umboðsaðili. Fer ég ekki bara beint til hans þá? Eða á ég að bjalla í þjónustuverið fyrst?

Re: Hvert á ég að snúa mér með routervesen?

Sent: Þri 09. Feb 2010 15:52
af Gúrú
Skaginn = Akranes?
Gef því ekki miklar líkur á því að sú ferð væri þess virði að keyra, hringdu fyrst beint í þá ef það er hægt?