Síða 1 af 2

Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 00:10
af Pandemic
Núna var ég og bróðir minn að setja upp ljósleiðaratengingu og sá í user-interfaceinu að það væri limit að aðeins 3 mac addressur gætu tengst netinu. Er þetta virkilega satt?

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 00:14
af AntiTrust
Passar. Minnir að þú þurfir að borga meira fyrir fleiri Mac addressur?

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 00:16
af hagur
Er þetta virkilega eitthvað issue fyrir venjuleg heimili?

Þú ert væntanlega með router og allar vélar á heimilinu fara í gegnum hann. Þannig ertu í raun bara að nota eina mac addressu (routerinn sjálfur).

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 00:20
af Gúrú
Pandemic skrifaði:Núna var ég og bróðir minn að setja upp ljósleiðaratengingu og sá í user-interfaceinu að það væri limit að aðeins 3 mac addressur gætu tengst netinu. Er þetta virkilega satt?

Það er bara eitt port fyrir hverja tengingu sem að þú getur notað á Telsey boxinu hvorteðer :)

En þegar að ég lenti í einhverju svona var ekki einu sinni minnst á það að ég ætti að borga fyrir þetta, konan sagðist ætla að láta tæknimenn vita, en þá var þetta bara það að ég hafði tengt fartölvu, aðra fartölvu og router við þetta á einhverjum tímapunktum og þurfti þá bara að eyða einhverju af því út til að rúma til fyrir borðtölvunni :D

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 01:01
af Pandemic
Spurning hvað maður gerir þegar það eru 2 fartölvur, Server, borðvél, Xtremer og NAS hýsing á sama netinu. Láta Serverinn bara deila netinu.

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 01:04
af Gúrú
Pandemic skrifaði:Spurning hvað maður gerir þegar það eru 2 fartölvur, Server, borðvél, Xtremer og NAS hýsing á sama netinu. Láta Serverinn bara deila netinu.

Routerar þetta í gang.... eða switchar þetta í gang... get ýmindað mér að þú gætir jafnvel hálfgert-hubbað þetta í gang... ef að bara switchinn er tengdur er bara MAC addressa switchsins skráð, restin fellur undir hann. :o

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 01:07
af Pandemic
Allar mac addressur sem switchin er tengdur í sjást á Ljós-boxinu. Held að auðveldasta lausninn sé bara að tengja Ljósboxið í serverinn og setja upp ICS á hann. Þá ætti þetta ekki að vera neitt vandamál og Ljós-boxið bara að detecta MAC addressuna frá serverinum.

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 01:09
af Gúrú
Pandemic skrifaði:Allar mac addressur sem switchin er tengdur í sjást á Ljós-boxinu. Held að auðveldasta lausninn sé bara að tengja Ljósboxið í serverinn og setja upp ICS á hann. Þá ætti þetta ekki að vera neitt vandamál og Ljós-boxið bara að detecta MAC addressuna frá serverinum.

Hafði það nú frá tæknimanni þarna að nafni Hafþór rsom að switch með 10 tölvum/hlutum ætti að virka án þess að neitt þyrfti að gera...
Kannski er gagnaveitan búin að breyta þessu, ég veit ekki... Vodafone í gegnum GR ekki satt?

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 01:13
af Pandemic
Tal í gegnum GR

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 02:20
af gardar
Fer eftir því hvernig switch þú ert með, ódýrir unmanagable switchar forwarda mac addressunni líklegast beint áfram en með managable gæja ætti að vera hægt að stilla þetta...

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 07:52
af hagur
Pandemic skrifaði:Allar mac addressur sem switchin er tengdur í sjást á Ljós-boxinu. Held að auðveldasta lausninn sé bara að tengja Ljósboxið í serverinn og setja upp ICS á hann. Þá ætti þetta ekki að vera neitt vandamál og Ljós-boxið bara að detecta MAC addressuna frá serverinum.


Ertu ekki með router?

Lang auðveldasta leiðin ... ég er samtals með 6 tæki hérna heima (tölvur/fartölvur og annað) sem fara á netið í gegnum routerinn. Ekkert vesen og bara ein mac-addressa sem Telsey boxið "sér".

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 10:17
af Halli25
ég er hjá tal á ljósi, ég var með switch og 2 tölvur en um leið og bætti við 3 tölvunni þá stoppaði allt. Gat leyst þetta með ljósleiðararouter þar sem allar tölvur keyra á sömu mac adressu í gegnum hann til GR. Þar að auki er ég að keyra WD TV Live í gegnum hann.

