Síða 1 af 1

(Ubuntu 9.10) Dualboot með W7 uppsett fyrst.

Sent: Fös 22. Jan 2010 01:46
af BjarniTS
Mynd

Búinn að vera að skoða þetta á netinu.
Fundið hinar og þessar leiðir sem að virðast vera í boði.
Hvaða leiðir eru þið að fara ?


Núna er ég ekki að byðja ykkur að googla og senda mér niðurstöður heldur er ég að leita eftir persónulegum ráðgjöfum og reynslum hjá mönnum.

Um er að ræða fresh install í báðum tilvikum.
Hef notað Dual boot reglulega með góðum árangri með XP og bæði kerfið hafa raðast inn í grub menu og ekkert vandamál , en núna með W7 ultimate þá er það ekki að gefa góða raun því að ubuntu virðist ekki finna w7 kerfið í ubuntu-uppsetningarferlinu.
Segir bara að það sé ekkert kerfi uppsett á vélinni , að harði diskurinn sé stýrikerfislaus , sem eru ósannindi.
Hef prufað að nota 9.04 líka en það gaf sömu slæmu raun.

Re: (Ubuntu 9.10) Dualboot með W7 uppsett fyrst.

Sent: Fös 22. Jan 2010 07:58
af gez
Þarft líklega að breyta grub configskránni.
Kemur svosem ekkert á óvart að ubuntu finni ekki win7.

Hvað gerist ef þú setur ubuntu upp á undan win7?

Re: (Ubuntu 9.10) Dualboot með W7 uppsett fyrst.

Sent: Fös 22. Jan 2010 09:23
af BjarniTS
gez skrifaði:Þarft líklega að breyta grub configskránni.
Kemur svosem ekkert á óvart að ubuntu finni ekki win7.

Hvað gerist ef þú setur ubuntu upp á undan win7?


Hef nefninlega ekki prufað að setja upp ubuntu á undan en ég er búinn að eyða svo miklum tíma í w7 settupið að ég get varla farið að byrja upp á nýtt þar.
Þetta er eldri vél sem að þurfti að taka smá hænuskref í áttina að því að keyra w7.

Re: (Ubuntu 9.10) Dualboot með W7 uppsett fyrst.

Sent: Fös 22. Jan 2010 09:30
af viddi
Getur náttúrulega sett ubuntu upp og prófað svo að gera

Kóði: Velja allt

sudo update-grub
(á bara við 9.10, ekki eldri kerfi)
Ef hann finnur ekki W7 þá verðuru bara að koma því inní grub handvirkt

Re: (Ubuntu 9.10) Dualboot með W7 uppsett fyrst.

Sent: Fim 11. Feb 2010 15:50
af BjarniTS
viddi skrifaði:Getur náttúrulega sett ubuntu upp og prófað svo að gera

Kóði: Velja allt

sudo update-grub
(á bara við 9.10, ekki eldri kerfi)
Ef hann finnur ekki W7 þá verðuru bara að koma því inní grub handvirkt


Hvernig kemur maður inn stýrikerfinu "handvirkt" , í gegnum terminalinn ?

Re: (Ubuntu 9.10) Dualboot með W7 uppsett fyrst.

Sent: Fim 11. Feb 2010 16:04
af Oak
getur líka bara keyrt upp windowsið og skipt disknum niður í annað partition...valið svo neðsta möguleikan í uppsettningunni.