Síða 1 af 1

Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 09:06
af ColdIce
Ég er alltaf að fá villur upp þegar ég reyni að setja eitthvað upp í vélinni. Margir leikar faila og crasha, Nero vill ekki installast, Framework kemur með villur...name it! Er búinn að formata og prófa xp home og xp pro

Veit einhver hvað getur verið að? Getur þetta nokkuð verið galli í harða disknum?

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 17:32
af starionturbo
Corrupt Windows Install, fáðu þér ný brenndan disk með Ultimate útgáfunni.

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 17:33
af ColdIce
starionturbo skrifaði:Corrupt Windows Install, fáðu þér ný brenndan disk með Ultimate útgáfunni.

Hef reynt 4 mismunandi diska

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 17:35
af hsm
Þetta er nú varla galli í harða disknum ef þú ert búinn að prufa fjóra diska.
gæti verið vinnsluminnið.

Edit : Las ekki síðasta póst nógu vel :)
Hefur þú prufað að gera full format " ekki Quick format "??

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 17:37
af Gúrú
hsm skrifaði:Þetta er nú varla galli í harða disknum ef þú ert búinn að prufa fjóra diska.
gæti verið vinnsluminnið.

Windows install diska ekki harða diska sýnist mér frekar...
En runnaðu memtest.

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 18:54
af tolli60
hsm skrifaði:
Hefur þú prufað að gera full format " ekki Quick format "??

prófa þetta

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 18:56
af ColdIce
Gúrú skrifaði:
hsm skrifaði:Þetta er nú varla galli í harða disknum ef þú ert búinn að prufa fjóra diska.
gæti verið vinnsluminnið.

Windows install diska ekki harða diska sýnist mér frekar...
En runnaðu memtest.

Fæ þetta upp

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 18:57
af ColdIce
Bahh svo reynir forritið eitthvað og það koma villur dauðans!

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 19:03
af hsm
Þetta er villa í vinnsluminni. Þú getur prufað að taka annan kubbinn úr " það er að segja ef að þú ert með 2 kubba " og athugað hvort að þú fáir sömu villu. Og svo prufa hinn til að vita hvor kubburinn þetta er.
Ég er að sjálfsögðu að gera ráð fyrir að þú sést með 2 kubba :)
Annars bara að fá þér nýtt minni.

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 19:04
af ColdIce
hsm skrifaði:Þetta er villa í vinnsluminni. Þú getur prufað að taka annan kubbinn úr " það er að segja ef að þú ert með 2 kubba " og athugað hvort að þú fáir sömu villu. Og svo prufa hinn til að vita hvor kubburinn þetta er.
Ég er að sjálfsögðu að gera ráð fyrir að þú sést með 2 kubba :)
Annars bara að fá þér nýtt minni.

4 kubba :D:D

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Mán 28. Des 2009 19:13
af hsm
Þá mundi ég byrja á því að hafa einn í og bæta svo einum og einum í þangað til ég fengi villuna aftur :D

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Þri 29. Des 2009 10:06
af starionturbo
Notaðu memtest með Windows 7 disk eða Ubuntu live cd.

Ef þú memtestar meðan stýrikerfið er í gangi áttu í hættu með að það sem er í notkun (forrit og annað), verður ekki fyrir prófunum.

Re: Vandræði með windows eða vélbúnað?

Sent: Þri 29. Des 2009 10:32
af ColdIce
Held að þetta sé komið í lag. En er að reyna að setja upp Win7, og það er bara ekki að ganga! Setup finnur ekki diskinn...urr :evil: