Síða 1 af 2

Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 15:06
af BjarkiB
Sæir/ar vaktarar,

Hver er einfaldasta og léttasta leiðin til að búa til forrit frá grunni? þarf maður að kunna á eitthvað séstakt?

kv.Tiesto

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 15:08
af coldcut
forritunarmál er það sem þú þarft að kunna á :roll:

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 15:12
af BjarkiB
Og hevrnig er hægt að fikra sig áfram í því?

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 15:19
af Skari
Ef þú ert að leita eftir einhverju mjög simple, ætli c++ væri þá ekki best, mikið efni á netinu til að læra á þetta, fullt fullt af tutorials, sýniforritum og fl.

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 15:23
af BjarkiB
Þetta eru bara vangaveltur hjá mér, en skal prufa...Semsagt búa til forrit í forriti? hvernig verða þá forrit upprunalega til? og eitt enn hvernig er búið til leiki?

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 15:36
af Elisvk
Tiesto skrifaði:Þetta eru bara vangaveltur hjá mér, en skal prufa...Semsagt búa til forrit í forriti? hvernig verða þá forrit upprunalega til? og eitt enn hvernig er búið til leiki?


það er búið til leiki í graphics engines ofl... Ég er ekki með nógu mikla þekkingu til þess að geta lýst þessu í nokkrum settningum.

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 15:44
af Daz
Fyrst er búið til vélamál. Það inniheldur skipanir (oftast lesnar í hex formi) sem örgjörvinn skilur á bitaformi (1 og 0) í því málið er hægt að skrifa forrit sem "þýðir" úr einu máli í annað, s.s. tekur kóða sem er líkur C++ og færir hann yfir í vélamálið.

C++ kóðinn er ekki skiljanlegur af örgjörvanum beint, heldur þarf að þýða hann, því augljóslega er allur kóði og allt í tölvum geymt á bitaformi.

Svona verða forrit til, í mjög stuttu máli.

Til að búa til leik? Þú skrifar það í einhverju forritunarmáli og þýðir það, alveg eins og öll önnur forrit. Venjulega er þá byrjað á einhverjum sem við getum kallað grafíkvél, s.s. forrit sem getur teiknað á skjáinn hjá þér, síðan er skrifað script sem stýrir því hvað grafíkvélin Á að teikna.

:D

Orðskýringar

Hex form: birtingarform upplýsinga, þar sem stuðst er við grunntöluna 16 (en ekki 10 eins og við þekkjum), talið 0,1,2,3,4,5,6,7,8,9,a,b,c,d,e,f,10,1,12,13,14,15,16,17,18,19,1a osfrv

bita form: annað birtingarform, þar sem stuðst er við grunntöluna 2, talið: 0,1,10,11,100,101,110,111,1000 osfrv

C++: þekkt og gamalgróið forritunarmál, dæmi (þegar þetta forrit er keyrt er skrifað á skjáinn "Hello World!"):

Kóði: Velja allt

#include <iostream.h>

int main()
{
    cout << "Hello World!";
    return 0;
}

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 15:52
af BjarkiB
Þakka þetta, tók mig nokkrar mínútur að lesa þetta yfir en skildi þó nokkur orð á endanum :P

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 16:12
af GrimurD
Uss það er ekki rétt hjá þér Daz, ef þú keyrðir þetta forrit þá kæmi error! ;)

EDIT: Það kæmu í raun tveir errorar, en fyrri fer sennilega eftir þýðanda.

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 16:22
af BjarkiB
Daz skrifaði:Fyrst er búið til vélamál. Það inniheldur skipanir (oftast lesnar í hex formi) sem örgjörvinn skilur á bitaformi (1 og 0) í því málið er hægt að skrifa forrit sem "þýðir" úr einu máli í annað, s.s. tekur kóða sem er líkur C++ og færir hann yfir í vélamálið.

C++ kóðinn er ekki skiljanlegur af örgjörvanum beint, heldur þarf að þýða hann, því augljóslega er allur kóði og allt í tölvum geymt á bitaformi.

Svona verða forrit til, í mjög stuttu máli.

Til að búa til leik? Þú skrifar það í einhverju forritunarmáli og þýðir það, alveg eins og öll önnur forrit. Venjulega er þá byrjað á einhverjum sem við getum kallað grafíkvél, s.s. forrit sem getur teiknað á skjáinn hjá þér, síðan er skrifað script sem stýrir því hvað grafíkvélin Á að teikna.