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 11:49
af Pandemic
Borga extra fyrir auka router, held ekki. ICS og vandamálið er leyst.
Læt ykkur vita hvernig þetta fer.

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 12:11
af jagermeister
smááá off-topic

Er að verða geðsjúkur á þessu ljósleiðaraleysi ég bý í skerjafirðinum sem er 101 rvk og það er ekki kominn ljósleiðari? hvað er að frétta
síðan er ég að fá 25 í ping á íslenskum cs 1.6 serverum sem eru hýstir hjá símanum en ég er í viðskiptum hjá þeim, svo þegar einhver svarar í heimasímann eða hringir(slær inn númerið rsum)
þá fæ ég 150+ ms, síðan eru vinir mínir sem búa í einum af elstu hverfum í 101 með 8-12 ms á nákvæmlega eins tengingu

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 15:32
af depill
ojjj ICS hélt að sá viðbjóður væri loksins að fara deyja....

En ég skil ekki, ertu að tengja switch í telseyinn og svo vélarnar þannig ( sem allt á public IP tölum ). Ástæðan fyrir þessu 3 Mac-addressu limiti er svo að fólk sé ekki að taka of mikið af public IP tölum....

Þú auðvita hendir bara router uppí telsey, hann tekur ip töluna og NATar þetta fyrir restina, ég hélt meiri segja að TAL væri að neyða þig til að leigja router með þessu ?

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 15:37
af depill
jagermeister skrifaði:smááá off-topic

Er að verða geðsjúkur á þessu ljósleiðaraleysi ég bý í skerjafirðinum sem er 101 rvk og það er ekki kominn ljósleiðari? hvað er að frétta
síðan er ég að fá 25 í ping á íslenskum cs 1.6 serverum sem eru hýstir hjá símanum en ég er í viðskiptum hjá þeim, svo þegar einhver svarar í heimasímann eða hringir(slær inn númerið rsum)
þá fæ ég 150+ ms, síðan eru vinir mínir sem búa í einum af elstu hverfum í 101 með 8-12 ms á nákvæmlega eins tengingu


Örugglega eithvað lengra í ljósleiðarann vegna kreppunar og hversu illa Orkuveitan stendur.... myndi ég allavega giska, þetta er engin cash-cow fyrir GR rándýrt fyrir þá að gera þetta. Væntanlega munu þeir meira reyna gera þetta núna þegar það er verið að leggja nýjar lagnir. Getur séð stöðuna á 4v.is, ef það kemur að þú ert ekki á dagskrá er að minnsta kosti 12 mánuðir í að þú fáir ljós ( líklegast miklu meira ).

Ekki skil ég afhverju þú ert að faá 25ms í ping. Ég er hjá Voda/TAL á venjulegum PPPoE session ( sem veldur smá overhead ) og ég kemst allstaðar á höfuðborgarsvæðinu á 10 - 12 ms.

Ég myndi giska í fyrsta lagi vantar annað hvort smásíu á einhvern síman hjá þér, eða einhver af þeim er ónýt ( eða vitlaust settar á ) og svo er hreinlega spurnir hvort að þú sért að gömlum SLAMma ? Kannski á ISDN korti ( getur verið á því þótt að þú sért með POTS línu ).

Það er bara að fara rífast í Símanum, ef þú ert á ISDN korti eru þeir örugglega til í að breyta þér ( og þá þarftu að fá nýjan router þar sem þá er routerinn þinn ISDN ) en annars gæti þetta verið vesen, þar sem þeir gætu tafið þetta í einhver leiðindi og tékk og þá spurnig um að skipta um provider, eða bara þrauka þetta ( það gæti ekki virkað að skipta til Hringiðunar þar sem þeir nota ADSL kerfi Símans ).

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 15:51
af Pandemic
Ég hélt einmitt að Telesy boxið sæi um NAT, DHCP og var einmitt að undra mig á því að það væru engar NAT stillingar til staðar í user-interfaceinu.
Ætli maður smelli þá ekki bara gamla Linksys routernum í.

