Get ekki boot-að upp WinXP
Sent: Mán 25. Jan 2010 00:03
Ég er með hérna einn mesta galla grip sem að fyrirfinnst, Acer Aspire 5100. En þannig er mál með vexti að þegar ég starta tölvunni frýs hún þegar kemur að Windows loading bar-inu. Þetta væri þannig séð einfaldt ef að ég gæti heldur ekki boot-að upp í safe mode eða gert fresh format! Frýs þegar allir file-ar eru extract-aðir í setup-inu og frýs þegar allar command línurnar eru komnar í safe mode. Ég var að hugsa um hvort að einhver hefði einhverja hugmynd um þetta. Ég hef lítið sem ekkert fundið um öll þessi vandamál í einum pakka á google. Öll ráð eru vel þeginn. Svo er ég ekki með aðgang að sata hýsingu þannig að ég get ekki format-að diskinn þannig =/