:D

Orðskýringar

Hex form: birtingarform upplýsinga, þar sem stuðst er við grunntöluna 16 (en ekki 10 eins og við þekkjum), talið 0,1,2,3,4,5,6,7,8,9,a,b,c,d,e,f,10,1,12,13,14,15,16,17,18,19,1a osfrv

bita form: annað birtingarform, þar sem stuðst er við grunntöluna 2, talið: 0,1,10,11,100,101,110,111,1000 osfrv

C++: þekkt og gamalgróið forritunarmál, dæmi (þegar þetta forrit er keyrt er skrifað á skjáinn "Hello World!"):

Kóði: Velja allt

#include <iostream.h>

main()
{
    cout << "Hello World!";
    return 0;
}



Prufaði að copy-a þennan kóða inní C++ hvað geri ég svo? Hef aldrei gert svona áður, svo ekki hlægja af mér [-(

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 16:44
af SteiniP
Skari skrifaði:Ef þú ert að leita eftir einhverju mjög simple, ætli c++ væri þá ekki best, mikið efni á netinu til að læra á þetta, fullt fullt af tutorials, sýniforritum og fl.

:lol: :lol:

Tiesto: Fyrst þú hefur enga forritunarkunnáttu fyrir, þá mæli ég með að þú byrjir á einhverju notendavænna en C++
Það best að byrja smátt því annars verðurðu bara pirraður á þessu og færð ógeð á forritun.

Kíktu á Python. Það er mjög þægilegt byrjendamál en samt sem áður mjög öflugt.
Hérna er tutorial sem fer í gegnum það helsta http://www.sthurlow.com/python/
Svo er nóg af kennsluefni á netinu, bara nota google og spurja.

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 17:05
af intenz
Ég myndi mæla með PHP til að læra syntax og hvernig forritunarmál virka.

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 17:06
af Skari
SteiniP skrifaði:
Skari skrifaði:Ef þú ert að leita eftir einhverju mjög simple, ætli c++ væri þá ekki best, mikið efni á netinu til að læra á þetta, fullt fullt af tutorials, sýniforritum og fl.

:lol: :lol:

Tiesto: Fyrst þú hefur enga forritunarkunnáttu fyrir, þá mæli ég með að þú byrjir á einhverju notendavænna en C++
Það best að byrja smátt því annars verðurðu bara pirraður á þessu og færð ógeð á forritun.

Kíktu á Python. Það er mjög þægilegt byrjendamál en samt sem áður mjög öflugt.
Hérna er tutorial sem fer í gegnum það helsta http://www.sthurlow.com/python/
Svo er nóg af kennsluefni á netinu, bara nota google og spurja.




Mér var nú hent í C++ þegar ég var algjör byrjandi í þessu og það var ekkert slæmt.

Ef hann notar Microsoft Visual Studio þá er þetta mjög notendavænt og auðvelt í notkun.

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 17:44
af kusi
Þú þarft annarsvegar að velja þér forritunarmál og hinsvegar "forritunarhugbúnað". Þú þarft líka að gera það upp við þig hvort þú vilt búa til hefðbundið forrit (.exe skrá) eða forrit sem keyrir á heimasíðu. Þetta er líka smá spurning um það hvort þú vilt vera í Microsoft liðinu eða Open Source liðinu... Kannski frekar samt ef þú ætlar í vefforritun.

Microsoft býr til vöndul sem heitir Visual Studio en í þeim pakka geturu gert forrit með nokkrum mismunandi forritunarmálum, C++, C#, Visual Basic ofl. Ég hef ekki notað þetta í mörg ár svo ég veit ekki alveg hvernig þetta virkar núna. Ég byrjaði í Visual Basic fyrir mörgum, mörgum árum og það var mjög einfalt. Lærði það með fikti en forritið (Microsoft Visual Basic 4, 5 og 6) var mjög "fyrirgefanlegt" og hjálpaði manni í gegnum ferlið, leiðrétti villur fyrir mann osfrv. Basic er, eins og nafnið gefur að skilja, einfalt mál sem er ekki (eða var amsk. ekki) mjög strangt hvað varðar formlegheit eins og td. C++ eða Java (einsog ég þekki þessi mál amsk.).
Þú getur sótt ókeypis útgáfu af Visual Studio sem er eitthvað takmörkuð en ætti að duga byrjendum.

Það eru til ýmis "forritunar-forrit" sem eru ókeypis eða open source. Sjálfur nota ég núna NetBeans sem mér þykir fínt en ég hef bara notað það í PHP forritun. Það á að vera fyrir fleiri forritunarmál líka.

Ég sé að einhverjir mæla með því að þú byrjir í C++... Það mál þykir frekar flókið svo að það er brattari lærdómskúrva, með öðrum orðum muntu þá eiga erfitt í byrjun. Það er hinsvegar mál sem er mjög gott, öflugt og gagnlegt að kunna. Ef þú vilt geta fljótlega byrjað að forrita og gera skemmtileg einföld forrit skaltu velja þér eitthvað annað. Ef þú ert mjög áhugasamur, ert tilbúinn að verja nokkrum tíma í lestur og smá vandræði og vilt læra "the real thing" skaltu láta vaða.

