Fyrst er búið til vélamál. Það inniheldur skipanir (oftast lesnar í hex formi) sem örgjörvinn skilur á bitaformi (1 og 0) í því málið er hægt að skrifa forrit sem "þýðir" úr einu máli í annað, s.s. tekur kóða sem er líkur C++ og færir hann yfir í vélamálið.
C++ kóðinn er ekki skiljanlegur af örgjörvanum beint, heldur þarf að þýða hann, því augljóslega er allur kóði og allt í tölvum geymt á bitaformi.
Svona verða forrit til, í mjög stuttu máli.
Til að búa til leik? Þú skrifar það í einhverju forritunarmáli og þýðir það, alveg eins og öll önnur forrit. Venjulega er þá byrjað á einhverjum sem við getum kallað grafíkvél, s.s. forrit sem getur teiknað á skjáinn hjá þér, síðan er skrifað script sem stýrir því hvað grafíkvélin Á að teikna.
Orðskýringar
Hex form: birtingarform upplýsinga, þar sem stuðst er við grunntöluna 16 (en ekki 10 eins og við þekkjum), talið 0,1,2,3,4,5,6,7,8,9,a,b,c,d,e,f,10,1,12,13,14,15,16,17,18,19,1a osfrv
bita form: annað birtingarform, þar sem stuðst er við grunntöluna 2, talið: 0,1,10,11,100,101,110,111,1000 osfrv
C++: þekkt og gamalgróið forritunarmál, dæmi (þegar þetta forrit er keyrt er skrifað á skjáinn "Hello World!"):
Kóði: Velja allt
#include <iostream.h>
int main()
{
cout << "Hello World!";
return 0;
}