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 16:04
af jagermeister
depill skrifaði:
jagermeister skrifaði:smááá off-topic

Er að verða geðsjúkur á þessu ljósleiðaraleysi ég bý í skerjafirðinum sem er 101 rvk og það er ekki kominn ljósleiðari? hvað er að frétta
síðan er ég að fá 25 í ping á íslenskum cs 1.6 serverum sem eru hýstir hjá símanum en ég er í viðskiptum hjá þeim, svo þegar einhver svarar í heimasímann eða hringir(slær inn númerið rsum)
þá fæ ég 150+ ms, síðan eru vinir mínir sem búa í einum af elstu hverfum í 101 með 8-12 ms á nákvæmlega eins tengingu


Örugglega eithvað lengra í ljósleiðarann vegna kreppunar og hversu illa Orkuveitan stendur.... myndi ég allavega giska, þetta er engin cash-cow fyrir GR rándýrt fyrir þá að gera þetta. Væntanlega munu þeir meira reyna gera þetta núna þegar það er verið að leggja nýjar lagnir. Getur séð stöðuna á 4v.is, ef það kemur að þú ert ekki á dagskrá er að minnsta kosti 12 mánuðir í að þú fáir ljós ( líklegast miklu meira ).

Ekki skil ég afhverju þú ert að faá 25ms í ping. Ég er hjá Voda/TAL á venjulegum PPPoE session ( sem veldur smá overhead ) og ég kemst allstaðar á höfuðborgarsvæðinu á 10 - 12 ms.

Ég myndi giska í fyrsta lagi vantar annað hvort smásíu á einhvern síman hjá þér, eða einhver af þeim er ónýt ( eða vitlaust settar á ) og svo er hreinlega spurnir hvort að þú sért að gömlum SLAMma ? Kannski á ISDN korti ( getur verið á því þótt að þú sért með POTS línu ).

Það er bara að fara rífast í Símanum, ef þú ert á ISDN korti eru þeir örugglega til í að breyta þér ( og þá þarftu að fá nýjan router þar sem þá er routerinn þinn ISDN ) en annars gæti þetta verið vesen, þar sem þeir gætu tafið þetta í einhver leiðindi og tékk og þá spurnig um að skipta um provider, eða bara þrauka þetta ( það gæti ekki virkað að skipta til Hringiðunar þar sem þeir nota ADSL kerfi Símans ).


takk fyrir svarið ég er með speedtouch 585 router frá símanum hef ekki hugmynd um hvað PPPoE, SLAMma, ISDN kort, eða POTS lína og vona að það skipti ekki höfuðmáli, þetta með síuna get ég séð það einhvernveginn eða þarf e-h stúss til þess og þegar ég segi stúss þá meina ég tæknimann frá símanum/Hringiðunni orðinn semi pirraður á því að vera í miðju scrimmi á SIMNET server með 25 i ms + ef e-h hringir fer aaaallt í fuck

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 18:07
af depill
jagermeister skrifaði:takk fyrir svarið ég er með speedtouch 585 router frá símanum hef ekki hugmynd um hvað PPPoE, SLAMma, ISDN kort, eða POTS lína og vona að það skipti ekki höfuðmáli, þetta með síuna get ég séð það einhvernveginn eða þarf e-h stúss til þess og þegar ég segi stúss þá meina ég tæknimann frá símanum/Hringiðunni orðinn semi pirraður á því að vera í miðju scrimmi á SIMNET server með 25 i ms + ef e-h hringir fer aaaallt í fuck


Skomm byrjaðu að kíkja undir routerinn ef það stendur SpeedTouch 585i ( taktu eftir inu ) að þá er þetta ISDN router og þú ert á ISDN korti yfir POTS ( legacy vandamál hjá Símanum ). Þá skaltu láta skipta hjá þér.

Smásía er svona lítið grátt/beige stykki sem á að stingast inní "vegginn" ( símadósina ) hjá hverjum einasta síma hjá þér ( það er líka til splitterar, en við skulum ekki missa okkur )....

Margir snúa henni oft vitlaust, það er setja hana inní símann í staðinn fyrir inní vegginn þá virkar hún ekki. Ennfremur eyðileggjast þær mjög oft. Og sumir klikka á því að setja smásíu við hvern síma og enn aðrir setja hana við routerinn og þannig sía ADSL merkið frá routernum en skilja eftir Talið :)

Þannig það á að vera svona grátt/beige stykki inní veggnum hjá hverjum síma ( og svo símasnúra aftan í það og þaðan í símann ) við hvern síma og alls ekki á símasnúruna sem fer í routerinn.

Byrjaðu á því, gæti allavega reddað spikeunum.

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mán 18. Jan 2010 23:47
af Starman
Pandemic skrifaði:Ég hélt einmitt að Telesy boxið sæi um NAT, DHCP og var einmitt að undra mig á því að það væru engar NAT stillingar til staðar í user-interfaceinu.
Ætli maður smelli þá ekki bara gamla Linksys routernum í.