Persónulega fannst mér gott að læra einfalt mál þar sem ég gat gert flest þau forrit sem mig langaði að gera, fékk áhuga á forritun og svo þegar ég hafði "vaxið upp úr" einfalda málinu lært eitthvað nýtt. Ég gluggaði í C (forvera C++) á sama tíma en hafði ekki þolinmæði í það sem byrjandi.

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 23:34
af Daz
GrimurD skrifaði:Uss það er ekki rétt hjá þér Daz, ef þú keyrðir þetta forrit þá kæmi error! ;)

EDIT: Það kæmu í raun tveir errorar, en fyrri fer sennilega eftir þýðanda.


:oops:

Ég hef ekki forritað í C++ síðan í skóla, komin ein 5-6 ár síðan, ég googlaði bara og þetta leit "rétt" út fyrir mér :D



Annars myndi ég segja að það sé mjög gott að byrja að læra "alvöru" forritun, í C++ eða java eða python osfrv. og þá beint í textaritil. Gera Hello world og nokkur fleiri til að fá smá tilfinningu fyrir því út á hvað þetta gengur. Eftir það er kannski fínt að hoppa í IDE pakkann og fá meiri hjálp frá umhverfinu sem þú vilt nota.
Ég hef annars ekkert vit á þessu, ég lærði forritun í mörg ár og kann ekki neitt. Googla bara allt sem ég þarf :oops:

Re: Búa til forrit

Sent: Þri 12. Jan 2010 23:38
af Gothiatek
C er reyndar ekki forveri C++ heldur er C++ byggt á C. Bæði málin hafa sína kosti og eru í fullri notkun í dag.

Með C (og C++ í raun) geturu forritað nær vélbúnaðinum, þ.e.a.s. þetta eru low level forritunarmál og því flóknari. En þar sem þú ert alger byrjandi og ert að spá í að krukka í þessu sjálfur er sennilega best að byrja að prófa eitthvað þar sem þú "sérð" eitthvað result - ekki bara texta í skel eða command prompt.
Getur tjékkað á PHP. Komið þér upp Apache server og MySQL gagnagrunni og skrifað einhverja einfalda database drive vefsíðu. Þetta er allt frítt og ég tala nú ekki um ef þú skellir þessu á Linux og lærir á það líka í leiðinni.
Það er ógrynni af tutorials á netinu fyrir þetta...best að finna bara eitthvað sniðugt og prófa sig áfram.

Re: Búa til forrit

Sent: Mið 13. Jan 2010 09:20
af BjarkiB
Gothiatek skrifaði:C er reyndar ekki forveri C++ heldur er C++ byggt á C. Bæði málin hafa sína kosti og eru í fullri notkun í dag.

Með C (og C++ í raun) geturu forritað nær vélbúnaðinum, þ.e.a.s. þetta eru low level forritunarmál og því flóknari. En þar sem þú ert alger byrjandi og ert að spá í að krukka í þessu sjálfur er sennilega best að byrja að prófa eitthvað þar sem þú "sérð" eitthvað result - ekki bara texta í skel eða command prompt.
Getur tjékkað á PHP. Komið þér upp Apache server og MySQL gagnagrunni og skrifað einhverja einfalda database drive vefsíðu. Þetta er allt frítt og ég tala nú ekki um ef þú skellir þessu á Linux og lærir á það líka í leiðinni.
Það er ógrynni af tutorials á netinu fyrir þetta...best að finna bara eitthvað sniðugt og prófa sig áfram.


Hvernig stofna ég Apache server?

Re: Búa til forrit

Sent: Mið 13. Jan 2010 09:36
af viddi
Ættli Xampp sé ekki einfaldasta leiðin til að koma sér upp Apache með Mysql og phpmyadmin

Re: Búa til forrit

Sent: Mið 13. Jan 2010 09:56
af Daz
Ég sé ekki alveg hvernig það að læra PHP, SQL og að setja upp servera fyrir bæði er einfaldara en að læra C++ eða líkt mál. Þú ert kannski fljótari að fá eitthvað grafískt, en ég er ekki viss um að það sé neitt mikið auðveldara, eða að menn læri eitthvað meira af því.

Re: Búa til forrit

Sent: Mið 13. Jan 2010 10:37
af BjarkiMTB
Daz skrifaði:Ég sé ekki alveg hvernig það að læra PHP, SQL og að setja upp servera fyrir bæði er einfaldara en að læra C++ eða líkt mál. Þú ert kannski fljótari að fá eitthvað grafískt, en ég er ekki viss um að það sé neitt mikið auðveldara, eða að menn læri eitthvað meira af því.


