Er að reyna að setja upp FTP server

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf Danni V8 » Lau 19. Des 2009 12:50

Ég er að reyna að setja upp FTP server með FileZilla forritinu, en mig grunar að routerinn er eitthvað að trufla mig.

Til að byrja með þá get ég engan vegin opnað port 21, ég get stillt að það á að vera opið en Port Checker t.d. getur ekki tengst því.

Síðan þegar ég er búinn að setja allt upp eftir leiðbeiningu og að minni bestu vitund alveg rétt, þá nota ég Flash FXP til að tengjast IP tölunni minni og porti 21, þá kemur:
[R] Connecting to ***.**.***.*** -> IP=***.**.***.*** PORT=21
[R] Connected to ***.**.***.***
[R] 220 Inactivity timer = 120 seconds. Use 'site idle <secs>' to change.
[R] USER admin
[R] 331 SpeedTouch Password required.
[R] PASS (hidden)
[R] 530 Permission denied
[R] Connection failed

Prófaði að breyta password í speedtouch password og ég kemst inn, en það er ekkert þar.

Ég er búinn að prófa að breyta Listen port í FileZilla í önnur port sem ég er búinn að opna, en þegar ég stilli á þau í Flash FXP kemur bara connection timed out.

Er hægt að komast framhjá þessu og setja upp FTP server þó að ég er með SpeedTouch router?


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 639
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 112
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf dadik » Lau 19. Des 2009 13:33



ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf Danni V8 » Lau 19. Des 2009 14:08

Ég er búinn að gera þetta.

Áður en ég opnaði port 21 kom bara time-out þegar ég reyndi að opna ftp á minni IP tölu.
Eftir að ég opnaði port 21 gat ég tengst á ftp skráðan á SpeedTouch routerinn, en ekki FileZilla FTP Serverinn.

Ég er búinn að triple-checka allar stillingar og þær eru allar eins og þær eiga að vera í FileZilla. Ég er líka búinn að prófa aðra FTP client-a en það er sama sagan. Þetta er augljóslega vandamál með routerinn sjálfan en EKKI port forward, ég er búinn að forwarda öllum nauðsynlegum portum og meira til og nota Portforward.com PortChecker tólið til að athuga hvort þau hafi ekki alveg örugglega opnast, sem þau gerðu.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3089
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf lukkuláki » Lau 19. Des 2009 14:13

Biddu Depil um að hjálpa þér hann er alger snillingur í þessu
http://spjall.vaktin.is/memberlist.php?mode=viewprofile&u=2328


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf Danni V8 » Lau 19. Des 2009 15:15

lukkuláki skrifaði:Biddu Depil um að hjálpa þér hann er alger snillingur í þessu
http://spjall.vaktin.is/memberlist.php?mode=viewprofile&u=2328


Takk fyrir ábendinguna. Ég set mig í samband við hann á næstunni :)


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Hjaltiatla
Besserwisser
Póstar: 3172
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 546
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 19. Des 2009 17:12

gæti verið vandamál með vírusvörnina.
gætir þurft að adda new rule fyrir forritið og incoming tengingar.
Síðan er það stundum þannig að maður þarf að stilla portið passive ekki active.
allavegna gekk þetta hjá mér þegar ég stillti passive og fiktaði í vírusvörninni.
Good luck=)


Just do IT
  √

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1573
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 254
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf depill » Lau 19. Des 2009 17:28

Skomm bara smá pæling, þú ert að setja upp FTP server á innra netinu þínu og svo að tengjast á innra netinu eða utan.

Ef við ímyndum okkur smá netkerfi ( allar ip tölur og allt shitið er made up fyrir example )

FTP ( Innri 192.168.1.2 ) // Einkavél ( Innri 192.168.1.3 ) // Router ( Innri 192.168.1.254 / Ytri 88.88.88.88 ) // Ytri vél ( Ytri 89.89.89.89 )

Þú portfowrdar porti 21 yfir á 192.168.1.2 svo ferð þú einkavélina og tengist 88.88.88.88 þá mun routerinn svara en ekki NATa fyrirspurninni áfram þar sem hún kemur frá innra kerfinu ( NAT virkar með að hugsa um inside og outside ).... þess vegna mun routerinn svara fyrirspurninni með sínum FTP server.

Þannig þú ferð í einkavélinni þinn (192.168.1.3 ) og reynir að tengjast 88.88.88.88 og færð Router FTP interfaceið, en ef þú tengist 192.168.1.2 þá muntu fá FTP þjónin.

Ytri vélin 89.89.89.89 sem tengist 88.88.88.88 þá mun routerinn forwarda FTP fyrirspurninni ( fyrirspurnin kemur af outside ). Ennfremur áttu að port forwarda 20 og 21 á 192.168.1.2 ( ftp serverinn ) 20 fyrir data, 21 fyrir protocol.

Ég myndi giska að þetta sé vandinn þinn.




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf akarnid » Sun 10. Jan 2010 12:17

Vandinn hérna er eflaust sá að þú ert með Speedtouch 585 v6 með software release 6.2.29.2 og það er fremur þroskaheft á þann hátt að það tekur frá port 21, 80 og 53 fyrir eigin notkun! Þannig að það er ekki hægt að forwarda þeim venjulega. Gersamlega glatað.



Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3760
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf Pandemic » Sun 10. Jan 2010 12:23

Þú ert örruglega að reyna að tengjast ftp servernum frá innranetinu með því að nota public ip töluna þína.




Carc
Fiktari
Póstar: 98
Skráði sig: Mán 26. Okt 2009 19:22
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf Carc » Sun 10. Jan 2010 13:37

akarnid skrifaði:Vandinn hérna er eflaust sá að þú ert með Speedtouch 585 v6 með software release 6.2.29.2 og það er fremur þroskaheft á þann hátt að það tekur frá port 21, 80 og 53 fyrir eigin notkun! Þannig að það er ekki hægt að forwarda þeim venjulega. Gersamlega glatað.


Get líka tekið undir að þetta er að öllum líkindum vandinn. Mæli með að þú notir annað port en 21 fyrir FTP.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf JReykdal » Mán 11. Jan 2010 11:57

Það ætti að vera hægt að fjarlægja reglurnar fyrir portin á speedtouch og setja upp forwardið í gegnum CLI, man ekki nákvæmlega hvernig þær líta út samt.

Svo er einn gott að virkja ip nat loopback svo hægt sé að nota ytri töluna innanfrá.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

Höfundur
Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Er að reyna að setja upp FTP server

Pósturaf Danni V8 » Mán 11. Jan 2010 12:15

Ég leysti þetta með því að setja upp IIS og ftp server með því, síðan bara Hamachi og sá sem var að reyna að ná í frá mér fór bara inn á mig í gegnum Hamachi ip töluna og port 21, þá var ekkert port forwarding nauðsynlegt fyrir utan Hamachi portið, sem er hægt að stilla á hvað sem er :D Vorum búnir að reyna að nota Hamachi eins og venjulegt network en það virkaði ekki, hann náði aldrei að sjá mína tölvu í network.

Ég allavega þarf ekki á ftp server að halda lengur, fyrst ég er búinn að finna lausn á þessu. Servarnir verða bara meira private fyrir vikið :P


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x