Síða 1 af 3
starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 11:44
af Gunnar
ég er með 2 harðadiska sem eru báðir með stýrikerfum á.
diskur 1. 250 sem er buið að setja niður í 2 parta. 1 download og einn stýrikerfi.
svo er ég með 1x SSD sem er líka komið stýrikerfi á (windows 7 á báða)
ég er buinn að breyta bootorder í bios svo að ssd sé efstur en samt bootar tölvan upp á hinum 250 GB.
líka þegar tölvan er að boota þá get ég valið á milli windows 7(af 250GB) eða early version of windows sem var áður upp.(runnar ekki, buinn að eyða windows möppunni og öllu samt er þetta þarna inni)
hvernig get ég bootað af ssd drifinu án þess að þurfa að aftengja hinn diskinn?
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 11:51
af Gúrú
Lenti í þessu með þennan Windows Boot Manager, ógeðslegt drasl, var löngu búinn að taka 250GB W7 disk úr tölvunni og hún hélt áfram að auto-boota in 1 second af honum...
Taktu alla diskana nema SSD úr, láttu SSD í fyrsta portið, farðu í boot manager, Hard disk draslið, startaðu tölvunni upp af honum, láttu 250GB í og kveiktu.
Virkaði hjá mér að starta tölvunni bara einu sinni upp af þeim sem að þú vilt með hinn aftengdann
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 12:05
af Gunnar
wow ekki allveg að skilja. ætla að reyna að setja þetta eins og ég sé.
1.aftengja alla harðadiskana frá móðurborðinu.
2.Setja ssd í sata1 hólfið.
3.starta tölvunni og setja hann efst í boot order(ætti að vera efstur og einn þar)
4.slökkva og tengja alla hina diskana.
5.kveikja og þá ætti að bootast af ssd?
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 12:21
af Gúrú
Já þetta var það sem að virkaði fyrir mig, veit ekki hvort að það breyti nokkru að þetta sé SSD.
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 12:24
af Godriel
jæja, hverning virkaði, og hversu stutt var startupið?
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 12:29
af Gunnar
jæja þetta virkaði ekki
kemur upp hjá mér
0xc000000e
"boot selection failed required device is inaccessible"
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 12:32
af Gúrú
Þetta (eða aðrir 0xxxxxxxxx errorar) er það sem að kom upp hjá mér áður en að ég gerði fyrrnefnt dæmi
Ætli þetta hafi þá ekki bara verið með öllu ótengt því sem að ég gerði og lagi sig sjálft eftir nokkur startup? Prófaðu að ýta bara á escape í þessum ramma og sjá hvað hún gerir.
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 12:47
af Gunnar
þá restartast hún bara.
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 19:24
af Gunnar
jæja eftir þessa villu bendir windows mér að repair-a tölvuna með diskinum sem ég formattaði mig. ég hendi diskinum í og geri repair. tölvan segjir að það sé buið að repaira það sem var að. ég reboota og þetta vanda mál er enþá :S
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 19:27
af Viktor
Hefurðu prufað að setja stýrikerfið upp bara með SSD tengdann?
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 19:48
af Gunnar
Sallarólegur skrifaði:Hefurðu prufað að setja stýrikerfið upp bara með SSD tengdann?
ja eða tók data snúruna úr 250 GB sem er með stýrikerfinu á.
var samt með 2x 500 og einn annan 250gb tengdann sem eru bara með bíomyndum og svoleiðis inná. svo það ætti ekki að hafa áhrif.
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 19:49
af Gúrú
Gunnar skrifaði:Sallarólegur skrifaði:Hefurðu prufað að setja stýrikerfið upp bara með SSD tengdann?
ja eða tók data snúruna úr 250 GB sem er með stýrikerfinu á.
var samt með 2x 500 og einn annan 250gb tengdann sem eru bara með bíomyndum og svoleiðis inná. svo það ætti ekki að hafa áhrif.
Þetta er skuggalega líkt mínu setupi(það var eins þegar að þetta var að gerast)
Þetta leystist sjálft hjá mér eftir að ég startaði af nýja diskinum nokkrum sinnum, grunar einhvernveginn að það muni gera það sama hjá þér, en skil ekki af hverju
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 19:52
af Gunnar
er ekki heima nuna en fer heim á eftir ætla að aftengja alla nema ssd og prufa að boota nokkrusinnum athuga hvort þetta lagist
ekki líklegt en hey.
kom samt fyrir þegar ég setti stýrikerfið upp á ssd. og ætlaði svo inná gamla aftur þá kom þetta en lagaðist strax. gerist samt ekki nuna.
Re: starta windows af ssd
Sent: Fim 21. Jan 2010 21:13
af Gunnar
jæja kominn heim og kominn í stýrikerfið á ssd drifinu. veit ekki hvern andskotann ég gerði til að komast inní það.
tók allt ur sambandi nema hann. startaði, það virkaði ekki, gerði repair, og rs, það virkaði heldur ekki. rs aftur og allt tengt á meðan í flíti. hélt að 250 gb stýrikerfið væri að ræsa sig en það var ekki og hér er ég í ssd drifinu
.
ps þori ekki að rs-a tölvunni ;D en þarf þess.
Re: starta windows af ssd
Sent: Fös 22. Jan 2010 13:18
af Godriel
er þetta ekkert að ganga hjá þér?
Re: starta windows af ssd
Sent: Fös 22. Jan 2010 18:28
af Gunnar
Godriel skrifaði:er þetta ekkert að ganga hjá þér?
herðu jú ég restartaði og nuna bootast hún bara af ssd. voða happy
og voða fljótur ;D
Re: starta windows af ssd
Sent: Fös 22. Jan 2010 19:20
af Godriel
hvaða ssd ertu með og hvað ertu flótur að boota, tími eftir að bios boot er búið? sec?
Re: starta windows af ssd
Sent: Fös 22. Jan 2010 20:19
af Gunnar
var að fara út og sá þetta ekki.
skal taka tímann þegar ég kem heim.
þarf að setja svo að cd/dvd sé ekki first í bootorder og þarf að taka passwordið af til að fá almennilegann tíma en ég posta því þegar ég kem heim. (líklega á sunnudaginn)
en hvernig geri ég svo að það opnist word dockument um leið og tölvan startast?
Re: starta windows af ssd
Sent: Fös 22. Jan 2010 22:01
af Godriel
settu bara einhverja word skrá í startup möppuna
Re: starta windows af ssd
Sent: Fös 22. Jan 2010 23:06
af DoofuZ
Þar sem þú varst ekki með SSD diskinn tengdan upphaflega við SATA1 þá grunar mig að þegar þú settir Windows inná hann þá hafi setup sett boot loaderinn á diskinn sem var þá tengdur við SATA1, var það kannski 250gb diskurinn? Hef nefnilega sjálfur lent í því. Ef maður er með fleiri en einn disk í vélinni, eins og velflestir eru með í dag, og maður ætlar að setja Windows inná einn af þeim þá er gott að annað hvort hafa hann tengdan við SATA1 (eða SATA0 eins og það er oftast kallað) eða taka allt annað úr sambandi þar til Windows er komið inn. Annars getur maður lent í því að allt hætti bara að virka þegar einn aukadiskurinn er tekinn úr vélinni eða hann bilar og þá skilur maður ekkert í því afhverju það er að hafa áhrif á Windows
Re: starta windows af ssd
Sent: Lau 23. Jan 2010 00:40
af Gunnar
ja takk fyrir það DoofuZ
en ég var með hann tengdann í SATA5 þar sem ég er að reyna að hafa allt frekar snirtilegt í turninum og þá nær snúran ekki í tengið á SATA0. annars hefði eg tengt hann í það.
þarf að kíkja betur á þetta. er með allar sata tengin svo snirtilegar. þarf bara að setja þessa sata snúru neðst svo hún nái í sata0 tengið.
en skiptir það einhverju máli núna?
allar snúrurnar eru appelínugular nema úr ssd og úr Esata sem er tengi ofaná kassanum og þær tvær eru rauðar. og rauðu tengin eru í sata 5-6. appelsínugula í 1-2 og 3-4 augljóslega.
get tekið myndir innaní ef þið viljið.
Re: starta windows af ssd
Sent: Lau 23. Jan 2010 03:21
af DoofuZ
Nei, það skiptir í raun engu máli í hvaða SATA tengi á móðurborðinu sem diskurinn með Windows á er tengdur við, bara betra að aftengja aðra diska þegar þú setur nýtt Windows inn ef diskurinn fyrir það er ekki tengdur í allra fyrsta SATA tengið svo boot loaderinn fari ekki á annan disk
En fyrst þetta er komið í lag núna þá þarftu ekki að hafa áhyggjur af þessu.
Re: starta windows af ssd
Sent: Lau 23. Jan 2010 09:11
af jonsig
Spurning um að gefa Ömmu bara velocy raptor´inn og fá ssd í staðinn, þessi 40k velocy hentar kanski best í solitaire
Re: starta windows af ssd
Sent: Lau 23. Jan 2010 12:02
af Gunnar
jonsig skrifaði:Spurning um að gefa Ömmu bara velocy raptor´inn og fá ssd í staðinn, þessi 40k velocy hentar kanski best í solitaire
eða selja hann færð líklega fínann pening fyrir hann.
eða nota hann undir einhver forrit ef þú tímir ekki að kaupa þér stórann ssd sem mun ekki vera með nóg of plássi.
Re: starta windows af ssd
Sent: Lau 13. Feb 2010 22:25
af Godriel
jæja kallinn, ertu búinn að taka tímann á startupinu hjá þér?