Síða 1 af 1
Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 12:07
af zlamm
Halló.
Ég er með ólöglega útgáfu af Windows XP og hún er hætt að virka. Þess vegna langar mig í Linux. Þarf ég að brenna stýrikerfið á disk eða er bara setup fyrir það? Tapast gögnin mín á tölvunni?
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 12:27
af Cascade
Þú getur annaðhvort brennt stýrikerfið á geisladisk eða sett á USB kubb til að innstalla (USB aðferðin gæti þó verið aðeins flóknari)
Þú getur búið til sér partion fyrir linux og þar með tapað engum gögnum
Ertu bara með 1 harðandisk?
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 13:38
af zlamm
já... held ég...
einn C:/ og einn geymsla...
Cascade skrifaði:Þú getur búið til sér partion fyrir linux og þar með tapað engum gögnum
Ha? Partion?
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 13:53
af Cascade
zlamm skrifaði:já... held ég...
einn C:/ og einn geymsla...
Cascade skrifaði:Þú getur búið til sér partion fyrir linux og þar með tapað engum gögnum
Ha? Partion?
Þú getur t.d. skipt einum harðadisk í 2 partions, segjum að diskurinn sé 200gb, þá geturu haft 1 partion sem er 100gb og annað sem er líka 100gb
Þá sérðu þetta sem 2 harðadiska og getur haft sitthvort stýrikerfið á hvoru partion.
Þú gætir t.d. búið til annað partion, sett upp linux á það og haft gögnin þín á hinu partion-inu
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 15:01
af Vaski
zlamm skrifaði:Ha? Partion?
Hefur þú aldrei sett upp linux áður? Ef ekki ætti þú sennilega að ná þér í Mint linux
http://www.linuxmint.com/download.php. Brenna hann eða setja hann á usb kubb (getur t.d. notað UNetbootin
http://unetbootin.sourceforge.net/)
Ef ég skildi þig rétt ertu með 2 harðadiska, annan með stýrikefinu á og hinn fyrir gögn, taktu diskin með gögnunum úr sambandi áður en þú setur mint upp, þá ættir þú að geta sett það upp default. Siðan tengir þú bara diskin með gögnunum við og þá ættir þú að sjá þau.
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 15:48
af Narco
Fáðu þér wubi:
http://wubi-installer.org/ hann gerir allt fyrir þig og meira að segja downloadar og installar fyrir þig. Ef þetta er eitthvað vandamál þá sendu mér mail á
kgh@hive.is
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 15:59
af Glazier
Vaski skrifaði:Hefur þú aldrei sett upp linux áður? Ef ekki ætti þú sennilega að ná þér í Mint linux
http://www.linuxmint.com/download.php. Brenna hann eða setja hann á usb kubb (getur t.d. notað UNetbootin
http://unetbootin.sourceforge.net/)
Ef ég skildi þig rétt ertu með 2 harðadiska, annan með stýrikefinu á og hinn fyrir gögn, taktu diskin með gögnunum úr sambandi áður en þú setur mint upp, þá ættir þú að geta sett það upp default. Siðan tengir þú bara diskin með gögnunum við og þá ættir þú að sjá þau.
hmm.. ég sótti linux á þessum link sem þú bentir á og brenndi á disk en maður er ekkert að setja neitt upp.. maður setur bara diskinn i og bootar af honum og þú ert bara kominn á desktop :S
Mig langaði að prófa linux, gerði sér partition og allt og ætlaði að
setja upp linux á það partition en þá kemur þetta bara svona :S einhverjar hugmyndir ?
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 16:24
af coldcut
Glazier skrifaði:hmm.. ég sótti linux á þessum link sem þú bentir á og brenndi á disk en maður er ekkert að setja neitt upp.. maður setur bara diskinn i og bootar af honum og þú ert bara kominn á desktop :S
Mig langaði að prófa linux, gerði sér partition og allt og ætlaði að
setja upp linux á það partition en þá kemur þetta bara svona :S einhverjar hugmyndir ?
þú átt að geta farið í install þegar þú ert kominn á desktopið. málið er að þetta er LiveCD þannig að þú getur unnið á tölvunni án þess að þurrka út stýrikerfið sem er fyrir, þetta er tilvalið t.d. við gagnabjörgun
Annars mæli ég frekar með Ubuntu!
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 18:34
af Glazier
coldcut skrifaði:Glazier skrifaði:hmm.. ég sótti linux á þessum link sem þú bentir á og brenndi á disk en maður er ekkert að setja neitt upp.. maður setur bara diskinn i og bootar af honum og þú ert bara kominn á desktop :S
Mig langaði að prófa linux, gerði sér partition og allt og ætlaði að
setja upp linux á það partition en þá kemur þetta bara svona :S einhverjar hugmyndir ?
þú átt að geta farið í install þegar þú ert kominn á desktopið. málið er að þetta er LiveCD þannig að þú getur unnið á tölvunni án þess að þurrka út stýrikerfið sem er fyrir, þetta er tilvalið t.d. við gagnabjörgun
Annars mæli ég frekar með Ubuntu!
Ok, sweet.
En í setup-inu, fær maður þá allveg pottþétt að velja partition ?
útaf ég er með windows 7 og er búinn að gera sér partition fyrir linux en vil vera viss um að ég fái að velja partition svo að windows 7 hverfi ekki bara ásamt öllu draslinu sem er þar inná
En er mikill munur á þessu og svo ubuntu ?
Ætla nefnilega að hafa nokkur partition á harða disknum hjá mér eitt með windows 7 (það sem ég nota messt) eitt með linux, eitt með windows XP og einhvað meira
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 20. Des 2009 20:16
af coldcut
já Glazier...þegar Partition valmöguleikinn kemur uppí setupinu að þá velurðu EKKI AUTOMATIC heldur Manual
mæli með því að þú gerir svo 4 logical/extended partition úr því (/boot 512mb, / 10gb, swap 2gb og /home fyrir rest)
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 03. Jan 2010 15:28
af zlamm
ég fékk partion dótið. Ég vil það ekki. hvernig losna ég við Windows partionið?
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 03. Jan 2010 16:11
af gardar
zlamm skrifaði:ég fékk partion dótið. Ég vil það ekki. hvernig losna ég við Windows partionið?
Ætlarðu að losa þig við windows?
Getur notað gparted til þess að eyða út windows partitioninu
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 03. Jan 2010 16:15
af zlamm
Ég tók Ubutu út, mig langar frekar í Mint. þarf ég disk fyrir það?
Hljóðið datt líka út eftir að ég setti inn Ubutu er það eðlilegt?
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 03. Jan 2010 16:20
af gardar
zlamm skrifaði:Ég tók Ubutu út, mig langar frekar í Mint. þarf ég disk fyrir það?
Hljóðið datt líka út eftir að ég setti inn Ubutu er það eðlilegt?
Nei, ættir að geta sett upp mint í gegnum usb lykil.
Datt annars hljóðið út í ubuntu eða windows?
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 03. Jan 2010 16:27
af zlamm
gardar skrifaði:zlamm skrifaði:Ég tók Ubutu út, mig langar frekar í Mint. þarf ég disk fyrir það?
Hljóðið datt líka út eftir að ég setti inn Ubutu er það eðlilegt?
Nei, ættir að geta sett upp mint í gegnum usb lykil.
Datt annars hljóðið út í ubuntu eða windows?
Ég fann hvað var að hljóðinu, snúran var í vitlausu hólfi...
Hvernig í gegnum usb?
Re: Langar í Linux, þarf ég disk?
Sent: Sun 03. Jan 2010 17:41
af gardar