Þá er það bara spurningin hvort að þessi "gamli" Linksys geti höndlað þetta throughput 30-50Mbit/s

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mið 03. Feb 2010 09:09
af akarnid
depill skrifaði:
jagermeister skrifaði:takk fyrir svarið ég er með speedtouch 585 router frá símanum hef ekki hugmynd um hvað PPPoE, SLAMma, ISDN kort, eða POTS lína og vona að það skipti ekki höfuðmáli, þetta með síuna get ég séð það einhvernveginn eða þarf e-h stúss til þess og þegar ég segi stúss þá meina ég tæknimann frá símanum/Hringiðunni orðinn semi pirraður á því að vera í miðju scrimmi á SIMNET server með 25 i ms + ef e-h hringir fer aaaallt í fuck


Skomm byrjaðu að kíkja undir routerinn ef það stendur SpeedTouch 585i ( taktu eftir inu ) að þá er þetta ISDN router og þú ert á ISDN korti yfir POTS ( legacy vandamál hjá Símanum ). Þá skaltu láta skipta hjá þér.

Smásía er svona lítið grátt/beige stykki sem á að stingast inní "vegginn" ( símadósina ) hjá hverjum einasta síma hjá þér ( það er líka til splitterar, en við skulum ekki missa okkur )....

Margir snúa henni oft vitlaust, það er setja hana inní símann í staðinn fyrir inní vegginn þá virkar hún ekki. Ennfremur eyðileggjast þær mjög oft. Og sumir klikka á því að setja smásíu við hvern síma og enn aðrir setja hana við routerinn og þannig sía ADSL merkið frá routernum en skilja eftir Talið :)

Þannig það á að vera svona grátt/beige stykki inní veggnum hjá hverjum síma ( og svo símasnúra aftan í það og þaðan í símann ) við hvern síma og alls ekki á símasnúruna sem fer í routerinn.

Byrjaðu á því, gæti allavega reddað spikeunum.



Byrjum á því að segja að Skerjafjörðurinn er ADSL vandræðasvæði (línur frá 3.1 upp í 3,6 km langar - tengjast í Miðbæjarstöð).

Þannig að þú ert þar kominn með ágætis ástæðu fyrir ping spikes. Líklega er verið að keyra hjá þér of mikinn hraða heldur en línan ræður við. Sp. ef þú ert með 12 Mb tengingu að reyna að láta lækka hana niður í 8 Mb.

Annars er Skerjafjörðuinn vandræðasvæði og stendur til að laga það á næsta ári held ég.

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mið 03. Feb 2010 11:22
af jagermeister
ég er með 8mb tengingu þeir sögðu að ég gæti ekki fengið stærri en ég skil það ekki vegna þess að frændi minn sem býr í skerjafirði er með 8-10ms :o

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mið 03. Feb 2010 14:23
af kazgalor
jagermeister skrifaði:ég er með 8mb tengingu þeir sögðu að ég gæti ekki fengið stærri en ég skil það ekki vegna þess að frændi minn sem býr í skerjafirði er með 8-10ms :o



Það getur verið vegna þess að símalínan í húsinu þínu er léleg. Félagi minn býr í breiðholti og hans tenging er shit, einfaldlega vegna þess að símalínan er þreytt í blokkinni.

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mið 03. Feb 2010 14:32
af jagermeister
kazgalor skrifaði:
jagermeister skrifaði:ég er með 8mb tengingu þeir sögðu að ég gæti ekki fengið stærri en ég skil það ekki vegna þess að frændi minn sem býr í skerjafirði er með 8-10ms :o



Það getur verið vegna þess að símalínan í húsinu þínu er léleg. Félagi minn býr í breiðholti og hans tenging er shit, einfaldlega vegna þess að símalínan er þreytt í blokkinni.


er ekki megavesen að skipta um hana?

Re: Limit á ljósleiðara

Sent: Mið 03. Feb 2010 15:36
af viddi
jagermeister skrifaði:
kazgalor skrifaði:
jagermeister skrifaði:ég er með 8mb tengingu þeir sögðu að ég gæti ekki fengið stærri en ég skil það ekki vegna þess að frændi minn sem býr í skerjafirði er með 8-10ms :o



Það getur verið vegna þess að símalínan í húsinu þínu er léleg. Félagi minn býr í breiðholti og hans tenging er shit, einfaldlega vegna þess að símalínan er þreytt í blokkinni.


er ekki megavesen að skipta um hana?


Hvaða, hvaða smá uppgröftur og skemmtinlegheit, ekkert sem telst til vesens :8)


:lol: