Síða 1 af 1

Er að spá í að skipta um móðurborð, hvað með Activation?

Sent: Sun 10. Jan 2010 19:29
af Danni V8
Ég hef heyrt ýmsar sögur um að það er ekki hægt bara hægt að skrá eitt Windows leyfi á eitt móðurborð. Með öðrum orðum, ef ég myndi skipta um móðurborð þá þyrfti ég að kaupa nýtt Windows leyfi.

Er eitthvað til í þessu? Ég er ný búinn að kaupa Retail Windows 7 Home Premium en er að huga að því að gefa mér uppfærslu í afmælisgjöf í febrúar, er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?

Re: Er að spá í að skipta um móðurborð, hvað með Activation?

Sent: Sun 10. Jan 2010 19:30
af SolidFeather
nei

Re: Er að spá í að skipta um móðurborð, hvað með Activation?

Sent: Sun 10. Jan 2010 19:36
af emmi
Getur flutt leyfið á milli véla ef þú átt Retail. OEM leyfi eru hinsvegar ætluð á eina vél.

Re: Er að spá í að skipta um móðurborð, hvað með Activation?

Sent: Sun 10. Jan 2010 19:51
af beatmaster
Með Retail útgáfu mátt þú mátt setja Windows-ið upp á eins mörgum tölvum og þú villt, samt bara einni í einu

Með OEM útgáfu máttu bara setja það upp á einu móðurborði og svo eftir activation er það leyfi bundið við það móðurborð

Þessvegna er Retail dýrara en OEM