Jú víst! PHP er miklu betra að læra á! Og það er ekkert mál að setja upp server... XAMPP og WampServer gera það of létt..

Re: Búa til forrit

Sent: Mið 13. Jan 2010 10:56
af Daz
BjarkiMTB skrifaði:
Daz skrifaði:Ég sé ekki alveg hvernig það að læra PHP, SQL og að setja upp servera fyrir bæði er einfaldara en að læra C++ eða líkt mál. Þú ert kannski fljótari að fá eitthvað grafískt, en ég er ekki viss um að það sé neitt mikið auðveldara, eða að menn læri eitthvað meira af því.


Jú víst! PHP er miklu betra að læra á! Og það er ekkert mál að setja upp server... XAMPP og WampServer gera það of létt..

Þetta eru óyfirstíganleg rök, ég er sannfærður!

(En svona í álverinu, geturðu bent mér á eitthvað sem styður það að php sé auðveldara að læra en C++ (enþá frekar ef það styður að þú lærir meira á php en C++ lærdóminum). Ég er enginn C++ nörd, finnst þetta bara svolítið merkilega staðhæfing).

Re: Búa til forrit

Sent: Mið 13. Jan 2010 12:36
af Gothiatek
Það er náttúrulega ekkert hægt að bera saman C++ og PHP. Eins og að bera saman epli og appelsínu.

En það var spurt hver er einfaldasta leiðin til að læra smá forritun, ef hann ætlar bara að dunda sér í þessu í frítíma er ég ekki viss um að hann nenni að lesa sig til um OO eða pointers o.s.frv.

Ég er sammála því að ef hann vill læra forritun fyrir alvöru á hann náttúrulega að skoða C++. En ef hann vill bara fikta og sjá eitthvað (annað en Hello World í command prompt) er kannski bara skemmtilegra að leika sér í PHP.

Þannig að spurningin er kannski frekar hvort hann hafi áhuga á að prófa vefsíðugerð eða desktop application...

Re: Búa til forrit

Sent: Mið 13. Jan 2010 13:14
af appel
Ég er forritari og held að meirihlutinn hérna viti ekki rass hvað hann er að tala um í þessum þræði.

@Tiesto:

Gleymdu þessu, nema þú ert tilbúinn til að eyða 2-3 árum í að læra þetta almennilega, sem flestir nenna ekki.


Ef þú ert virkilega tilbúinn til þess þá mæli ég með C# og Visual Studio. Lestu einhverja C# bók.

Re: Búa til forrit

Sent: Mið 13. Jan 2010 19:56
af BjarkiMTB
Daz skrifaði:
BjarkiMTB skrifaði:
Daz skrifaði:Ég sé ekki alveg hvernig það að læra PHP, SQL og að setja upp servera fyrir bæði er einfaldara en að læra C++ eða líkt mál. Þú ert kannski fljótari að fá eitthvað grafískt, en ég er ekki viss um að það sé neitt mikið auðveldara, eða að menn læri eitthvað meira af því.


Jú víst! PHP er miklu betra að læra á! Og það er ekkert mál að setja upp server... XAMPP og WampServer gera það of létt..

Þetta eru óyfirstíganleg rök, ég er sannfærður!

(En svona í álverinu, geturðu bent mér á eitthvað sem styður það að php sé auðveldara að læra en C++ (enþá frekar ef það styður að þú lærir meira á php en C++ lærdóminum). Ég er enginn C++ nörd, finnst þetta bara svolítið merkilega staðhæfing).


PHP er ótrúlega létt mál að læra á! Sérstaklega með hjálp php.net manualinu. Ef þú villt fara út í eitthvað Console og Windows Form dót þá mæli ég með C#, þar sem það er bæði mjög vinsælt og ekki of erfitt miðað við C++. Svo nærðu þér líka í Visual Studio sem er mjög þæginlegt fyrir .NET forritun (C# er .NET). En það er líka allt í lagi að byrja á PHP og fara svo seinna í C# og þá ertu enga stund að færa þig yfir í það.

Vill líka benda þér á grein eftir Ginu Trapani (vinnur hjá Google) um byrjun forritunar: Programmer 101: Teach Yourself How To Code. Ættir að lesa þetta allt. Mjög gott tutorial sem ég hefði alveg verið til í að lesa þegar ég var að byrja að forrita.

Re: Búa til forrit

Sent: Sun 07. Feb 2010 03:12
af starionturbo
Haha vá ég held að hann ætti nú bara að byrja á javascript...

@apple: mér finnst þetta nú svolítið stór orð hjá þér...