Síða 1 af 1

Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 01:21
af Krissinn
Hver er munurinn á þessum tegundum lankapla: (skilgreinið hverjan fyrir sig)

CAT5
CAT 5e
CAT 6e
CAT6

Og hvað er GB Network?

Re: Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 02:02
af TwiiztedAcer
Er verið að spá í að búa til sinn eiginn netkapal?

Hef nú einmitt verið að skoða þetta pínkupons eftir að hafa rekist á eitt video a youtube

þetta gæti hjálpað þér eitthvað:
Munurinn á Cat-5 og Cat-6
cat6 er með nýrri snúru staðal með tvöfalda bandbreidd á cat5
Þetta er bara einsog með harðadiska, þeir nýjustu eru með meiri hraða og taka meira gögn
+Þeir eru með mismunandi tilgang


Mæli með að lesa þennan link svo:
http://www.connectworld.net/syscon/support.htm

Re: Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 02:46
af mercury
GB network = Gígabyte network. 1000mb

Re: Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 03:15
af Gúrú
Cat5 = 10/100, ethernet og fast ethernet.
Cat5e = 10/100/1000, ethernet, fast ethernet og gigabit ethernet, þó svo að þú getir aldrei reitt þig á það að þeir ráði við 1000(gigabit) hraðann nálgast þeir það.
Cat6 = 10/100/1000 ethernet, fast ethernet og gigabit ethernet, þú átt að geta reitt þig á að þeir ráði við 1000 hraðann.
Einnig eru Cat5e og Cat6 kaplar meira durable, ss. getur beygt þá meira og drasl án þess að þeir fari í rugl.
Cat6e er ekki komið í notkun að ég held, en Cat6a eru einfaldlega Cat6 kaplar með meiri bandvídd.

GB network = Gigabit network, kerfi þar sem að allur búnaður styður 10/100/1000, snúrur, tæki og tölvur.

Re: Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 03:28
af Oak
Cat6 er notað á milli server skápa og svona t.d.
Cat5 er þægilegur og alveg nóg fyrir heima stúss.

Re: Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 19:05
af Krissinn
Oak skrifaði:Cat6 er notað á milli server skápa og svona t.d.
Cat5 er þægilegur og alveg nóg fyrir heima stúss.


Er með Linksys NAS og 4 borðtölvur og 5 fartölvur ásamt prentara á printserver og mér finnst nethraðinn ekki nógu góður. Er með allskonar lan snúrur þannig að það gæti haft áhrif. Ein fer útum glugga og á neðri hæð og tengist í 5 porta switch þar og hann þjónar 2 borðtölvum þar. Hinar 2 uppi eru tengdar í routerinn, allur netbúnaður er frá Linksys. En var að spá í ef ég skipti öllum lansúrum í CAT6 snúrur myndi þetta þá lagast? Það er oftast mikil netumferð bara á heimanetinu vegna bíómynda og tónlist sem eru shared möppum á borðtölvunum sem verið er að horfa á úr sitthvorum tölvum svo er notla líka verið að vafra og studum er þetta mjög slow. Allavega þegar er líka verið í CS eða WOW í tölvunum niðri, þá er tildæmis ekki hægt að hafa kveikt á torrent. Er með 8mbit frá Símanum.

Re: Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 19:22
af Gunnar
Gúrú skrifaði:Cat5 = 10/100, ethernet og fast ethernet.
Cat5e = 10/100/1000, ethernet, fast ethernet og gigabit ethernet, þó svo að þú getir aldrei reitt þig á það að þeir ráði við 1000(gigabit) hraðann nálgast þeir það.
Cat6 = 10/100/1000 ethernet, fast ethernet og gigabit ethernet, þú átt að geta reitt þig á að þeir ráði við 1000 hraðann.
Einnig eru Cat5e og Cat6 kaplar meira durable, ss. getur beygt þá meira og drasl án þess að þeir fari í rugl.
Cat6e er ekki komið í notkun að ég held, en Cat6a eru einfaldlega Cat6 kaplar með meiri bandvídd.

GB network = Gigabit network, kerfi þar sem að allur búnaður styður 10/100/1000, snúrur, tæki og tölvur.

þetta er akkurat öfugt við hvað samstafsmenn mínir sögðu þegar ég var að vinna sem rafvirki.
þeir sögðu að cat6 væri viðkvæmari en cat5 en væri nýrri og með betri nýtni.(eða mig minnir það)

Re: Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 19:29
af Viktor
Gunnar skrifaði:
Gúrú skrifaði:Cat5 = 10/100, ethernet og fast ethernet.
Cat5e = 10/100/1000, ethernet, fast ethernet og gigabit ethernet, þó svo að þú getir aldrei reitt þig á það að þeir ráði við 1000(gigabit) hraðann nálgast þeir það.
Cat6 = 10/100/1000 ethernet, fast ethernet og gigabit ethernet, þú átt að geta reitt þig á að þeir ráði við 1000 hraðann.
Einnig eru Cat5e og Cat6 kaplar meira durable, ss. getur beygt þá meira og drasl án þess að þeir fari í rugl.
Cat6e er ekki komið í notkun að ég held, en Cat6a eru einfaldlega Cat6 kaplar með meiri bandvídd.

GB network = Gigabit network, kerfi þar sem að allur búnaður styður 10/100/1000, snúrur, tæki og tölvur.

þetta er akkurat öfugt við hvað samstafsmenn mínir sögðu þegar ég var að vinna sem rafvirki.
þeir sögðu að cat6 væri viðkvæmari en cat5 en væri nýrri og með betri nýtni.(eða mig minnir það)


http://cableorganizer.com/articles/cat5-cat5e-cat6.htm

Category 6 is the most advanced and provides the best performance. Just like Cat 5 and Cat 5e, Category 6 cable is typically made up of four twisted pairs of copper wire, but its capabilities far exceed those of other cable types because of one particular structural difference: a longitudinal separator. This separator isolates each of the four pairs of twisted wire from the others, which reduces crosstalk, allows for faster data transfer, and gives Category 6 cable twice the bandwidth of Cat 5! Cat 6 cable is ideal for supporting 10 Gigabit Ethernet, and is able to operate at up to 250 MHz. Since technology and standards are constantly evolving, Cat 6 is the wisest choice of cable when taking any possible future updates to your network into consideration. Not only is Category 6 cable future-safe, it is also backward-compatible with any previously-existing Cat 5 and Cat 5e cabling found in older installations.

Re: Hver er munurinn?

Sent: Fös 25. Des 2009 19:56
af Gunnar
þá er það komið á hreint. :lol: