Síða 1 af 1

Windows 7 og port...

Sent: Þri 19. Jan 2010 23:29
af KermitTheFrog
Jæja. Leiðindin þurfa að poppa upp einhvern tímann.

Ég er s.s. með 64bit Win 7 Ultimate á turninum mínum. Ég nota 2 forrit sem þarfnast þess að ég opni fyrir þau port og það eru µTorrent og ApexDC++. Þannig er mál með vexti að µTorrent sýnir grænt checkmark en þegar ég athuga með PF tólinu þá er bara UDP portið opið. Apex á hinn bóginn neitar alfarið að viðurkenna portið sem ég lét opna fyrir mig nema rétt eftir að ég ræsi vélina og svo læsist allt. Það virkaði á tímabili að restarta routernum en það dugði í mestalagi 5 mín.

Ég hef hringt nokkrum sinnum í Tal (hef ekki aðgang að routernum mínum :evil: ) og portin eru alveg opin hvað þá varðar og ip talan hefur ekkert breyst.

Ég var með XP áður en aftur á móti var ég líka með SpeedTouch router sem ég sjálfur gat stjórnað, en þar lenti ég sko í engum vandræðum.

Er eitthvað sérstakt sem ég þarf að gera með Win 7 til að fá þetta í gang? µTorrent er nú sosum ekki til neinna trafala en ApexDC++ lætur bara þannig að ég get engu niðurhalað, hvað þá leitað.

Mér finnst líka fyndið hvernig PF tólið viðurkennir bara UDP hjá µTorrent portinu en barasta ekkert með hitt portið.

Re: Windows 7 og port...

Sent: Mið 20. Jan 2010 15:56
af KermitTheFrog
bump

Re: Windows 7 og port...

Sent: Fim 21. Jan 2010 21:30
af KermitTheFrog
Er ekki einhver hérna sem getur svarað mér með þetta? Eða gæti þetta tengst því að ég nota þráðlaust net?

Re: Windows 7 og port...

Sent: Mán 08. Mar 2010 00:34
af KermitTheFrog
Lýsir ljós í myrkrinu?

Re: Windows 7 og port...

Sent: Mán 08. Mar 2010 00:41
af urban
Windows Firewall vandamál líklegast.

Control Panel\System and Security\Windows Firewall

Re: Windows 7 og port...

Sent: Mán 08. Mar 2010 00:44
af Danni V8
Mynd

Þetta er leiðin sem að ég notaði fyrir MW2 áður en leikurinn fór að gera þetta sjálfkrafa eftir eitt update-ið. Ég var einmitt að lenda í því að ef ég opnaði port í stillingunum á routernum þá opnuðust TCP portin en ekki UDP.

Re: Windows 7 og port...

Sent: Mán 08. Mar 2010 09:17
af KermitTheFrog
Þettta er ekki firewall og MW2 virkar fínt. Það eru bara þessi 2 forrit sem ég þarf að opna sérstaklega port og helvítis Tal vill ekki gefa mér aðgang að routernum!

Re: Windows 7 og port...

Sent: Mán 08. Mar 2010 10:07
af Danni V8
Ég nefndi nú MW2 bara sem dæmi þar sem ég var með svipað/sama vesen. Þetta var eina leiðin sem ég gat opnað öll port sem ég vildi í hvaða átt sem er, sama hvort það var fyrir MW2 eða eitthvað annað. Ertu búinn að prófa þetta?

Re: Windows 7 og port...

Sent: Mán 08. Mar 2010 13:22
af KermitTheFrog
Ég bara get með engu móti fundið routerinn minn í Network... Það er ekkert "Network Infrastructure" hjá mér :/

Re: Windows 7 og port...

Sent: Fim 11. Mar 2010 13:23
af KermitTheFrog
Einhver með lausn á því?