Síða 1 af 1

Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 13:23
af BjarkiB
Sælir/ar vaktarar,

Er að spá í þegar ég tld. er inná fótbolti.net þá eru svona 5-10 adobe flah player auglýsingar á síðunni sjálfri. Ég er að verða svoldið pirraður á þessu vegna þess að netið hægist um helling þegar ég er inná síðunni. Er að spá hvort það sé til Forrit/ eða app fyrir Mozilla Firefox sem blockar adobe flash player á völdum síðum?

Kv.Tiesto, og Gleðilega Hátið.

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 13:27
af Gúrú
Block... ads... ad... block...
Adblock? https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/1865

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 13:58
af Blackened
Adblock plus maður.. getur búið til svona "wildcard" fyrir heimasíður.. venjulega eru allar auglýsingar geymdar í sömu möppunni og það er hægt að láta Adblock hætta að sýna allt efni úr þeirri möppu..

..netið er bara ekki eins án þeirra! miiiklu betra :)

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 14:10
af BjarkiB
Og hvar er hægt að finna adblock plus?

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 14:14
af Gúrú
Tiesto skrifaði:Og hvar er hægt að finna adblock plus?

Ekki í fyrra innlegginu mínu, það er fo sho...

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 14:21
af Viktor
Ef einhver spyr þá er ég ekki með http://mbl.is/augl/ blockað.

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 14:22
af ZoRzEr
Vá hvað linkurinn er alls ekki í pósti nr 2. Annars er einn fídus byggður inn í Firefox sem ekki svo margir vita af. Heitir Google.

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 14:25
af BjarkiB
haha, er eitthvað utan við mig eftir gærdaginn #-o

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 17:13
af Narco
Opna firefox, tools, addons, skrifa adblock plus í leitargluggan og þá sérðu það, clickar á install addon, og allt fer að gerast.

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 18:17
af Hvati
Ég mæli líka með flashblock ásamt Adblock

Re: Adobe flash player block fyrir Firefox

Sent: Þri 29. Des 2009 22:46
af CendenZ
ég nota flashblock.. þá koma play merki á td. vídjóin.. sem er fáránlega þægilegur fídus þegar maður fer að nota hann. Td. þessi helvítis fréttavídjó á mbl og vísi.. og talandi um á youtube :lol: